Handbolti

Strandgatan vettvangur deildarbikarkeppninnar enn á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
FH vann deildarbikarinn á síðasta tímabili.fréttablaðið/stefán
FH vann deildarbikarinn á síðasta tímabili.fréttablaðið/stefán
Úrslitin ráðast í Flugfélags Íslands-deildarbikarkeppninni um helgina en undanúrslitin í bæði karla- og kvennaflokki fara fram í dag. Úrslitaleikirnir verða svo háðir á morgun en allir leikirnir fara fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.

Fjögur efstu liðin í Olísdeildum karla og kvenna fyrir vetrarfrí öðlast þátttökurétt í keppninni sem hefur verið haldin um mitt keppnistímabil síðan 2007. Fyrstu tvö árin voru leikirnir spilaðir í Laugardalshöllinni en í Strandgötuni síðan 2009.

Karlalið FH og kvennalið Fram eru ríkjandi deildarbikarmeistarar en Framkonur náðu ekki að vinna sér inn þátttökurétt í keppninni þetta árið.

Leikið verður linnulaust frá klukkan 16.00 og langt fram á kvöld en Vísir verður með beinar texta- og tölfræðilýsingar frá þeim öllum, sem og úrslitaleikjunum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×