Íslenski boltinn

Viðræður KR og Stefáns Loga framundan

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Hreiðarsson og Stefán Logi náðu vel saman hjá KR.Fréttablaðið/Valli
Guðmundur Hreiðarsson og Stefán Logi náðu vel saman hjá KR.Fréttablaðið/Valli
„Mér finnst nú líklegt að þetta verði klárað snemma í vikunni,“ segir Hannes Þór Halldórsson. Markvörðurinn á í viðræðum um kaup sín og kjör hjá norska úrvalsdeildarliðinu Sandnes Ulf en KR-ingar tóku tilboði norska félagsins í Hannes Þór á dögunum.

Flest bendir til þess að báðir markverðir KR-inga yfirgefi félagið. Rúnar Alex Rúnarsson er eftirsóttur af félögum erlendis og er Nordsjælland í Danmörku eitt þeirra liða sem sýna honum mikinn áhuga.

„Ég tel mun meiri líkur en minni á að Alex fari líka,“ segir Rúnar Kristinsson, faðir Rúnars og þjálfari KR-inga.

Stefán Logi Magnússon æfði með KR-ingum í síðustu viku. Hann spilaði með KR árin 2007-2009 áður en hann gekk í raðir Lilleström í Noregi.

„Við getum ekkert gefið okkur að Stefán vilji koma í KR. Við munum ræða við hann og athuga hvort það sé hans vilji eins og okkar,“ segir Rúnar. Hann segir stórt atriði að Guðmundur Hreiðarsson, markvarðarþjálfari Vesturbæjarliðsins, og Stefán Logi nái vel saman sem þeir gera.

„Það skiptir mestu fyrir leikmann að vera með þjálfara sem hann trúir, treystir og talar sama tungumál.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×