Lífið

Norsk sombímynd á Sundance-hátíðina

Ragnar Agnarsson segir þetta mikla viðurkenningu fyrir myndina.
Ragnar Agnarsson segir þetta mikla viðurkenningu fyrir myndina.
„Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir verkefnið og það er mikil viðurkenning fyrir myndina að vera frumsýnd á einni stærstu kvikmyndahátíð heims,“ segir Ragnar Agnarsson, framleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu Sagafilm. Norska sombímyndin Dead Snow 2, sem heitir á frummálinu Død snø 2, verður frumsýnd á bandarísku kvikmyndahátíðinni Sundance í janúar en Sagafilm er meðframleiðandi myndarinnar.

Myndin var tekin upp á Íslandi í sumar og er framhald myndarinnar Dead Snow, Død snø, frá árinu 2009 sem sló rækilega í gegn og hefur verið seld til 73 landa. Velgengnin kom leikstjóra myndanna, Tommy Wirkola, á kortið og leikstýrði hann meðal annars Hollywood-myndinni Hansel & Gretel: Witch Hunters.

Ragnar og teymið hjá Sagafilm unnu náið með framleiðendum myndarinnar, norska fyrirtækinu Tappeluft, og útilokar Ragnar ekki nánara samstarf með fyrirtækinu.

„Það á eftir að koma í ljós hvort við vinnum meira saman. Við höfum hent hugmyndum á milli og rætt nánustu framtíð en það er ekkert sem ég get staðfest að svo stöddu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.