Viljum enga stráka í hljómsveitina Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. nóvember 2013 09:00 Hljómsveitin The Tension frá Selfossi ætlar sér langt. Hljómsveitin The Tension frá Selfossi er töluvert frábrugðin öðrum sveitum vegna þess að hana skipa eingöngu fimm fimmtán ára stelpur. Þær eru Rannveig Óladóttir trommuleikari, Álfrún Björt Agnarsdóttir gítarleikari, Sesselja Sólveig Birgisdóttir þverflautuleikari, Þorgerður Helgadóttir píanóleikari og Inga Kristrún Hjartardóttir söngkona. „Við erum ekki með bassaleikara því við fundum ekki stelpubassaleikara og við viljum ekki fá strák í hljómsveitina,“ segir trommuleikarinn Rannveig Óladóttir og auglýsir hér með eftir stelpubassaleikara. Það má því segja að bjart sé yfir tónlistarlífi bæjarins. The Tension vann á dögunum undankeppni Samfés í félagsmiðstöðinni Zelsíuz á Selfossi. „Við vorum frekar stressaðar og bjuggum okkur undir það versta,“ segir Rannveig létt í lundu. Þær sigruðu með flutning sinn á laginu Radioactive með hljómsveitinni Imagine Dragons. „Þetta er ein af uppáhaldshljómsveitunum okkar.“ Stúlkurnar hafa allar lagt stund á tónlistarnám nema Inga Kristrún. Þær spila svokallað indírokk og líta helst upp til hljómsveita á borð við Radiohead, Gorillaz og Arctic Monkeys. „Við erum eiginlega alveg andstæðan við The Charlies og Spice Girls,“ bætir Rannveig við. Eftir sigurinn í undankeppni Samfés fengu stúlkurnar boð um að spila á stórum tónleikum sem fram fóru í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi þar sem ein af þeirra helstu fyrirmyndum, Eyþór Ingi, kom fram ásamt Atómskáldunum. „Við erum miklir aðdáendur Eyþórs Inga og þetta var ótrúlega gaman.“ „Við erum ekki búnar að semja mikið sjálfar en stefnum á að gera það á næstunni,“ segir Rannveig aðspurð um lögin en þær æfa einu sinni í viku í Pakkhúsinu á Selfossi, ásamt því að hertaka bílskúr Rannveigar þess á milli. Fram undan hjá þeim er söngvakeppni við aðrar félagsmiðstöðvar á Suðurlandi og ef þær vinna þá keppni komast þær á lokakeppni Samfés og keppa þá við félagsmiðstöðvar hvaðanæva af landinu. „Við vonum það besta og við hlökkum mikið til,“ bætir Rannveig við.Stelpurnar komu fram á sömu tónleikum og Eyþór Ingi. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Hljómsveitin The Tension frá Selfossi er töluvert frábrugðin öðrum sveitum vegna þess að hana skipa eingöngu fimm fimmtán ára stelpur. Þær eru Rannveig Óladóttir trommuleikari, Álfrún Björt Agnarsdóttir gítarleikari, Sesselja Sólveig Birgisdóttir þverflautuleikari, Þorgerður Helgadóttir píanóleikari og Inga Kristrún Hjartardóttir söngkona. „Við erum ekki með bassaleikara því við fundum ekki stelpubassaleikara og við viljum ekki fá strák í hljómsveitina,“ segir trommuleikarinn Rannveig Óladóttir og auglýsir hér með eftir stelpubassaleikara. Það má því segja að bjart sé yfir tónlistarlífi bæjarins. The Tension vann á dögunum undankeppni Samfés í félagsmiðstöðinni Zelsíuz á Selfossi. „Við vorum frekar stressaðar og bjuggum okkur undir það versta,“ segir Rannveig létt í lundu. Þær sigruðu með flutning sinn á laginu Radioactive með hljómsveitinni Imagine Dragons. „Þetta er ein af uppáhaldshljómsveitunum okkar.“ Stúlkurnar hafa allar lagt stund á tónlistarnám nema Inga Kristrún. Þær spila svokallað indírokk og líta helst upp til hljómsveita á borð við Radiohead, Gorillaz og Arctic Monkeys. „Við erum eiginlega alveg andstæðan við The Charlies og Spice Girls,“ bætir Rannveig við. Eftir sigurinn í undankeppni Samfés fengu stúlkurnar boð um að spila á stórum tónleikum sem fram fóru í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi þar sem ein af þeirra helstu fyrirmyndum, Eyþór Ingi, kom fram ásamt Atómskáldunum. „Við erum miklir aðdáendur Eyþórs Inga og þetta var ótrúlega gaman.“ „Við erum ekki búnar að semja mikið sjálfar en stefnum á að gera það á næstunni,“ segir Rannveig aðspurð um lögin en þær æfa einu sinni í viku í Pakkhúsinu á Selfossi, ásamt því að hertaka bílskúr Rannveigar þess á milli. Fram undan hjá þeim er söngvakeppni við aðrar félagsmiðstöðvar á Suðurlandi og ef þær vinna þá keppni komast þær á lokakeppni Samfés og keppa þá við félagsmiðstöðvar hvaðanæva af landinu. „Við vonum það besta og við hlökkum mikið til,“ bætir Rannveig við.Stelpurnar komu fram á sömu tónleikum og Eyþór Ingi.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira