Eyrnakonfekt á aðventunni 27. nóvember 2013 17:00 Tónlistarmaðurinn Nick Lowe kemur á óvart með nýrri jólaplötu sinni. Þegar stungið var upp á því við Nick Lowe að næsta platan hans yrði jólaplata brást hann ókvæða við. Sármóðgaður hugsaði hann með sér að neðar yrði ekki komist á tónlistarferlinum. Jólaplötur væru eiginlega það síðasta sem menn gerðu áður en þeir yrðu gleymsku mannanna að bráð. Eftir þrjátíu og sex og hálfa sekúndu segir Nick að runnið hafi upp fyrir sér ljós. Þetta væri eiginlega bara frábær hugmynd. Núna ætti hann þess kost að gera jólaplötu eftir sínu höfði, útsetja upp á nýtt gamla úr sér gengna slagara, draga fram jólalög sem hefðu gleymst og semja svo nokkur ný. Þessi formúla gamla rokkarans gekk upp. Platan Quality Street, A Seasonal selection for all the family, kom út á haustmánuðum og hefur fengið ágætis viðtökur. Þreyttu lummurnar sem urðu fyrir valinu eru Silent Night, okkar gamla góða Heims um ból, og I wish it could be Christmas every day, eftir Roy Wood, stofnanda Electric Light Orchestra og Wizzard. Glaðleg útsetning fyrrnefnda lagsins (sálmsins) fær mann til að hugsa til hlýlegra Karíbahafseyja og hið síðarnefnda er komið í bráðskemmtilega ska-útsetningu. Gömlu, gleymdu jólalögin eru Old Toy Trains eftir Roger Miller (King Of The Road) og þjóðlagið Children Go Where I Send Thee, sem iðulega var á tónleikadagskrá Johnnys heitins Cash í gamla daga. Það er hins vegar nýsmíðin sem mesti fengurinn er í á Quality Street… Tvö laganna eru eftir Nick Lowe sjálfan. Hið þriðja semur hann með Ry Cooder og þarna er einnig nýtt lag eftir Ron Sexsmith auk nokkurra til viðbótar. Nick sýnir með lögunum Christmas at the Airport og I Was Born in Betlehem að hann á enn heilmikið inni eftir meira en fjóra áratugi í bransanum. Texti fyrrnefnda lagsins fjallar um að vera veðurtepptur á flugvelli á jólum og í hinu síðara segir Jesús frá því sem hann hefur fengist við síðustu tvær þúsaldir, aðallega að vera til staðar fyrir þá sem eru einmana og eiga undir högg að sækja af ýmsum ástæðum. Quality Street… er nálægt því að vera eins óhefðbundin jólaplata og hægt er að teygja formið. Hún verður ekki gripin við fyrstu eða aðra hlustun. Eftir það fer hún að vinna á. Fyrir þá sem eru búnir að fá nóg af gamla jóla-sjúddirarirei-inu er hún góður kostur. Og nafnið: ja, það vísar auðvitað til gamla góða Mackintosh-sælgætisins sem hét víst alltaf Quality Street í gamla daga og gerir kannski enn. Breskum börnum þótti ekki síður fengur að því að fá Mackintosh á jólum en þeim íslensku. Og nafnið vísar einnig til þess að á plötunni er svo sannarlega sitt lítið af hverju, og flest hið ágætasta eyrnakonfekt. Jólafréttir Mest lesið Álfadrottning í álögum Jól Meistarakokkur á skjánum Jól Rambaði á góðan fisk Jól Jólakonan skreytir líka þvottahúsið Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól Hjá mömmu eða pabba á jólunum? Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin
Þegar stungið var upp á því við Nick Lowe að næsta platan hans yrði jólaplata brást hann ókvæða við. Sármóðgaður hugsaði hann með sér að neðar yrði ekki komist á tónlistarferlinum. Jólaplötur væru eiginlega það síðasta sem menn gerðu áður en þeir yrðu gleymsku mannanna að bráð. Eftir þrjátíu og sex og hálfa sekúndu segir Nick að runnið hafi upp fyrir sér ljós. Þetta væri eiginlega bara frábær hugmynd. Núna ætti hann þess kost að gera jólaplötu eftir sínu höfði, útsetja upp á nýtt gamla úr sér gengna slagara, draga fram jólalög sem hefðu gleymst og semja svo nokkur ný. Þessi formúla gamla rokkarans gekk upp. Platan Quality Street, A Seasonal selection for all the family, kom út á haustmánuðum og hefur fengið ágætis viðtökur. Þreyttu lummurnar sem urðu fyrir valinu eru Silent Night, okkar gamla góða Heims um ból, og I wish it could be Christmas every day, eftir Roy Wood, stofnanda Electric Light Orchestra og Wizzard. Glaðleg útsetning fyrrnefnda lagsins (sálmsins) fær mann til að hugsa til hlýlegra Karíbahafseyja og hið síðarnefnda er komið í bráðskemmtilega ska-útsetningu. Gömlu, gleymdu jólalögin eru Old Toy Trains eftir Roger Miller (King Of The Road) og þjóðlagið Children Go Where I Send Thee, sem iðulega var á tónleikadagskrá Johnnys heitins Cash í gamla daga. Það er hins vegar nýsmíðin sem mesti fengurinn er í á Quality Street… Tvö laganna eru eftir Nick Lowe sjálfan. Hið þriðja semur hann með Ry Cooder og þarna er einnig nýtt lag eftir Ron Sexsmith auk nokkurra til viðbótar. Nick sýnir með lögunum Christmas at the Airport og I Was Born in Betlehem að hann á enn heilmikið inni eftir meira en fjóra áratugi í bransanum. Texti fyrrnefnda lagsins fjallar um að vera veðurtepptur á flugvelli á jólum og í hinu síðara segir Jesús frá því sem hann hefur fengist við síðustu tvær þúsaldir, aðallega að vera til staðar fyrir þá sem eru einmana og eiga undir högg að sækja af ýmsum ástæðum. Quality Street… er nálægt því að vera eins óhefðbundin jólaplata og hægt er að teygja formið. Hún verður ekki gripin við fyrstu eða aðra hlustun. Eftir það fer hún að vinna á. Fyrir þá sem eru búnir að fá nóg af gamla jóla-sjúddirarirei-inu er hún góður kostur. Og nafnið: ja, það vísar auðvitað til gamla góða Mackintosh-sælgætisins sem hét víst alltaf Quality Street í gamla daga og gerir kannski enn. Breskum börnum þótti ekki síður fengur að því að fá Mackintosh á jólum en þeim íslensku. Og nafnið vísar einnig til þess að á plötunni er svo sannarlega sitt lítið af hverju, og flest hið ágætasta eyrnakonfekt.
Jólafréttir Mest lesið Álfadrottning í álögum Jól Meistarakokkur á skjánum Jól Rambaði á góðan fisk Jól Jólakonan skreytir líka þvottahúsið Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól Hjá mömmu eða pabba á jólunum? Jólin Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin