Níu ára og notar hestastudda sálfræðimeðferð til að komast yfir hamfarirnar Stefán Árni Pálsson skrifar 18. október 2024 10:31 Sunna hefur haft gott af því að fara í sálfræðimeðferð í kringum hesta og hunda. Það kann að koma einhverjum á óvart en í viðtalsrými sálfræðings er í í hesthúsunum við Sörlaskeið í Hafnarfirði en um er að ræða vinnustað Þorkötlu Elínar Sigurðardóttur á Hlöðuloftinu. Hennar nánustu samstarfsmenn eru hestar og hundar eins og áhorfendur Íslands í dag sáu í vikunni þegar Sigrún Ósk leit við hjá Þorkötlu en hún hefur verið brautryðjandi hérlendis þegar kemur að því að nota hunda og hesta í sálfræðivinnu með skjólstæðingum - aðferð sem er vel þekkt víða erlendis. „Ég er alin upp í hestamennsku og eftir útskrift fór ég mikið að vinna í skólaumhverfinu og mikið með börnum með hegðunarvanda,“ segir Þorkatla og heldur áfram. „Þar fann ég að mig vantaði einhver góð verkfæri til að vinna með börnum, verkfæri sem hefðbundnar aðferðir virkuðu ekki fyrir. Kvíði, þunglyndi og áfallastreita er eitthvað sem hefur verið rannsakað mjög mikið og þetta í raun hentar öllum þeim sem líður vel nálægt dýrum. Ég er samt líka með ungmenni sem eru með ofnæmi sem vilja í raun frekar vera hér í hesthúsinu þar sem þeim líður betur í þessu umhverfi. Það er svo gaman hvað börnin eru snögg að mynda tengsl við dýrum. Mér er í raun heilsað síðast, þau fara fyrst til hestanna og svo hundana og síðan mér,“ segir Þorkatla. Víða notað Sagan af því hvernig það uppgötvaðist að samvera með hestum hefði jákvæð áhrif á andlega líðan er nokkuð merkileg. Þorkatla segir að upp úr 1960 hafi bandarísk yfirvöld gefið almenningi tækifæri til að taka að sér svokallaða mustang villihesta til að bjarga þeim frá útrýmingu. Fólkið var oft með litla sem enga þekkingu á hestum og árangurinn var eftir því. Verkefnið var því fært inn í fangelsin og fangar voru fengnir til að temja hestana. „Það sem kom svo í ljós seinna að þeir fangar sem fóru í gegnum þetta prógram fórst betur þegar þeir fóru út. Í dag er herinn að nota þetta form því þetta dregur mikið úr áfallastreitu.“ Þeir sem nýta svokallaða hestastudda meðferð fara þó aldrei á bak á hestinum heldur er unnið með honum frá jörðu og meðferðaraðilinn nýtir merki frá hestinum í þeim verkefnum sem unnið er með. Hin níu ára gamla Sunna Rós er ein þeirra sem hefur notið góðs af þjónustu Þorkötlu og dýranna. Líf Sunnu gjörbreyttist á augabragði þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt eftir náttúruhamfarirnar í Grindavík auk þess sem hún missti afa sinn á svipuðum tíma. Í framhaldinu fór hún frá því að vera afar lífsglöð yfir í að finna fyrir depurð. „Það að vera rifin upp úr sínum heimi og keyra í burtu á föstudagskvöldi í látum og koma svo eiginlega ekkert til baka. Hún hefur eitthvað komið til Grindavíkur en við erum samt ekkert að fara mikið með hana þangað. Hún var að missa allt sitt, íþróttir, vinina og eins og fyrir Sunnu var besta vinkonan bara í götunni fyrir aftan og þær skottuðust bara á milli á náttfötunum á laugardagsmorgnum og borðuðu saman morgunmat. Þetta er gjörbreyting á þeirra lífi en þær ólust nánast upp saman í götunni frá því að þær voru ungabörn,“ segir Heiðar Hrafn Eiríksson faðir Sunnu. „Sunna hefur alltaf verið jákvæð og hress en þarna fann hún fyrir þessari depurð en sem betur fer aðstoð við að komast hingað. Og í bónus eru öll þessi dýr hérna og það er ákveðin hjálp í því að finna gleðina á ný.“ Sigrún spurði Sunnu hvernig þær væri að fara allt í nýjan og nýjan skóla, eitthvað sem hún varð að gera töluvert eftir ástandið í Grindavík. „Það er ekki gaman. En síðan er maður alltaf ánægður með það eftir á. Því maður kynnist nýju fólki og það er gaman,“ segir Sunna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Grindavík Eldgos og jarðhræringar Hestar Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Sjá meira
Hennar nánustu samstarfsmenn eru hestar og hundar eins og áhorfendur Íslands í dag sáu í vikunni þegar Sigrún Ósk leit við hjá Þorkötlu en hún hefur verið brautryðjandi hérlendis þegar kemur að því að nota hunda og hesta í sálfræðivinnu með skjólstæðingum - aðferð sem er vel þekkt víða erlendis. „Ég er alin upp í hestamennsku og eftir útskrift fór ég mikið að vinna í skólaumhverfinu og mikið með börnum með hegðunarvanda,“ segir Þorkatla og heldur áfram. „Þar fann ég að mig vantaði einhver góð verkfæri til að vinna með börnum, verkfæri sem hefðbundnar aðferðir virkuðu ekki fyrir. Kvíði, þunglyndi og áfallastreita er eitthvað sem hefur verið rannsakað mjög mikið og þetta í raun hentar öllum þeim sem líður vel nálægt dýrum. Ég er samt líka með ungmenni sem eru með ofnæmi sem vilja í raun frekar vera hér í hesthúsinu þar sem þeim líður betur í þessu umhverfi. Það er svo gaman hvað börnin eru snögg að mynda tengsl við dýrum. Mér er í raun heilsað síðast, þau fara fyrst til hestanna og svo hundana og síðan mér,“ segir Þorkatla. Víða notað Sagan af því hvernig það uppgötvaðist að samvera með hestum hefði jákvæð áhrif á andlega líðan er nokkuð merkileg. Þorkatla segir að upp úr 1960 hafi bandarísk yfirvöld gefið almenningi tækifæri til að taka að sér svokallaða mustang villihesta til að bjarga þeim frá útrýmingu. Fólkið var oft með litla sem enga þekkingu á hestum og árangurinn var eftir því. Verkefnið var því fært inn í fangelsin og fangar voru fengnir til að temja hestana. „Það sem kom svo í ljós seinna að þeir fangar sem fóru í gegnum þetta prógram fórst betur þegar þeir fóru út. Í dag er herinn að nota þetta form því þetta dregur mikið úr áfallastreitu.“ Þeir sem nýta svokallaða hestastudda meðferð fara þó aldrei á bak á hestinum heldur er unnið með honum frá jörðu og meðferðaraðilinn nýtir merki frá hestinum í þeim verkefnum sem unnið er með. Hin níu ára gamla Sunna Rós er ein þeirra sem hefur notið góðs af þjónustu Þorkötlu og dýranna. Líf Sunnu gjörbreyttist á augabragði þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt eftir náttúruhamfarirnar í Grindavík auk þess sem hún missti afa sinn á svipuðum tíma. Í framhaldinu fór hún frá því að vera afar lífsglöð yfir í að finna fyrir depurð. „Það að vera rifin upp úr sínum heimi og keyra í burtu á föstudagskvöldi í látum og koma svo eiginlega ekkert til baka. Hún hefur eitthvað komið til Grindavíkur en við erum samt ekkert að fara mikið með hana þangað. Hún var að missa allt sitt, íþróttir, vinina og eins og fyrir Sunnu var besta vinkonan bara í götunni fyrir aftan og þær skottuðust bara á milli á náttfötunum á laugardagsmorgnum og borðuðu saman morgunmat. Þetta er gjörbreyting á þeirra lífi en þær ólust nánast upp saman í götunni frá því að þær voru ungabörn,“ segir Heiðar Hrafn Eiríksson faðir Sunnu. „Sunna hefur alltaf verið jákvæð og hress en þarna fann hún fyrir þessari depurð en sem betur fer aðstoð við að komast hingað. Og í bónus eru öll þessi dýr hérna og það er ákveðin hjálp í því að finna gleðina á ný.“ Sigrún spurði Sunnu hvernig þær væri að fara allt í nýjan og nýjan skóla, eitthvað sem hún varð að gera töluvert eftir ástandið í Grindavík. „Það er ekki gaman. En síðan er maður alltaf ánægður með það eftir á. Því maður kynnist nýju fólki og það er gaman,“ segir Sunna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Grindavík Eldgos og jarðhræringar Hestar Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Sjá meira