Galdrar eða fúsk? Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. desember 2013 07:00 Frændi minn telur að betur hefði farið á því að Baldur Brjánsson, töframaður, hefði verið á sviðinu í Hörpu í stað ráðherranna tveggja, sem hróðugir kynntu boðskapinn um skuldahvarfið á laugardaginn. Vonandi hefur minn góði frændi rangt fyrir sér varðandi töframennina tvo - og þeim takist að redda þeim fjármunum sem upp á vantar. Þrátt fyrir allt held ég að við ættum að reyna eftir fremsta megni að gera okkur vonir um, að nú sé verið að binda endi á drungalega leiðindatíð, sem einhvern veginn hefur lamað allt og alla. Ég er farin að þrá útbreidda almenna bjartsýni. Ég hef engar forsendur til að meta galdrana, sem sýndir voru á sviðinu. Hvort á ferðinni voru hreinar sjónhverfingar fúskara eða alvöru töfrabrögð. Ég vona svo sannarlega að tíminn leiði í ljós, að það var hið síðarnefnda. Kannski ráðum við mestu um það sjálf. Til að galdur virki, verður fólk að trúa á hann. Að því leyti er hann náskyldur hagfræðinni, ef ég skil þau fræði rétt. Hún snýst meira og minna um hjarðhegðun, sem efnahagsráðstafanir kalla fram samkvæmt ákveðnum lögmálum. Þess vegna vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að trúa á galdurinn - í það minnsta þangað til hugsanlegir loddarar verða afhjúpaðir. Virkir í athugasemdum og fleiri góðir hafa þegar sagt okkur að það eru ekki allir til í að trúa. Það er svosem rétt athugað að oft er miklu fórnað fyrir trúnna, stundum sannleikanum. Þannig að ég ætla að passa mig að hengja ekki geðheilsuna alfarið á ákvarðanir tveggja miðaldra karlmanna í brúnni. En mikið hefðum við nú gott af því öll, að öðlast trú á, að nú sé bjartari tíð í vændum. Trúin flytur fjöll og kannski, vonandi, skuldir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Frændi minn telur að betur hefði farið á því að Baldur Brjánsson, töframaður, hefði verið á sviðinu í Hörpu í stað ráðherranna tveggja, sem hróðugir kynntu boðskapinn um skuldahvarfið á laugardaginn. Vonandi hefur minn góði frændi rangt fyrir sér varðandi töframennina tvo - og þeim takist að redda þeim fjármunum sem upp á vantar. Þrátt fyrir allt held ég að við ættum að reyna eftir fremsta megni að gera okkur vonir um, að nú sé verið að binda endi á drungalega leiðindatíð, sem einhvern veginn hefur lamað allt og alla. Ég er farin að þrá útbreidda almenna bjartsýni. Ég hef engar forsendur til að meta galdrana, sem sýndir voru á sviðinu. Hvort á ferðinni voru hreinar sjónhverfingar fúskara eða alvöru töfrabrögð. Ég vona svo sannarlega að tíminn leiði í ljós, að það var hið síðarnefnda. Kannski ráðum við mestu um það sjálf. Til að galdur virki, verður fólk að trúa á hann. Að því leyti er hann náskyldur hagfræðinni, ef ég skil þau fræði rétt. Hún snýst meira og minna um hjarðhegðun, sem efnahagsráðstafanir kalla fram samkvæmt ákveðnum lögmálum. Þess vegna vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að trúa á galdurinn - í það minnsta þangað til hugsanlegir loddarar verða afhjúpaðir. Virkir í athugasemdum og fleiri góðir hafa þegar sagt okkur að það eru ekki allir til í að trúa. Það er svosem rétt athugað að oft er miklu fórnað fyrir trúnna, stundum sannleikanum. Þannig að ég ætla að passa mig að hengja ekki geðheilsuna alfarið á ákvarðanir tveggja miðaldra karlmanna í brúnni. En mikið hefðum við nú gott af því öll, að öðlast trú á, að nú sé bjartari tíð í vændum. Trúin flytur fjöll og kannski, vonandi, skuldir.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun