Spornar gegn einelti með sögu sinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. nóvember 2013 09:30 Hermann Jónsson, Selma Björk Hermannsdóttir og Björg Jónsdóttir vilja hafa áhrif. fréttablaðið/daníel „Mér líður mjög vel og það er rosalega gott að finna að maður hefur áhrif,“ segir Selma Björk Hermannsdóttir sem hefur undanfarið haldið fyrirlestra í nokkrum grunnskólum. Ásamt Selmu Björk mun faðir hennar, Hermann Jónsson, einnig flytja fyrirlestra. „Ég tala við nemendurna og pabbi talar við foreldrana,“ bætir Selma Björk við. Selma Björk var í fjölmiðlum fyrir skömmu þar sem hún tjáði sig um einelti sem hún lenti í en hún hefur náð að hafa mikil áhrif á samfélagið með frásögn sinni og er mikil hetja. „Frásögn Selmu hafði mikil áhrif og það hvatti mig og minn hóp mikið,“ segir Björg Jónsdóttir kennari en hún er einnig frænka Selmu Bjarkar. Björg er í hópi sjö kvenna sem allar eru menntaðar á uppeldissviði og hafa hist reglulega til þess meðal annars að ræða hvernig hægt sé að sporna gegn einelti. Björg og hópurinn hafa nú lagt áherslu á að koma Selmu Björk og föður hennar í skólana til að halda fyrirlestra. „Hópurinn okkar er með góð tengsl inn í grunnskólana og langaði alltaf að hafa áhrif, svo kom umræðan upp með frásögn Selmu og þess vegna fórum við af stað með þetta átak. Einnig hefur Hermann sýnt fordæmi og hvetjum við líka feður til að taka hann til fyrirmyndar,“ bætir Björg við. Selma Björk hefur fengið mikil viðbrögð eftir að hún sagði sögu sína og fengið fjölda boða um að koma fram í grunnskólum og halda fyrirlestra. „Ég hef fengið rosalega góð viðbrögð en ég get alveg orðið smá stressuð þegar ég tala við nokkur hundruð manns. Ég hræðist það stundum að mismæla mig og annað í þeim dúr,“ segir Selma Björk en fyrir skömmu hélt hún fyrirlestur fyrir um þrjú til fjögur hundruð ungmenni, í öðrum og upp í tíunda bekk. Í dag halda þau í fyrsta sinn fyrirlestra í sama skólanum, nánar tiltekið í Njarðvíkurskóla. Þar mun Selma ræða við nemendur og Hermann faðir hennar ræða við foreldrana. „Hún hefur fengið fjölda fyrirspurna og okkur langar mjög að hún fari víðar um land og segi sína sögu,“ segir Björg. Selmu Björk langar að hafa enn meiri áhrif. „Ég vil fara í sem flesta skóla og láta gott af mér leiða,“ segir Selma Björk. Björgu og hópinn hennar langar að skapa farveg til að koma saman sigursögum af krökkum sem sigrast hafa á einelti, líkt og Selma, og birta á heimasíðu sinni sem er í smíðum. Hér eru frekari upplýsingar. Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
„Mér líður mjög vel og það er rosalega gott að finna að maður hefur áhrif,“ segir Selma Björk Hermannsdóttir sem hefur undanfarið haldið fyrirlestra í nokkrum grunnskólum. Ásamt Selmu Björk mun faðir hennar, Hermann Jónsson, einnig flytja fyrirlestra. „Ég tala við nemendurna og pabbi talar við foreldrana,“ bætir Selma Björk við. Selma Björk var í fjölmiðlum fyrir skömmu þar sem hún tjáði sig um einelti sem hún lenti í en hún hefur náð að hafa mikil áhrif á samfélagið með frásögn sinni og er mikil hetja. „Frásögn Selmu hafði mikil áhrif og það hvatti mig og minn hóp mikið,“ segir Björg Jónsdóttir kennari en hún er einnig frænka Selmu Bjarkar. Björg er í hópi sjö kvenna sem allar eru menntaðar á uppeldissviði og hafa hist reglulega til þess meðal annars að ræða hvernig hægt sé að sporna gegn einelti. Björg og hópurinn hafa nú lagt áherslu á að koma Selmu Björk og föður hennar í skólana til að halda fyrirlestra. „Hópurinn okkar er með góð tengsl inn í grunnskólana og langaði alltaf að hafa áhrif, svo kom umræðan upp með frásögn Selmu og þess vegna fórum við af stað með þetta átak. Einnig hefur Hermann sýnt fordæmi og hvetjum við líka feður til að taka hann til fyrirmyndar,“ bætir Björg við. Selma Björk hefur fengið mikil viðbrögð eftir að hún sagði sögu sína og fengið fjölda boða um að koma fram í grunnskólum og halda fyrirlestra. „Ég hef fengið rosalega góð viðbrögð en ég get alveg orðið smá stressuð þegar ég tala við nokkur hundruð manns. Ég hræðist það stundum að mismæla mig og annað í þeim dúr,“ segir Selma Björk en fyrir skömmu hélt hún fyrirlestur fyrir um þrjú til fjögur hundruð ungmenni, í öðrum og upp í tíunda bekk. Í dag halda þau í fyrsta sinn fyrirlestra í sama skólanum, nánar tiltekið í Njarðvíkurskóla. Þar mun Selma ræða við nemendur og Hermann faðir hennar ræða við foreldrana. „Hún hefur fengið fjölda fyrirspurna og okkur langar mjög að hún fari víðar um land og segi sína sögu,“ segir Björg. Selmu Björk langar að hafa enn meiri áhrif. „Ég vil fara í sem flesta skóla og láta gott af mér leiða,“ segir Selma Björk. Björgu og hópinn hennar langar að skapa farveg til að koma saman sigursögum af krökkum sem sigrast hafa á einelti, líkt og Selma, og birta á heimasíðu sinni sem er í smíðum. Hér eru frekari upplýsingar.
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira