Handbolti

Stelpurnar gangast undir þrekpróf

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ágúst Jóhannssson, þjálfari kvennalandsliðsins.
Ágúst Jóhannssson, þjálfari kvennalandsliðsins. Mynd/Stefán
„Það var mikill stígandi í leik liðsins á milli leikja. Sá fyrsti var ekki góður, miðleikurinn var virkilega góður í 40-45 mínútur og sá síðasti mjög vel útfærður,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennalandsliðsins.

Stelpurnar töpuðu fyrsta æfingaleik sínum gegn Sviss á fimmtudag en unnu leikina á föstudag og laugardag.

Fjölmarga lykilmenn vantaði í lið Íslands. Rakel Dögg Bragadóttir, Rut Jónsdóttir og Stella Sigurðardóttir meiddust allar fyrir helgi en fyrir voru Framararnir Ásta Birna Gunnarsdóttir og Steinunn Björnsdóttir frá vegna meiðsla.

„Auðvitað var svekkjandi að lenda í þessum meiðslum. Við vorum án mikilla lykilmanna sem hefði verið gott að nýta tækifærið og vinna með,“ segir Ágúst. Hann bætir því við að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir sé að komast á skrið eftir barnsburð og það muni um fjarveru hennar. Þá var Ramune Pekarskyte ekki valin í hópinn.

„Þó að það séu engin kynslóðaskipti horfi ég til framtíðar og vil yngja liðið hægt og rólega. Þó spyr ég ekki um aldur á meðan leikmenn eru nógu góðir.“

Íslenska landsliðið mun æfa hér á landi í vikunni. Stelpurnar munu meðal annars gangast undir bæði þrek- og styrktarpróf.

„Hraði og líkamlegur styrkur hefur verið hvað mest ábótavant hjá okkur,“ segir Ágúst en stelpurnar

munu ýmist æfa einu sinni eða tvisvar á dag í vikunni.

Landsliðið hittist næst í mars er liðið mætir Frökkum í tveimur leikjum í undankeppni EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×