Bíó og sjónvarp

Bresk/bandarísk sjónvarpssería tekin upp á Reyðarfirði

Þrettán þátta sería verður tekin upp á Reyðarfirði eftir áramót.
Þrettán þátta sería verður tekin upp á Reyðarfirði eftir áramót.
Tökur á fyrstu seríu af sjónvarpsþáttunum Fortitude munu hefjast hér á landi í febrúar á næsta ári en þættirnir eru samstarfsverkefni sjónvarpsstöðvanna Sky Atlantic í Bretlandi og Starz í Bandaríkjunum. Alls verða teknir upp þrettán þættir og fara tökur aðallega fram á Reyðarfirði.

Tökurnar eru mjög umsvifamiklar því allar útisenur í þáttunum verða teknar á Íslandi. Af þeim sökum mun tökulið þáttanna dvelja hér á landi í margar vikur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en þjónustuaðili þeirra á Íslandi er kvikmyndafyrirtækið Pegasus. Ef þessi fyrsta sería gengur vel er von um fleiri seríur á komandi árum sem gætu þá hugsanlega líka verið teknar upp á Íslandi.

Serían fjallar um smábæinn Fortitude sem er talinn vera einn öruggasti bær í heimi þangað til vísindamaður í bænum er myrtur og allir liggja undir grun. Glæpurinn setur allt á annan endann í Fortitude og enginn er óhultur.

Þættirnir verða sýndir á Sky Atlantic HD og Starz á næsta ári en ekkert er ákveðið hverjir muni fara með aðalhlutverkin í þáttunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.