Lífið

Gaf forsetanum rappplötu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Að sögn Sesars A var Ólafur Ragnar Grímsson ánægður með gjöfina.
Að sögn Sesars A var Ólafur Ragnar Grímsson ánægður með gjöfina.
Rapparinn Sesar A gaf Ólafi Ragnari Grímssyni forseta eintak af plötu sinni, Stormurinn á undan logninu, þegar þeir hittust á Bessastöðum um helgina. Sesar A, sem einnig er þekktur sem Eyjólfur Eyvindarson, mætti með plötuna með sér á Bessastaði en þar var haldin móttaka í tilefni af 30 ára afmæli Félags tónskálda og textahöfunda.

„Ég spurði Ólaf hvort hann ætti ekki grammafón, því platan er á vínyl,“ segir Sesar A. Hann var ánægður með stemninguna á Bessastöðum og fas forsetans.

„Þetta var allt mjög heimilislegt þarna. Ólafur Ragnar þekkti pabba að vestan svo við gátum spjallað aðeins saman. Hann var mjög ánægður með plötuna.“ Sesar A hefur unnið að upptökustjórn fyrir rappsveitina Valbybræður að undanförnu og undirbýr Rappþuluna sem er árleg rappkeppni sem fer fram í byrjun næsta árs.

Platan, Stormurinn á eftir logninu, kom út árið 2001. Fyrirtækið Boris Audio gaf plötuna út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×