Á þessum tíma árs kljást margir við húðvandamál sem eru ekki sjáanleg á sumrin. Þá er um að gera að dekra við þetta stóra líffæri og búa til náttúrulegan skrúbb, sem er án allra aukefna og ilmar eins og jólin. Skrúbbinn er best að nota á þurra húð rétt fyrir sturtu, hann hreinsar burt dauðar húðfrumur og húðin verður silkimjúk.

- Ólífuolía
- Hrásykur
- Kanill
- Krukka
- Snæri
1. Blandaðu ólífuolíu og hrásykri saman í skál í jöfnum hlutföllum.
2. Bættu við 2-3 teskeiðum af kanil og hrærðu vel.
3. Helltu blöndunni í krukku sem lokast vel.
4. Skreyttu krukkuna með snæri til skrauts.
5. Hristu krukkuna vel fyrir notkun.