Hvernig gerir þú Könglaseríu? Dagný Gísla. skrifar 6. desember 2013 13:45 Þetta er það sem þú þarft. könglar, limbyssa, lím og snæri. Könglar hafa löngum verið vinsælir til skreytinga um jólin. Það er ekki að ástæðulausu enda leið til að færa náttúruna á fallegan hátt inn á heimilið. Hægt er að tína köngla af sígrænum trjám, misstóra og misjafnlega opna eftir aldri. Þá er um að gera að búa til samverustund með fjölskyldunni og fara saman út í náttúruna að tína köngla. Þú þarft: köngla 5-8 snæri, gróft 1-2 m límbyssu límKönglasería.1. Best er að nota köngla sem eru vel opnir. Ef þú finnur einungis lokaða köngla, settu þá á ofn í nokkra daga og þeir munu opnast. 2. Klipptu snæri í hæfilegri lengd. 3. Notaðu límbyssuna til að líma könglana saman við snærið og passaðu upp á að hafa jafnt bil á milli. Þrýstu snærinu vel að könglinum. 4. Leyfðu líminu að þorna og hengdu svo seríuna upp. 5. Til þess að gera seríuna ennþá jólalegri er hægt að mála könglana með gulllitaðri eða hvítri akrílmálningu. Jólafréttir Mest lesið Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Fifties-jól Jólin Gróft og fínt í bland Jólin Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Sérskreyttar jólaístertur á hátíðaborðið Jólin Áramótin í Sviss Jól Með djúpa ástríðu fyrir jólaþorpum Jól Ostakonfekt Rikku Jól Ekki byrjuð inni ennþá Jólin Strangar reglur um flugelda Jólin
Könglar hafa löngum verið vinsælir til skreytinga um jólin. Það er ekki að ástæðulausu enda leið til að færa náttúruna á fallegan hátt inn á heimilið. Hægt er að tína köngla af sígrænum trjám, misstóra og misjafnlega opna eftir aldri. Þá er um að gera að búa til samverustund með fjölskyldunni og fara saman út í náttúruna að tína köngla. Þú þarft: köngla 5-8 snæri, gróft 1-2 m límbyssu límKönglasería.1. Best er að nota köngla sem eru vel opnir. Ef þú finnur einungis lokaða köngla, settu þá á ofn í nokkra daga og þeir munu opnast. 2. Klipptu snæri í hæfilegri lengd. 3. Notaðu límbyssuna til að líma könglana saman við snærið og passaðu upp á að hafa jafnt bil á milli. Þrýstu snærinu vel að könglinum. 4. Leyfðu líminu að þorna og hengdu svo seríuna upp. 5. Til þess að gera seríuna ennþá jólalegri er hægt að mála könglana með gulllitaðri eða hvítri akrílmálningu.
Jólafréttir Mest lesið Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Fifties-jól Jólin Gróft og fínt í bland Jólin Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Sérskreyttar jólaístertur á hátíðaborðið Jólin Áramótin í Sviss Jól Með djúpa ástríðu fyrir jólaþorpum Jól Ostakonfekt Rikku Jól Ekki byrjuð inni ennþá Jólin Strangar reglur um flugelda Jólin