Þau sungu, hinir æptu Jónas Sen skrifar 13. nóvember 2013 15:00 Tónleikar Óp-hópsins í Salnum á föstudag voru einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins að mati gagnrýnanda. Fréttablaðið/Pjetur Tónlist eftir Verdi Óp-hópurinn og Vonarstrætisleikhúsið í Salnum í Kópavogi föstudaginn 8. nóvember. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Óp-hópurinn er ekki hópur æpandi fólks. Hann var stofnaður árið 2009 og samanstendur af nokkrum óperusöngvurum sem hingað til hafa verið minna áberandi en ýmsir aðrir. Markmiðið hópsins er að skapa söngvurunum aukin tækifæri til að koma fram. Hópurinn stóð fyrir sýningu í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöldið í tilefni af 200 ára afmæli Verdis. Sýningin var samstarf Óp-hópsins og Vonarstrætisleikhússins; leikstjóri var Sveinn Einarsson. Eins og ég sagði er ekki æpandi fólk í hópnum. Þvert á móti. Á dagskránni voru atriði úr óperum Verdis, allt frá aríum upp í heilan kór. Hver söngvarinn var öðrum betri. Túlkunin var litrík og kraftmikil, raddirnar ótrúlega fagrar. Fyrsta ber að nefna Rósalind Gísladóttur, sem er frábær söngkona. Ég vona að ég eigi eftir að heyra í henni sem fyrst aftur. Hvílík rödd! Hvílíkur flutningur á aríunni úr Valdi örlaganna, Pace, pace mio Dio! Ef einhver æpti á þessum tónleikum, þá var það ég sjálfur. Sömu sögu er að segja um Jóhönnu Héðinsdóttur sem er með magnaða rödd og glæsilega sviðsframkomu. Hörn Hrafnsdóttir var líka framúrskarandi, sem og Erla Björg Káradóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Það var unaður að heyra þær syngja. Karlarnir voru nokkuð færri, tveir talsins auk gestasöngvarans Bjarna Thors Kristinssonar. Valdimar Hilmarsson söng fallega, en fremur lágt. Bjarni Thor var hins vegar líflegur að vanda og Egill Árni Pálsson var afar flottur. Hann er tenór; söngur hans var sérlega kraftmikill og túlkunin áhrifarík. Leikur hans var jafnframt skemmtilegur. Sveinn Einarsson virðist hafa leikstýrt söngvurunum af fagmennsku. Þeir voru hóflega dramatískir, blátt áfram og eðlilegir. Gleðin í leiknum var líka smitandi. Randver Þorláksson lék tónskáldið, sem kynnti hvert atriði og sagði frá ævi sinni í leiðinni. Áheyrendur sem þekktu lítið til ævi Verdis fengu þannig heilmikinn fróðleik með himneskum söngnum. Randver var afslappaður, dálítið þreytulegur. Líkt og Verdi væri þarna sjálfur kominn, saddur lífdaga að segja frá öllu sem hann hafði gert. Randver var prýðilegur í hlutverki sínu. Loks ber að nefna píanóleikarann Antoniu Hevesi. Frammistaða hennar var aðdáunarverð. Píanóleikurinn var lifandi og safaríkur, svo mjög að það var nánast eins og heil hljómsveit væri að spila. Antonia hefur greinilega æft söngvarana vel. Samsöngsatriðin voru ákaflega vönduð og í góðu jafnvægi. Fyrir utan það hvað flæðið í túlkuninni var óheft og sannfærandi. Óhætt er að segja að þetta hafi verið einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins.Niðurstaða: Frábær sýning með frábærum söngvurum. Gagnrýni Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist eftir Verdi Óp-hópurinn og Vonarstrætisleikhúsið í Salnum í Kópavogi föstudaginn 8. nóvember. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Óp-hópurinn er ekki hópur æpandi fólks. Hann var stofnaður árið 2009 og samanstendur af nokkrum óperusöngvurum sem hingað til hafa verið minna áberandi en ýmsir aðrir. Markmiðið hópsins er að skapa söngvurunum aukin tækifæri til að koma fram. Hópurinn stóð fyrir sýningu í Salnum í Kópavogi á föstudagskvöldið í tilefni af 200 ára afmæli Verdis. Sýningin var samstarf Óp-hópsins og Vonarstrætisleikhússins; leikstjóri var Sveinn Einarsson. Eins og ég sagði er ekki æpandi fólk í hópnum. Þvert á móti. Á dagskránni voru atriði úr óperum Verdis, allt frá aríum upp í heilan kór. Hver söngvarinn var öðrum betri. Túlkunin var litrík og kraftmikil, raddirnar ótrúlega fagrar. Fyrsta ber að nefna Rósalind Gísladóttur, sem er frábær söngkona. Ég vona að ég eigi eftir að heyra í henni sem fyrst aftur. Hvílík rödd! Hvílíkur flutningur á aríunni úr Valdi örlaganna, Pace, pace mio Dio! Ef einhver æpti á þessum tónleikum, þá var það ég sjálfur. Sömu sögu er að segja um Jóhönnu Héðinsdóttur sem er með magnaða rödd og glæsilega sviðsframkomu. Hörn Hrafnsdóttir var líka framúrskarandi, sem og Erla Björg Káradóttir og Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Það var unaður að heyra þær syngja. Karlarnir voru nokkuð færri, tveir talsins auk gestasöngvarans Bjarna Thors Kristinssonar. Valdimar Hilmarsson söng fallega, en fremur lágt. Bjarni Thor var hins vegar líflegur að vanda og Egill Árni Pálsson var afar flottur. Hann er tenór; söngur hans var sérlega kraftmikill og túlkunin áhrifarík. Leikur hans var jafnframt skemmtilegur. Sveinn Einarsson virðist hafa leikstýrt söngvurunum af fagmennsku. Þeir voru hóflega dramatískir, blátt áfram og eðlilegir. Gleðin í leiknum var líka smitandi. Randver Þorláksson lék tónskáldið, sem kynnti hvert atriði og sagði frá ævi sinni í leiðinni. Áheyrendur sem þekktu lítið til ævi Verdis fengu þannig heilmikinn fróðleik með himneskum söngnum. Randver var afslappaður, dálítið þreytulegur. Líkt og Verdi væri þarna sjálfur kominn, saddur lífdaga að segja frá öllu sem hann hafði gert. Randver var prýðilegur í hlutverki sínu. Loks ber að nefna píanóleikarann Antoniu Hevesi. Frammistaða hennar var aðdáunarverð. Píanóleikurinn var lifandi og safaríkur, svo mjög að það var nánast eins og heil hljómsveit væri að spila. Antonia hefur greinilega æft söngvarana vel. Samsöngsatriðin voru ákaflega vönduð og í góðu jafnvægi. Fyrir utan það hvað flæðið í túlkuninni var óheft og sannfærandi. Óhætt er að segja að þetta hafi verið einhverjir skemmtilegustu tónleikar ársins.Niðurstaða: Frábær sýning með frábærum söngvurum.
Gagnrýni Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira