Lækaðu mig þá mun ég læka þig Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. nóvember 2013 06:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar bloggpistil á Pressuna þar sem hann nafngreinir alla þá sem lækað hafa niðrandi statusa á Facebook um framgöngu hans í Spegli RÚV á föstudaginn. Illugi Jökulsson bregst við með því að skrifa Hannesi opið bréf á sínu bloggi þar sem hann segir meðal annars: „Í fyrsta lagi þykir mér undarlega ósmekklegt af þér að vera búinn að skrá svona nákvæmlega hjá þér alla sem hafa lækað skoðun sem þér fellur ekki, jafnvel þótt sú skoðun snúist reyndar um sjálfan þig.“ Vinir og viðhlæjendur beggja bloggara bregðast snöfurmannlega við og endalausir umræðuþræðir myndast á Facebook-síðum þeirra félaganna Hannesar og Illuga þar sem meðal annars kemur fram að það sé nú ekkert nýnæmi að lækarar séu nafngreindir í fjölmiðlum og vísa ýmsir til þess er Hildur Lilliendahl og fleiri töldu upp alla sem lækað höfðu status Rúnars Helga Vignissonar rithöfundar um ónærgætna umfjöllun um kynferðisbrotamál Jóns Baldvins Hannibalssonar. Umræðan fer um víðan völl og fólki er skipt í fylkingar eftir lækum eða vöntun á þeim, hraunað yfir andstæðinga og samherjar mærðir og umræðan eltir eigið skott út í það óendanlega. Þessi umræða er merkileg fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi er lækun statusa á Facebook heldur rýr mælikvarði á stuðning fólks við hina eða þessa skoðunina. Flestir skruna yfir fréttaveituna með hálfum huga og eru ansi gikkglaðir á læktakkanum þegar þeim þykir vinir sínir komast vel að orði eða vekja athygli á þekkilegum málstað. Hugsa það ekkert nánar og halda áfram að skruna. Það er því heldur óþægilegt að rekast á nafn sitt á lista yfir meinta stuðningsmenn þessa eða hins í fjölmiðlum nokkrum klukkustundum síðar. Í öðru lagi er alls engan veginn hægt að skipta fólki í skoðanaflokka eftir lækum á Facebook. Þar tíðkast hin og þessi lækbandalög og nánast sama hvaða vitleysu ákveðnir aðilar pikka inn, þeir hljóta samstundis fjölda læka frá aðdáendum sínum. Það er því í mörgum tilfellum manneskjan sem verið er að læka – ekki skoðunin. Í þriðja lagi lýsir það ákaflega hvimleiðum ritskoðunartilhneigingum að telja og tíunda læk á Facebook, skipta fólki upp í stuðningsmenn og andstæðinga og skella stimplavélinni í gang í jötunmóð. Heldur einhver í alvöru að fólk þrauthugsi læk sín og standi og falli með þeim? Að læka statusa á Facebook er í besta falli samkvæmisleikur sem fólk tekur þátt í af því allir hinir gera það, ekki tæki til að koma skoðunum sínum á framfæri. Það er orðinn frekar ógnvekjandi heimur þegar eitt sárasaklaust læk gerir þig að vitorðsmanni í aðför að öðru fólki, málstað eða málefnum. Fer ekki að verða tímabært að slaka á ofsóknarkenndinni, hætta að sjá djöfulinn í hverju horni og láta læk annarra sem vind um augu þjóta? Þau eru nefnilega oftast algjörlega óhugsað taugaviðbragð í gikkfingrinum, ekki yfirlýsing sem mark er takandi á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar bloggpistil á Pressuna þar sem hann nafngreinir alla þá sem lækað hafa niðrandi statusa á Facebook um framgöngu hans í Spegli RÚV á föstudaginn. Illugi Jökulsson bregst við með því að skrifa Hannesi opið bréf á sínu bloggi þar sem hann segir meðal annars: „Í fyrsta lagi þykir mér undarlega ósmekklegt af þér að vera búinn að skrá svona nákvæmlega hjá þér alla sem hafa lækað skoðun sem þér fellur ekki, jafnvel þótt sú skoðun snúist reyndar um sjálfan þig.“ Vinir og viðhlæjendur beggja bloggara bregðast snöfurmannlega við og endalausir umræðuþræðir myndast á Facebook-síðum þeirra félaganna Hannesar og Illuga þar sem meðal annars kemur fram að það sé nú ekkert nýnæmi að lækarar séu nafngreindir í fjölmiðlum og vísa ýmsir til þess er Hildur Lilliendahl og fleiri töldu upp alla sem lækað höfðu status Rúnars Helga Vignissonar rithöfundar um ónærgætna umfjöllun um kynferðisbrotamál Jóns Baldvins Hannibalssonar. Umræðan fer um víðan völl og fólki er skipt í fylkingar eftir lækum eða vöntun á þeim, hraunað yfir andstæðinga og samherjar mærðir og umræðan eltir eigið skott út í það óendanlega. Þessi umræða er merkileg fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi er lækun statusa á Facebook heldur rýr mælikvarði á stuðning fólks við hina eða þessa skoðunina. Flestir skruna yfir fréttaveituna með hálfum huga og eru ansi gikkglaðir á læktakkanum þegar þeim þykir vinir sínir komast vel að orði eða vekja athygli á þekkilegum málstað. Hugsa það ekkert nánar og halda áfram að skruna. Það er því heldur óþægilegt að rekast á nafn sitt á lista yfir meinta stuðningsmenn þessa eða hins í fjölmiðlum nokkrum klukkustundum síðar. Í öðru lagi er alls engan veginn hægt að skipta fólki í skoðanaflokka eftir lækum á Facebook. Þar tíðkast hin og þessi lækbandalög og nánast sama hvaða vitleysu ákveðnir aðilar pikka inn, þeir hljóta samstundis fjölda læka frá aðdáendum sínum. Það er því í mörgum tilfellum manneskjan sem verið er að læka – ekki skoðunin. Í þriðja lagi lýsir það ákaflega hvimleiðum ritskoðunartilhneigingum að telja og tíunda læk á Facebook, skipta fólki upp í stuðningsmenn og andstæðinga og skella stimplavélinni í gang í jötunmóð. Heldur einhver í alvöru að fólk þrauthugsi læk sín og standi og falli með þeim? Að læka statusa á Facebook er í besta falli samkvæmisleikur sem fólk tekur þátt í af því allir hinir gera það, ekki tæki til að koma skoðunum sínum á framfæri. Það er orðinn frekar ógnvekjandi heimur þegar eitt sárasaklaust læk gerir þig að vitorðsmanni í aðför að öðru fólki, málstað eða málefnum. Fer ekki að verða tímabært að slaka á ofsóknarkenndinni, hætta að sjá djöfulinn í hverju horni og láta læk annarra sem vind um augu þjóta? Þau eru nefnilega oftast algjörlega óhugsað taugaviðbragð í gikkfingrinum, ekki yfirlýsing sem mark er takandi á.