Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Elín Albertsdóttir skrifar 26. nóvember 2013 13:30 Tinna með nissana frá ömmu sinni, Ellen Sveinsson Kaaber, en hjá henni dvaldi fjölskyldan alltaf á aðfangadagskvöld og upplifði dönsk jól. MYND/VILHELM Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri var mikið jólabarn þegar hún var að vaxa úr grasi. Haldið var í danskar jólahefðir, enda eyddi fjölskyldan aðfangadagskvöldi hjá ömmu hennar, Ellen Sveinsson Kaaber. Tinnu fannst tíminn til jóla oft lengi að líða. „Þegar jólin nálguðust man ég eftir að hafa hugsað að strax og ég sofnaði myndi tíminn hverfa og það yrði kominn nýr dagur áður en ég vissi af og degi styttra til jólanna. Ég klemmdi því aftur augun þegar ég var komin upp í á kvöldin og gerði mitt besta til að detta sem fyrst inn í draumalandið,“ segir hún. „Við vorum alltaf hjá föðurömmu minni á aðfangadagskvöld, Ellen Sveinsson Kaaber. Hún var dönsk og hélt í danskar jólahefðir, var alltaf með grjónagraut og danska aliönd á borðum. Það var mikið mál á hverju ári að koma öndunum til landsins, enda fengust danskar endur ekki í matvöruverslunum hér á þessum tíma. Ég man eftir bollaleggingum um það á haustin hver af sonum hennar yrði hugsanlega í ferðum og gæti komið með jólamatinn heim, það árið. Glaðningur til fátækra Mamma fór síðdegis á aðfangadag til að hjálpa til við steikinguna en þegar ég man eftir ömmu var hún orðin svo gott sem blind, en samt besti kokkur í heimi. Hún vissi hvar allt var í eldhúsinu og þeir sem hjálpuðu til urðu að virða það, allt varð að fara á nákvæmlega sama staðinn aftur og það virti mamma. Á meðan fórum við með pabba að keyra út jólagjafir og jólaglaðning, það voru allar fyrrverandi barnfóstrur og ýmsir aðrir óskyldir aðilar sem fengu glaðning frá foreldrum mínum á aðfangadag og heilu ávaxtakassarnir fóru í suma braggana í Múlakampinum. Þegar við komum til ömmu ilmaði allt og ljómaði af kertaljósum og danski fáninn og litlir jóla-„nissar“ sátu alls staðar, á myndarömmum, í hillum og hvar sem þeim varð komið fyrir í borðstofunni.Amma og jólasveinninn Þegar jólagrauturinn og jólaöndin höfðu runnið ljúflega niður, var loks komið að stóru stundinni, en fyrst var forleikur. Það fékk enginn að fara inn í stássstofuna eða sjá jólatréð fyrr en börnin í fjölskyldunni höfðu svarað nokkrum áleitnum spurningum frá jólasveininum. Amma fór ein inn í stofuna en þangað var þá jólasveinninn kominn að hennar sögn. Við sáum hann ekki og samskiptin fóru fram í gegnum luktar stofudyr. Spurningarnar sneru að því hvort þessi eða hinn í barnahópnum hefði verið duglegur að læra heima, fara í sendiferðir fyrir mömmu sína, eða passa yngri systkini sín. Við börnin kepptumst við að segja af afrekum okkar og lofa bót og betrun ef eitthvað vantaði upp á. Okkur þótti að vísu alltaf sérkennilegt hvað jólasveinninn talaði brogaða og dönskuskotna íslensku, en hann var sjálfsagt danskur eins og amma og jólin. Þegar yfirheyrslum var lokið og ljóst að allir verðskulduðu jólagjafir kvaddi jólasveinninn og sagðist ætla að skilja allar gjafirnar eftir undir trénu og stökk svo út um gluggann og amma opnaði dyrnar inn í dýrðina. Við börnin ruddumst alltaf inn og aðalspenningurinn var að hlaupa að glugganum og gá hvort við gætum komið auga á jólasvein á hlaupum með tóman poka á bakinu.Nissarnir fá veglegan sess Amma Ellen var mesta jólabarn sem ég hef kynnst. Þegar hún kvaddi, komin hátt á tíræðisaldur, á Þorláksmessu snerist síðasta spjallið sem hún átti við son sinn og föður minn, Gunnlaug Þórðarson, um jólamatinn. Í mínum huga eru jólin enn alltaf dálítið dönsk. Við erum að vísu ekki með danska fána og lifandi kerti á jólatrénu okkar en við höfum alltaf danska önd og grjónagraut á borðum. Jólasveinarnir tveir eru danskir „nissar“ og koma úr búi ömmu minnar í gegnum föður minn. Ég veit ekki hvað þeir eru gamlir en ímynda mér að þeir geti verið nokkuð gamlir, kannski frá því snemma á síðustu öld. Þeir fá alltaf sérstaka meðhöndlun, þar sem þeir eru viðkvæmir sakir aldurs, þeim er stillt upp fyrir jólin þar sem þeir fá að vera í friði, en síðan lagðir í sérstaka öskju til hvíldar milli hátíða. Búningarnir eru úr striga og pokarnir líka, og þeir eru tómir. Kannski eru þessir „nissar“ nýkomnir frá því að raða gjöfunum undir jólatréð hjá stilltum og góðum börnum einhvers staðar og eru rétt búnir að láta sig hverfa af sjónarsviðinu, hver veit?“ Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól Svona gerirðu graflax Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól Ný jólakúla komin Jól Að eiga gleðileg jól Jól Viðheldur týndri hefð Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól
Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri var mikið jólabarn þegar hún var að vaxa úr grasi. Haldið var í danskar jólahefðir, enda eyddi fjölskyldan aðfangadagskvöldi hjá ömmu hennar, Ellen Sveinsson Kaaber. Tinnu fannst tíminn til jóla oft lengi að líða. „Þegar jólin nálguðust man ég eftir að hafa hugsað að strax og ég sofnaði myndi tíminn hverfa og það yrði kominn nýr dagur áður en ég vissi af og degi styttra til jólanna. Ég klemmdi því aftur augun þegar ég var komin upp í á kvöldin og gerði mitt besta til að detta sem fyrst inn í draumalandið,“ segir hún. „Við vorum alltaf hjá föðurömmu minni á aðfangadagskvöld, Ellen Sveinsson Kaaber. Hún var dönsk og hélt í danskar jólahefðir, var alltaf með grjónagraut og danska aliönd á borðum. Það var mikið mál á hverju ári að koma öndunum til landsins, enda fengust danskar endur ekki í matvöruverslunum hér á þessum tíma. Ég man eftir bollaleggingum um það á haustin hver af sonum hennar yrði hugsanlega í ferðum og gæti komið með jólamatinn heim, það árið. Glaðningur til fátækra Mamma fór síðdegis á aðfangadag til að hjálpa til við steikinguna en þegar ég man eftir ömmu var hún orðin svo gott sem blind, en samt besti kokkur í heimi. Hún vissi hvar allt var í eldhúsinu og þeir sem hjálpuðu til urðu að virða það, allt varð að fara á nákvæmlega sama staðinn aftur og það virti mamma. Á meðan fórum við með pabba að keyra út jólagjafir og jólaglaðning, það voru allar fyrrverandi barnfóstrur og ýmsir aðrir óskyldir aðilar sem fengu glaðning frá foreldrum mínum á aðfangadag og heilu ávaxtakassarnir fóru í suma braggana í Múlakampinum. Þegar við komum til ömmu ilmaði allt og ljómaði af kertaljósum og danski fáninn og litlir jóla-„nissar“ sátu alls staðar, á myndarömmum, í hillum og hvar sem þeim varð komið fyrir í borðstofunni.Amma og jólasveinninn Þegar jólagrauturinn og jólaöndin höfðu runnið ljúflega niður, var loks komið að stóru stundinni, en fyrst var forleikur. Það fékk enginn að fara inn í stássstofuna eða sjá jólatréð fyrr en börnin í fjölskyldunni höfðu svarað nokkrum áleitnum spurningum frá jólasveininum. Amma fór ein inn í stofuna en þangað var þá jólasveinninn kominn að hennar sögn. Við sáum hann ekki og samskiptin fóru fram í gegnum luktar stofudyr. Spurningarnar sneru að því hvort þessi eða hinn í barnahópnum hefði verið duglegur að læra heima, fara í sendiferðir fyrir mömmu sína, eða passa yngri systkini sín. Við börnin kepptumst við að segja af afrekum okkar og lofa bót og betrun ef eitthvað vantaði upp á. Okkur þótti að vísu alltaf sérkennilegt hvað jólasveinninn talaði brogaða og dönskuskotna íslensku, en hann var sjálfsagt danskur eins og amma og jólin. Þegar yfirheyrslum var lokið og ljóst að allir verðskulduðu jólagjafir kvaddi jólasveinninn og sagðist ætla að skilja allar gjafirnar eftir undir trénu og stökk svo út um gluggann og amma opnaði dyrnar inn í dýrðina. Við börnin ruddumst alltaf inn og aðalspenningurinn var að hlaupa að glugganum og gá hvort við gætum komið auga á jólasvein á hlaupum með tóman poka á bakinu.Nissarnir fá veglegan sess Amma Ellen var mesta jólabarn sem ég hef kynnst. Þegar hún kvaddi, komin hátt á tíræðisaldur, á Þorláksmessu snerist síðasta spjallið sem hún átti við son sinn og föður minn, Gunnlaug Þórðarson, um jólamatinn. Í mínum huga eru jólin enn alltaf dálítið dönsk. Við erum að vísu ekki með danska fána og lifandi kerti á jólatrénu okkar en við höfum alltaf danska önd og grjónagraut á borðum. Jólasveinarnir tveir eru danskir „nissar“ og koma úr búi ömmu minnar í gegnum föður minn. Ég veit ekki hvað þeir eru gamlir en ímynda mér að þeir geti verið nokkuð gamlir, kannski frá því snemma á síðustu öld. Þeir fá alltaf sérstaka meðhöndlun, þar sem þeir eru viðkvæmir sakir aldurs, þeim er stillt upp fyrir jólin þar sem þeir fá að vera í friði, en síðan lagðir í sérstaka öskju til hvíldar milli hátíða. Búningarnir eru úr striga og pokarnir líka, og þeir eru tómir. Kannski eru þessir „nissar“ nýkomnir frá því að raða gjöfunum undir jólatréð hjá stilltum og góðum börnum einhvers staðar og eru rétt búnir að láta sig hverfa af sjónarsviðinu, hver veit?“
Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Fjölbreytt jólaþorp í Garðabæ Jól Svona gerirðu graflax Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Gjörningur og stuðuppákoma Jól Ný jólakúla komin Jól Að eiga gleðileg jól Jól Viðheldur týndri hefð Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól