Þetta er staðan Halldór Halldórsson skrifar 21. nóvember 2013 07:00 Forsætisráðherra plataði sig inn í embætti sagði einhverja vitleysu, var tekinn trúanlega og er lentur í embættinu og þar með eigin gamanmynd. Síðan þá hefur hvert djókið rekið annað. Mismunandi skór með Obama, missti af grand entrance Margrétar Danadrottningar í Þjóðleikhúsinu á meðan hann var á klósettinu og borðaði svo snittur af svo mikilli áfergju að lífverðir hennar voru næstum búnir að snúa hann niður og berja hann. Homer Simpson er forsætisráðherra. Þetta er staðan. Ég vona svo innilega að skuldir heimilanna verði lækkaðar og að Sigmundur Davíð rúnti niður laugaveginn á Cadillac með Lite bjór í annarri og laxabrauð í hinni, öskrandi HVERNIG FÍLIÐI MIG NÚNA. Því þá og aðeins þá vinna allir. En á meðan það eru ekki allir algjörlega sammála því að lækka skuldir heimilanna þá verður það fáránlega erfitt. Þetta er ekki kalt mat, þetta er staðan Skilaboðin í niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins eru skýr: VIð þolum ekki konur, við þolum ekki ungt fólk, við þolum ekki nútímann, við hötum framtíðina, okkur er nokkuð sama um Reykjavík, við dýrkum karla í of stórum jakkafötum og við elskum völd Þetta er staðan. Ég get samt ekki annað en haldið með Halldóri Halldórssyni. Af augljósum ástæðum. Elsku strákarnir okkar töpuðu í Zagreb. Við elskum þá samt. Útrásarvíkingarnir gerðu ekkert af sér, aldrei, enginn. Stjórnarandstaðan er í fríi, þau eru öll að gefa út bækur til að endurskrifa síðasta kjörtímabil. Íslendingar munu aldrei ganga í Evrópusambandið. Aldrei nokkurn tíma. Frekar göngum við í varsjárbandalagið. Staðan. Stjórnmálaafl Besta flokksins mælist með yfir 30% fylgi í Reykjavík. Framtíðin er björt í Reykjavík. Það er staðan. Staðan er ruglingsleg. Það er erfitt að sjá hver er að sigra. Hún er 14-2. Og það er algjörlega afstætt fyrir hverjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun
Forsætisráðherra plataði sig inn í embætti sagði einhverja vitleysu, var tekinn trúanlega og er lentur í embættinu og þar með eigin gamanmynd. Síðan þá hefur hvert djókið rekið annað. Mismunandi skór með Obama, missti af grand entrance Margrétar Danadrottningar í Þjóðleikhúsinu á meðan hann var á klósettinu og borðaði svo snittur af svo mikilli áfergju að lífverðir hennar voru næstum búnir að snúa hann niður og berja hann. Homer Simpson er forsætisráðherra. Þetta er staðan. Ég vona svo innilega að skuldir heimilanna verði lækkaðar og að Sigmundur Davíð rúnti niður laugaveginn á Cadillac með Lite bjór í annarri og laxabrauð í hinni, öskrandi HVERNIG FÍLIÐI MIG NÚNA. Því þá og aðeins þá vinna allir. En á meðan það eru ekki allir algjörlega sammála því að lækka skuldir heimilanna þá verður það fáránlega erfitt. Þetta er ekki kalt mat, þetta er staðan Skilaboðin í niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins eru skýr: VIð þolum ekki konur, við þolum ekki ungt fólk, við þolum ekki nútímann, við hötum framtíðina, okkur er nokkuð sama um Reykjavík, við dýrkum karla í of stórum jakkafötum og við elskum völd Þetta er staðan. Ég get samt ekki annað en haldið með Halldóri Halldórssyni. Af augljósum ástæðum. Elsku strákarnir okkar töpuðu í Zagreb. Við elskum þá samt. Útrásarvíkingarnir gerðu ekkert af sér, aldrei, enginn. Stjórnarandstaðan er í fríi, þau eru öll að gefa út bækur til að endurskrifa síðasta kjörtímabil. Íslendingar munu aldrei ganga í Evrópusambandið. Aldrei nokkurn tíma. Frekar göngum við í varsjárbandalagið. Staðan. Stjórnmálaafl Besta flokksins mælist með yfir 30% fylgi í Reykjavík. Framtíðin er björt í Reykjavík. Það er staðan. Staðan er ruglingsleg. Það er erfitt að sjá hver er að sigra. Hún er 14-2. Og það er algjörlega afstætt fyrir hverjum.