Jólapappírinn endurnýttur 4. desember 2013 14:30 Mynd/Stefán Gamall og lúinn jólapappír þarf ekki að enda í tunnunni heldur getur sómt sér prýðisvel uppi á vegg. Allt sem þarf eru skæri og heftari, sæmilegt pappaspjald og glymjandi jólatónlist í útvarpinu.1. Klippið hæfilega stóran hring út úr pappa og athugið að þegar laufin eru komin á verður kransinn nokkuð breiðari en pappahringurinn. Notið til dæmis matardisk sem skapalón til að teikna hring, undirskál til að teikna innri hringinn og klippið svo út. Til dæmis mætti nota pappa utan af morgunkorni.2. Klippið lauf út úr gömlum jólapappír. Ef pappírinn er munstraður gæti verið fallegt að hafa nokkur einlit lauf með. Það fer eftir stærð pappahringsins og hversu þétt laufunum er raðað hversu mörg lauf þarf að klippa út en verið viðbúin því að þurfa að klippa út nokkra tugi.3. Brjótið örlítið upp á hliðarnar við annan endann á laufinu svo það bogni aðeins og standi örlítið upp og heftið á pappahringinn. Gott er að miða við að laufin halli sitt á hvað til hliðanna og það þriðja er svo lagt á milli þeirra, örlítið neðar. Passið bara að það glitti ekki í pappahringinn á milli laufa.4. Vinnið ykkur þannig áfram allan hringinn. Þegar hringurinn er hálfnaður mætti byrja aftur á upphafsreit og þannig að laufin mætist miðja vegu. Á kransinum á myndinni var haldið áfram í sömu átt allan hringinn.5. Festið fallegan borða aftan á spjaldið og hengið upp. Jólafréttir Mest lesið Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Gyðingakökur Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Mömmukökur bestar Jólin Gilsbakkaþula Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Lúsíubrauð Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól
Gamall og lúinn jólapappír þarf ekki að enda í tunnunni heldur getur sómt sér prýðisvel uppi á vegg. Allt sem þarf eru skæri og heftari, sæmilegt pappaspjald og glymjandi jólatónlist í útvarpinu.1. Klippið hæfilega stóran hring út úr pappa og athugið að þegar laufin eru komin á verður kransinn nokkuð breiðari en pappahringurinn. Notið til dæmis matardisk sem skapalón til að teikna hring, undirskál til að teikna innri hringinn og klippið svo út. Til dæmis mætti nota pappa utan af morgunkorni.2. Klippið lauf út úr gömlum jólapappír. Ef pappírinn er munstraður gæti verið fallegt að hafa nokkur einlit lauf með. Það fer eftir stærð pappahringsins og hversu þétt laufunum er raðað hversu mörg lauf þarf að klippa út en verið viðbúin því að þurfa að klippa út nokkra tugi.3. Brjótið örlítið upp á hliðarnar við annan endann á laufinu svo það bogni aðeins og standi örlítið upp og heftið á pappahringinn. Gott er að miða við að laufin halli sitt á hvað til hliðanna og það þriðja er svo lagt á milli þeirra, örlítið neðar. Passið bara að það glitti ekki í pappahringinn á milli laufa.4. Vinnið ykkur þannig áfram allan hringinn. Þegar hringurinn er hálfnaður mætti byrja aftur á upphafsreit og þannig að laufin mætist miðja vegu. Á kransinum á myndinni var haldið áfram í sömu átt allan hringinn.5. Festið fallegan borða aftan á spjaldið og hengið upp.
Jólafréttir Mest lesið Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Gyðingakökur Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Mömmukökur bestar Jólin Gilsbakkaþula Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Lúsíubrauð Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól