Vindurinn, hafið og eilífðin Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 8. nóvember 2013 10:00 Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson Bækur: Fiskarnir hafa enga fætur Jón Kalman Stefánsson Bjartur Nýjasta skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur, ber undirtitilinn Ættarsaga. Þar er sögð saga ættar sem á uppruna sinn austur á Norðfirði og þó einkum eins lauks þeirrar ættar, rithöfundarins og bókaútgefandans Ara. Ari er alinn upp í Keflavík, „svartasta stað á Íslandi“ þar sem höfuðáttirnar eru þrjár, „vindurinn, hafið og eilífðin“. Öðrum þræði er þetta uppvaxtarsaga Ara en þetta er líka breið ættarsaga og tímaplönin í henni eru mörg, við fylgjumst með unglingsárum Ara og hjónabandsvandræðum í nútímanum, en jafnframt er sögð saga ættingja hans austur á Norðfirði og í Keflavík eftir að stór hluti fjölskyldunnar er fluttur þangað. Fortíðarkaflarnir eru margir hverjir gullfallegir, en jafnframt átakanlegir, ekki síst ástarsaga afa hans og ömmu, skipstjórans og útgerðamannsins Odds og eiginkonu hans Margrétar. Sagan er sögð af sögumanni sem stendur Ara nærri, en er annars nokkuð dularfull persóna. Kannski er hann hliðarsjálf Ara sjálfs. Hann á það í það minnsta til að tala í fleirtölu og minnir þá mjög á sögumannsröddina í Vestfjarðaþríleik Jóns Kalmans sem hófst með Himnaríki og helvíti. Sögumaður á það líka til að bresta í vangaveltur um lífið og dauðann, um sögur og örlög í nútíð og fortíð. Rétt eins og í fyrri bókum Jóns Kalmans dansa þessar vangaveltur oft og tíðum á mörkum tilfinningaseminnar. Það er vandasöm jafnvægislist að hætta sér á þessi djúp, en það er list sem Jón Kalman hefur náð fullkomnum tökum á í síðustu bókum sínum. Þetta er bók sem hrífur og getur gert harðgerustu lesendur klökka á köflum, en hún er aldrei yfirdrifin eða væmin. Það er ekki langt síðan Jón Kalman hélt erindi við Háskóla Íslands sem olli pínulitlu fjaðrafoki í íslenskum bókmenntaheimi. Þar talaði Jón meðal annars gegn ofuráherslu á söguþráð sem hann taldi til greinilegra hnignunarmerkja á skáldsögum samtímans. Það er þess vegna nokkuð merkilegt að lesa þessa nýjustu skáldsögu hans sjálfs. Þótt hún sé öðrum þræði breið ættarsaga sem spannar megnið af tuttugustu öldinni þá þéttist hún í lokin um örlög Ara sjálfs, ákvarðanir sem hann hefur tekið, það sem hann hefur gert og það sem hann hefur látið ógert. Og lokasnúningurinn er býsna snjöll og áhrifarík söguflétta sem lokar bókinni og gefur henni, nokkuð óvænt, talsverðan (kynja)pólitískan slagkraft. Jón Kalman heldur áfram að þróa og þroska hæfileika sína og tækni sem skáldsagnahöfundur í þessari bók. Því er ekki að neita að sá sem þetta ritar opnaði bókina með blöndu af tilhlökkun og kvíða eftir stórbrotinn Vestfjarðaþríleik Jóns Kalmans. Kvíðinn reyndist óþarfur, þetta er mögnuð skáldsaga og hún er margbrotnari en fyrri verk Jóns Kalmans. Hér má finna allt það sem lesendur þekkja frá hendi höfundarins, magnaðan stíl og sterkar tilfinningar en líka ákveðna og beitta samfélagsrýni sem fellur fullkomlega að stíl og anda sögunnar.Niðurstaða: Mögnuð skáldsaga sem sýnir meistaratök höfundar á formi skáldsögunnar. Gagnrýni Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Fiskarnir hafa enga fætur Jón Kalman Stefánsson Bjartur Nýjasta skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur, ber undirtitilinn Ættarsaga. Þar er sögð saga ættar sem á uppruna sinn austur á Norðfirði og þó einkum eins lauks þeirrar ættar, rithöfundarins og bókaútgefandans Ara. Ari er alinn upp í Keflavík, „svartasta stað á Íslandi“ þar sem höfuðáttirnar eru þrjár, „vindurinn, hafið og eilífðin“. Öðrum þræði er þetta uppvaxtarsaga Ara en þetta er líka breið ættarsaga og tímaplönin í henni eru mörg, við fylgjumst með unglingsárum Ara og hjónabandsvandræðum í nútímanum, en jafnframt er sögð saga ættingja hans austur á Norðfirði og í Keflavík eftir að stór hluti fjölskyldunnar er fluttur þangað. Fortíðarkaflarnir eru margir hverjir gullfallegir, en jafnframt átakanlegir, ekki síst ástarsaga afa hans og ömmu, skipstjórans og útgerðamannsins Odds og eiginkonu hans Margrétar. Sagan er sögð af sögumanni sem stendur Ara nærri, en er annars nokkuð dularfull persóna. Kannski er hann hliðarsjálf Ara sjálfs. Hann á það í það minnsta til að tala í fleirtölu og minnir þá mjög á sögumannsröddina í Vestfjarðaþríleik Jóns Kalmans sem hófst með Himnaríki og helvíti. Sögumaður á það líka til að bresta í vangaveltur um lífið og dauðann, um sögur og örlög í nútíð og fortíð. Rétt eins og í fyrri bókum Jóns Kalmans dansa þessar vangaveltur oft og tíðum á mörkum tilfinningaseminnar. Það er vandasöm jafnvægislist að hætta sér á þessi djúp, en það er list sem Jón Kalman hefur náð fullkomnum tökum á í síðustu bókum sínum. Þetta er bók sem hrífur og getur gert harðgerustu lesendur klökka á köflum, en hún er aldrei yfirdrifin eða væmin. Það er ekki langt síðan Jón Kalman hélt erindi við Háskóla Íslands sem olli pínulitlu fjaðrafoki í íslenskum bókmenntaheimi. Þar talaði Jón meðal annars gegn ofuráherslu á söguþráð sem hann taldi til greinilegra hnignunarmerkja á skáldsögum samtímans. Það er þess vegna nokkuð merkilegt að lesa þessa nýjustu skáldsögu hans sjálfs. Þótt hún sé öðrum þræði breið ættarsaga sem spannar megnið af tuttugustu öldinni þá þéttist hún í lokin um örlög Ara sjálfs, ákvarðanir sem hann hefur tekið, það sem hann hefur gert og það sem hann hefur látið ógert. Og lokasnúningurinn er býsna snjöll og áhrifarík söguflétta sem lokar bókinni og gefur henni, nokkuð óvænt, talsverðan (kynja)pólitískan slagkraft. Jón Kalman heldur áfram að þróa og þroska hæfileika sína og tækni sem skáldsagnahöfundur í þessari bók. Því er ekki að neita að sá sem þetta ritar opnaði bókina með blöndu af tilhlökkun og kvíða eftir stórbrotinn Vestfjarðaþríleik Jóns Kalmans. Kvíðinn reyndist óþarfur, þetta er mögnuð skáldsaga og hún er margbrotnari en fyrri verk Jóns Kalmans. Hér má finna allt það sem lesendur þekkja frá hendi höfundarins, magnaðan stíl og sterkar tilfinningar en líka ákveðna og beitta samfélagsrýni sem fellur fullkomlega að stíl og anda sögunnar.Niðurstaða: Mögnuð skáldsaga sem sýnir meistaratök höfundar á formi skáldsögunnar.
Gagnrýni Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira