Þvælzt fyrir þjóðarsátt Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. nóvember 2013 06:00 Ekki er víst að allir vilji horfast í augu við það, en svigrúmið til að hækka laun í næstu kjarasamningum er ákaflega lítið. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði nýlega að svigrúmið til samningsbundinna hækkana gæti verið tvö til tvö og hálft prósent, án þess að það raskaði verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Þá miðar hann við að laun hækki sem nemur verðbólgu og framleiðsluaukningu í landinu, sem spáð er að verði lítil. Þessar tölur eru klárlega undir væntingum margra launþega. En hvað myndum við græða á meiri launahækkunum, sem ekki væri innistæða fyrir hjá fyrirtækjunum? Mörgum var ljóst strax þegar kjarasamningarnir árið 2011 voru gerðir að þar væri lagt upp með of miklar launahækkanir. Laun hækkuðu um 11,4 prósent á samningstímanum og launavísitalan raunar um 17,6 prósent, sem þýðir að launaskrið var talsvert. Kaupmátturinn jókst hins vegar ekki nema um 7,4 prósent á sama tíma. Það þýðir að launahækkanirnar voru of brattar, fyrirtækin veltu þeim út í verðlagið og verðbólgan át meirihlutann af þeim. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, minnti á það í grein í Fréttablaðinu á laugardaginn að tveir þriðjuhlutar landsmanna hefðu í nýlegri skoðanakönnun lýst sig fylgjandi því að fara þjóðarsáttarleið, leggja minni áherzlu á launahækkanir í komandi samningum en þeim mun meiri á stöðugt gengi og litlar verðhækkanir. Jafnstór hluti landsmanna hefur áhyggjur af verðbólgunni. Íslendingar hafa áratugalanga vonda reynslu af gerð kjarasamninga með innistæðulausum launahækkunum og svo gengislækkunum og verðbólgu í framhaldinu. Það er óskandi að samtök launþega og atvinnurekenda hafi þá reynslu í huga í þetta sinn. Framlag opinberra aðila til að ná þjóðarsáttinni sem kallað er eftir hefur hins vegar sjaldan verið eins aumt og nú. Reykjavíkurborg reitti samtök vinnumarkaðarins til reiði þegar borgarstjórnarmeirihlutinn slengdi fram alls konar gjaldskrárhækkunum í nýrri fjárhagsáætlun. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er sömuleiðis fetuð sú troðna slóð að hækka álögur á tóbak, áfengi og bíla, sem vegur upp áhrif pínulítillar skattalækkunar sem þar er að finna. Öllu verra er þó að ríkisstjórnin getur ekki gefið skýr svör um efnahagsstefnu sína eða stefnuna í ríkisfjármálum til næstu ára. Ástæðurnar eru líklega tvær helztar; annars vegar hafa ráðherrarnir ekki hugmynd um hvernig þeir ætla að koma Íslandi út úr gjaldeyrishöftunum eftir að þeir lokuðu nærtækustu leiðinni með því að leggja ESB-umsóknina á hilluna. Hins vegar er framkvæmd stórkostlegustu skuldaniðurfellingar í heimi enn þá óútfærð. Ríkisstjórnin hefur ekki gefið nein svör um hana sem eyða áhyggjum hagfræðinga af að feitu tékkarnir muni valda þenslu og verðbólgu. Skuldalækkunaráformin eru líka vont innlegg í kjarasamninga sem byggja á þjóðarsátt vegna þess að þau munu gagnast tiltölulega litlum hópi, sem hefur að hluta til háar tekjur. Gagnið fyrir þá lægst launuðu, sem hafa aldrei haft efni á að kaupa sér húsnæði, er ekki neitt. Ef ríkissjóður getur grætt peninga á samningum við kröfuhafa föllnu bankanna væri niðurgreiðsla skulda ríkisins hins vegar aðgerð sem gagnaðist öllum. Eitt af því sem myndi greiða verulega fyrir skynsamlegum kjarasamningum væri skýrari stefna stjórnvalda. Það er reyndar ekki líklegt að hún verði til á þeim skamma tíma sem er til stefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun
Ekki er víst að allir vilji horfast í augu við það, en svigrúmið til að hækka laun í næstu kjarasamningum er ákaflega lítið. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði nýlega að svigrúmið til samningsbundinna hækkana gæti verið tvö til tvö og hálft prósent, án þess að það raskaði verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Þá miðar hann við að laun hækki sem nemur verðbólgu og framleiðsluaukningu í landinu, sem spáð er að verði lítil. Þessar tölur eru klárlega undir væntingum margra launþega. En hvað myndum við græða á meiri launahækkunum, sem ekki væri innistæða fyrir hjá fyrirtækjunum? Mörgum var ljóst strax þegar kjarasamningarnir árið 2011 voru gerðir að þar væri lagt upp með of miklar launahækkanir. Laun hækkuðu um 11,4 prósent á samningstímanum og launavísitalan raunar um 17,6 prósent, sem þýðir að launaskrið var talsvert. Kaupmátturinn jókst hins vegar ekki nema um 7,4 prósent á sama tíma. Það þýðir að launahækkanirnar voru of brattar, fyrirtækin veltu þeim út í verðlagið og verðbólgan át meirihlutann af þeim. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, minnti á það í grein í Fréttablaðinu á laugardaginn að tveir þriðjuhlutar landsmanna hefðu í nýlegri skoðanakönnun lýst sig fylgjandi því að fara þjóðarsáttarleið, leggja minni áherzlu á launahækkanir í komandi samningum en þeim mun meiri á stöðugt gengi og litlar verðhækkanir. Jafnstór hluti landsmanna hefur áhyggjur af verðbólgunni. Íslendingar hafa áratugalanga vonda reynslu af gerð kjarasamninga með innistæðulausum launahækkunum og svo gengislækkunum og verðbólgu í framhaldinu. Það er óskandi að samtök launþega og atvinnurekenda hafi þá reynslu í huga í þetta sinn. Framlag opinberra aðila til að ná þjóðarsáttinni sem kallað er eftir hefur hins vegar sjaldan verið eins aumt og nú. Reykjavíkurborg reitti samtök vinnumarkaðarins til reiði þegar borgarstjórnarmeirihlutinn slengdi fram alls konar gjaldskrárhækkunum í nýrri fjárhagsáætlun. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er sömuleiðis fetuð sú troðna slóð að hækka álögur á tóbak, áfengi og bíla, sem vegur upp áhrif pínulítillar skattalækkunar sem þar er að finna. Öllu verra er þó að ríkisstjórnin getur ekki gefið skýr svör um efnahagsstefnu sína eða stefnuna í ríkisfjármálum til næstu ára. Ástæðurnar eru líklega tvær helztar; annars vegar hafa ráðherrarnir ekki hugmynd um hvernig þeir ætla að koma Íslandi út úr gjaldeyrishöftunum eftir að þeir lokuðu nærtækustu leiðinni með því að leggja ESB-umsóknina á hilluna. Hins vegar er framkvæmd stórkostlegustu skuldaniðurfellingar í heimi enn þá óútfærð. Ríkisstjórnin hefur ekki gefið nein svör um hana sem eyða áhyggjum hagfræðinga af að feitu tékkarnir muni valda þenslu og verðbólgu. Skuldalækkunaráformin eru líka vont innlegg í kjarasamninga sem byggja á þjóðarsátt vegna þess að þau munu gagnast tiltölulega litlum hópi, sem hefur að hluta til háar tekjur. Gagnið fyrir þá lægst launuðu, sem hafa aldrei haft efni á að kaupa sér húsnæði, er ekki neitt. Ef ríkissjóður getur grætt peninga á samningum við kröfuhafa föllnu bankanna væri niðurgreiðsla skulda ríkisins hins vegar aðgerð sem gagnaðist öllum. Eitt af því sem myndi greiða verulega fyrir skynsamlegum kjarasamningum væri skýrari stefna stjórnvalda. Það er reyndar ekki líklegt að hún verði til á þeim skamma tíma sem er til stefnu.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun