Á að hræðast þá sem færa gjafir? Þorsteinn Pálsson skrifar 7. desember 2013 06:00 „Ég hræðist Grikki, einnig þegar þeir færa oss gjafir.“ Þetta segir Virgill í Eneasarkviðu. Viðlíka tilfinningar hafa ekki vaknað í kjölfar gjafa ríkisstjórnarinnar til þeirra sem skulda íbúðarlán. Gjafir geta vakið ólík tilfinningaleg viðbrögð fyrir þá sök að menn horfa ýmist skammt eða langt fram á veginn þegar þær eru metnar til verðs. Hagfræðingur hjá Danske Bank sagði nýlega í tilefni af skuldaniðurgreiðsluáformunum að íslenskir stjórnmálamenn stjórnuðust alfarið af skammtímasjónarmiðum. Sami maður varð þjóðardýrlingur hér um hríð eftir hrun fyrir þá sök að menn uppgötvuðu að hann hafði fyrir hrun hræðst það sem þá var í gangi meðan við vorum óttalaus og skopuðumst að þeim sem voru hræddir. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar hafa áhrif á þremur sviðum: Í fyrsta lagi virka þær beint á bókhald margra heimila. Auðvelt verður að mæla þau áhrif og þau verða jákvæð í fyrstu. Frá þessu afmarkaða sjónarhorni er fátt að óttast. Í öðru lagi eru þær af þeirri stærðargráðu að hafa áhrif á reikninga þjóðarbúsins. Það mælist á lengri tíma og er ekki auðrekjanlegt en gæti haft öfug áhrif á hag heimilanna þegar fram í sækir. Þetta víða sjónarhorn gefur því tilefni til nokkurrar hræðslu. Þannig hefur skuldatryggingaálag Íslands þegar hækkað. Í þriðja lagi mæla skoðanakannanir áhrifin á pólitíkina. Þau eru strax komin fram. Það ræðst síðan af því hvaða mælistiku er brugðið á loft hvort gjafirnar vekja tilfinningar ánægju eða hræðslu.Mælikvarði dagsins Nýja Framsókn er í eðli sínu fremur flokkur augnabliksins en langtímasjónarmiða. Síðustu kosningar sýndu umtalsverða spurn eftir slíkri pólitík. Í samræmi við það heimtir forsætisráðherra helminginn af því fylgi sem tapast hefur frá kosningum. Það er býsna gott þótt væntingin hafi verið meiri. Frá gagnstæðu sjónarhorni verðskuldar forsætisráðherra hrós fyrir að sætta sig við að aðgerðin skuli aðeins vera þriðjungur af því sem lofað var fyrir kosningar. Fjármálaráðherra hefur með aðhaldssamri sýn á ríkisfjármál áunnið sér vaxandi traust og virkað sem kjölfesta samstarfsins. Í því ljósi munu margir réttilega þakka honum að loforðið var skorið niður um tvo þriðju. Á móti kemur að aðgerðin víkur eigi að síður af vegi hófsemi í ríkisfjármálum og frá framtíðarmarkmiðum í peningamálum. Tap Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnun Morgunblaðsins gæti skýrst af því að fylgjendur hans kalli eftir ríkari ábyrgð en felst í þessum ráðstöfunum. Líklega liggur orsökin þó fremur í hinu sem nú er orðið ljóst að ætlunin er að svíkja loforðið um þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Stjórnarandstaðan er í þeirri klípu að jákvæðu áhrifin á bókhald einstakra heimila koma fyrst en neikvæðu áhrifin á þjóðarhag koma síðar. Sagan kennir að stjórnarandstaða þarf ekki að andæfa aðgerðum til þess að hagnast sjálfkrafa á neikvæðu áhrifum þeirra þegar þau birtast. Þrátt fyrir það er snúið að stíga ölduna í miklum veltingi milli lang- og skammtímasjónarmiða. Engu er líkara en stjórnarandstaðan viti ekki enn hvort hún eigi að fleyta kerlingar í umræðunni eða ögra strax kenningu danska hagfræðingsins.Mælikvarði morgundagsins Í ágúst skipaði fjármálaráðherra efnahagsráð til að rýna hina flóknari Þjóðhagsmælikvarða og leggja á ráðin um skynsamlega nýtingu fjármuna. Álit þess hefur ekki verið birt. Það hlýtur þó að vera til. Hér er ekki verið að gera því skóna að það sé neikvætt; það á bara ekki að fara leynt. Helsta réttlæting félagsmálaráðherra er sú að aðgerðirnar auki neyslu. Svigrúm til launahækkana þrengist að sama skapi; ella er hætta á minni afgangi af utanríkisviðskiptum. Það þrengir aftur möguleikana á afnámi hafta. Leiði þetta til verðbólgu étur hún ávinning heimilanna upp. Þessi atriði er að vísu ekki alveg einfalt að mæla fyrirfram. Á endanum sker reynslan ein úr. En hún hefur sýnt að óraunsæi ræður æði oft mati á áhrifum ákvarðana af þessum toga. Það sem helst orkar tvímælis er þó valið um ráðstöfun skatttekna. Að hluta til er verið að gefa eftir skatttekjur. Það takmarkar sjálfkrafa framlög til annarra verkefna eða skattalækkana til að örva verðmætasköpun. Ný skattheimta sem gefur miklar tekjur er svo nýtt í annað en að létta á skuldum ríkissjóðs. Vaxtagreiðslur af þeim halda þar af leiðandi áfram að vera Þrándur í Götu viðreisnar sjúkrahúsa og skóla að óþörfu. Veikleikinn felst í því að kaupa stundarvinsældir á kostnað framtíðarhagsmuna er lúta að sköpun verðmæta, velferð og menntun. Þegar lesið er á slíka hagræna og siðferðilega mælikvarða til lengri tíma vandast vörnin hjá ríkisstjórninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun
„Ég hræðist Grikki, einnig þegar þeir færa oss gjafir.“ Þetta segir Virgill í Eneasarkviðu. Viðlíka tilfinningar hafa ekki vaknað í kjölfar gjafa ríkisstjórnarinnar til þeirra sem skulda íbúðarlán. Gjafir geta vakið ólík tilfinningaleg viðbrögð fyrir þá sök að menn horfa ýmist skammt eða langt fram á veginn þegar þær eru metnar til verðs. Hagfræðingur hjá Danske Bank sagði nýlega í tilefni af skuldaniðurgreiðsluáformunum að íslenskir stjórnmálamenn stjórnuðust alfarið af skammtímasjónarmiðum. Sami maður varð þjóðardýrlingur hér um hríð eftir hrun fyrir þá sök að menn uppgötvuðu að hann hafði fyrir hrun hræðst það sem þá var í gangi meðan við vorum óttalaus og skopuðumst að þeim sem voru hræddir. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar hafa áhrif á þremur sviðum: Í fyrsta lagi virka þær beint á bókhald margra heimila. Auðvelt verður að mæla þau áhrif og þau verða jákvæð í fyrstu. Frá þessu afmarkaða sjónarhorni er fátt að óttast. Í öðru lagi eru þær af þeirri stærðargráðu að hafa áhrif á reikninga þjóðarbúsins. Það mælist á lengri tíma og er ekki auðrekjanlegt en gæti haft öfug áhrif á hag heimilanna þegar fram í sækir. Þetta víða sjónarhorn gefur því tilefni til nokkurrar hræðslu. Þannig hefur skuldatryggingaálag Íslands þegar hækkað. Í þriðja lagi mæla skoðanakannanir áhrifin á pólitíkina. Þau eru strax komin fram. Það ræðst síðan af því hvaða mælistiku er brugðið á loft hvort gjafirnar vekja tilfinningar ánægju eða hræðslu.Mælikvarði dagsins Nýja Framsókn er í eðli sínu fremur flokkur augnabliksins en langtímasjónarmiða. Síðustu kosningar sýndu umtalsverða spurn eftir slíkri pólitík. Í samræmi við það heimtir forsætisráðherra helminginn af því fylgi sem tapast hefur frá kosningum. Það er býsna gott þótt væntingin hafi verið meiri. Frá gagnstæðu sjónarhorni verðskuldar forsætisráðherra hrós fyrir að sætta sig við að aðgerðin skuli aðeins vera þriðjungur af því sem lofað var fyrir kosningar. Fjármálaráðherra hefur með aðhaldssamri sýn á ríkisfjármál áunnið sér vaxandi traust og virkað sem kjölfesta samstarfsins. Í því ljósi munu margir réttilega þakka honum að loforðið var skorið niður um tvo þriðju. Á móti kemur að aðgerðin víkur eigi að síður af vegi hófsemi í ríkisfjármálum og frá framtíðarmarkmiðum í peningamálum. Tap Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnun Morgunblaðsins gæti skýrst af því að fylgjendur hans kalli eftir ríkari ábyrgð en felst í þessum ráðstöfunum. Líklega liggur orsökin þó fremur í hinu sem nú er orðið ljóst að ætlunin er að svíkja loforðið um þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Stjórnarandstaðan er í þeirri klípu að jákvæðu áhrifin á bókhald einstakra heimila koma fyrst en neikvæðu áhrifin á þjóðarhag koma síðar. Sagan kennir að stjórnarandstaða þarf ekki að andæfa aðgerðum til þess að hagnast sjálfkrafa á neikvæðu áhrifum þeirra þegar þau birtast. Þrátt fyrir það er snúið að stíga ölduna í miklum veltingi milli lang- og skammtímasjónarmiða. Engu er líkara en stjórnarandstaðan viti ekki enn hvort hún eigi að fleyta kerlingar í umræðunni eða ögra strax kenningu danska hagfræðingsins.Mælikvarði morgundagsins Í ágúst skipaði fjármálaráðherra efnahagsráð til að rýna hina flóknari Þjóðhagsmælikvarða og leggja á ráðin um skynsamlega nýtingu fjármuna. Álit þess hefur ekki verið birt. Það hlýtur þó að vera til. Hér er ekki verið að gera því skóna að það sé neikvætt; það á bara ekki að fara leynt. Helsta réttlæting félagsmálaráðherra er sú að aðgerðirnar auki neyslu. Svigrúm til launahækkana þrengist að sama skapi; ella er hætta á minni afgangi af utanríkisviðskiptum. Það þrengir aftur möguleikana á afnámi hafta. Leiði þetta til verðbólgu étur hún ávinning heimilanna upp. Þessi atriði er að vísu ekki alveg einfalt að mæla fyrirfram. Á endanum sker reynslan ein úr. En hún hefur sýnt að óraunsæi ræður æði oft mati á áhrifum ákvarðana af þessum toga. Það sem helst orkar tvímælis er þó valið um ráðstöfun skatttekna. Að hluta til er verið að gefa eftir skatttekjur. Það takmarkar sjálfkrafa framlög til annarra verkefna eða skattalækkana til að örva verðmætasköpun. Ný skattheimta sem gefur miklar tekjur er svo nýtt í annað en að létta á skuldum ríkissjóðs. Vaxtagreiðslur af þeim halda þar af leiðandi áfram að vera Þrándur í Götu viðreisnar sjúkrahúsa og skóla að óþörfu. Veikleikinn felst í því að kaupa stundarvinsældir á kostnað framtíðarhagsmuna er lúta að sköpun verðmæta, velferð og menntun. Þegar lesið er á slíka hagræna og siðferðilega mælikvarða til lengri tíma vandast vörnin hjá ríkisstjórninni.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun