Rangsannindi Guðmundur Andri Thorsson skrifar 16. desember 2013 06:00 Vigdís Hauksdóttir notaði orðið „rangsannindi“ í umræðum á Alþingi um daginn. Væntanlega hefur slegið saman hjá henni saman orðunum „ósannindi“ og „rangfærslur“ og hún mismælt sig svona skemmtilega, eins og vill henda hjá fólki í líflegum tjáskiptum. Þetta er vissulega argasta þversögn – hvernig geta sannindi verið röng? En samt sem áður – eða kannski einmitt þess vegna – finnst manni þetta skringilega orð einmitt tjá vel ástandið um þessar mundir.Rangsannindi I Mjólkursamsalan notar írskt smjör í alíslenska framleiðslu sína. Höfuðforsenda þess að okkur neytendum er gert að kaupa íslenskar mjólkurvörur er raunar sú meinta hætta sem sögð er stafa af innfluttum landbúnaðarafurðum. Okkur er talin trú um að í húfi sé heill og hamingja íslensku kýrinnar og allir hennar margbrotnu magar – og gott ef við fáum ekki öll hreinlega gin- og klaufaveiki ef við leggjum okkur útlenskan mat til munns. Spornað er við þessari vá með ofurtollum, væntanlega samkvæmt þeirri frumlegu hugmynd að sýkingarhættan fari minnkandi með hækkandi verði. Sýkingarhættan virðist einnig bundin við vörumerkið. Hún hverfur ef varningurinn er merktur MS eða íslensku kjúklingabúi, en eins og kunnugt er hafa útlenskir kjúklingar verið hér á boðstólum sem íslenskir væru. „Bara ef lúsin íslensk er / er þér bitið sómi“, orti Hannes Hafstein. Rangsannindi kynni annar að segja: sú staðreynd að sjúkdómavarnir eru nauðsynlegar er notuð til að draga taum innlendra matvælaframleiðenda sem ekki hafa síður orðið uppvísir að því að bjóða upp á sýkta vöru og fara illa með sitt búfé. Talsmaður íslensks landbúnaðar, Guðni Ágústsson, svaraði fyrir þessi mál í fréttum ríkisútvarpsins og var að vanda ljóðrænn og skemmtilegur: „Við elskum íslenska smjörið, það er gult…“ sagði hann og þar með var málið útrætt. Sjálfur verð ég að gera þá játningu að ég elska íslenskt smjör ekki baun – hata það ekki heldur – á ekki í neins konar tilfinningalegu sambandi við það en vildi gjarnan fá að kaupa svolítið ódýrari mat en gefst hér í landi einokunarrisanna sem mata mig daglega á rangsannindum.Rangsannindi 2 IPA-málið hans Gunnars Braga er af svipuðum toga. Þar er allt svo öfugsnúið að það hvarflar að manni að lesa skammstöfunina afturábak. Þetta eru styrkir Evrópusambandsins til ríkja sem eru í aðildarviðræðum við sambandið, til að hjálpa ríkjunum við að innleiða kostnaðarsamar umbætur á þjóðþrifasviðum á borð við matvælaeftirlit, náttúrufarsrannsóknir, menntamál og fleira, þar sem ESB heldur uppi merkinu og er til marks um margvíslegan ávinning sem myndi verða af aðild. Þeir sem andvígir eru fullri aðild að ESB, en vilja hornrekur vera, í svokölluðu EES-samstarfi, hafa nú fengið því framgengt, að aðildarviðræðum sem stóðu í tíð síðustu ríkisstjórnar hefur verið hætt. Samninganefndin íslenska hefur verið leyst upp, og þeim samningamönnum evrópskum sem haft hafa fyrir því að setja sig inn í íslensk sérmál gert ljóst að Íslendingar líti til annarra átta. Sjálfur notaði Gunnar Bragi margsinnis þau orð um IPA-styrkina, að þeir væri glerperlur og eldvatn, og sótti þá líkingu til Ögmundar Jónassonar, þar sem hann reis lægst í sínum málflutningi; með öðrum orðum, einskis nýtt glingur til þess að slá ryki í augun á ölóðum náttúrubörnum. Þegar ný ríkisstjórn Íslands hefur margítrekað að þessum aðildarviðræðum sé hætt og að ekki sé ætlunin að standa við kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna, eru eðlileg viðbrögð hjá ESB að draga til baka þessa IPA-styrki svo að hægt sé að nota féð þar sem þess er þörf, í samræmi við góða stjórnsýslu. Þá bregður svo við að glerperlurnar og eldvatnið er orðið að brýnum nauðsynjum og Gunnar Bragi lætur eins og hafið sé nýtt Icesave-mál þar sem Íslendingar séu enn sviknir, forsmáðir og sniðgengnir af óvinaríkjum. Hann heldur því fram að þó að aðildarviðræðum hafi verið hætt og samninganefndin leyst upp þá séu Íslendingar enn í formlegu umsóknarferli og þeim beri því að fá péééninginn. Rangsannindi.Rangsannindi 3 Fjárlaganefnd barst á dögunum minnisblað frá Fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þar segir í byrjun að fjármála- og efnahagsráðherra fari þess á leit „fyrir hönd ríkisstjórnarinnar“ að við 2. umræðu fjárlaga verði gerðar tilteknar breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Þar segir í lið 09: „Hámarksbarnabætur lækki um 3% vegna forgangsröðunar fjármuna til heilbrigðismála“ og í næsta lið fyrir neðan eru sambærileg tilmæli frá ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar um 7% lækkun vaxtabóta. Í kjölfarið talaði téð Vigdís Hauksdóttir í fjölmiðlum um yfirvofandi lækkun barnabóta, sagði að vinstri menn vildu gera fólk háð bótum og vitnaði í Margréti Thatcher um að sósíalismi væri að eyða peningum annarra. Þessi áform vöktu mikinn úlfaþyt, svo sem vænta má. En þegar Helgi Hjörvar spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra út í þetta brást hann ókvæða við – sagði þetta tilhæfulausar getgátur og ekki stæði til að lækka barnabæturnar. Af bréfi fjármálaráðuneytisins má hins vegar ráða að ríkisstjórnin hugðist lækka barnabætur og Sigmundur Davíð sagði ósatt þegar hann neitaði því í svari sínu til Alþingis að það hefði staðið til. Eða fór að minnsta kosti með rangsannindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun
Vigdís Hauksdóttir notaði orðið „rangsannindi“ í umræðum á Alþingi um daginn. Væntanlega hefur slegið saman hjá henni saman orðunum „ósannindi“ og „rangfærslur“ og hún mismælt sig svona skemmtilega, eins og vill henda hjá fólki í líflegum tjáskiptum. Þetta er vissulega argasta þversögn – hvernig geta sannindi verið röng? En samt sem áður – eða kannski einmitt þess vegna – finnst manni þetta skringilega orð einmitt tjá vel ástandið um þessar mundir.Rangsannindi I Mjólkursamsalan notar írskt smjör í alíslenska framleiðslu sína. Höfuðforsenda þess að okkur neytendum er gert að kaupa íslenskar mjólkurvörur er raunar sú meinta hætta sem sögð er stafa af innfluttum landbúnaðarafurðum. Okkur er talin trú um að í húfi sé heill og hamingja íslensku kýrinnar og allir hennar margbrotnu magar – og gott ef við fáum ekki öll hreinlega gin- og klaufaveiki ef við leggjum okkur útlenskan mat til munns. Spornað er við þessari vá með ofurtollum, væntanlega samkvæmt þeirri frumlegu hugmynd að sýkingarhættan fari minnkandi með hækkandi verði. Sýkingarhættan virðist einnig bundin við vörumerkið. Hún hverfur ef varningurinn er merktur MS eða íslensku kjúklingabúi, en eins og kunnugt er hafa útlenskir kjúklingar verið hér á boðstólum sem íslenskir væru. „Bara ef lúsin íslensk er / er þér bitið sómi“, orti Hannes Hafstein. Rangsannindi kynni annar að segja: sú staðreynd að sjúkdómavarnir eru nauðsynlegar er notuð til að draga taum innlendra matvælaframleiðenda sem ekki hafa síður orðið uppvísir að því að bjóða upp á sýkta vöru og fara illa með sitt búfé. Talsmaður íslensks landbúnaðar, Guðni Ágústsson, svaraði fyrir þessi mál í fréttum ríkisútvarpsins og var að vanda ljóðrænn og skemmtilegur: „Við elskum íslenska smjörið, það er gult…“ sagði hann og þar með var málið útrætt. Sjálfur verð ég að gera þá játningu að ég elska íslenskt smjör ekki baun – hata það ekki heldur – á ekki í neins konar tilfinningalegu sambandi við það en vildi gjarnan fá að kaupa svolítið ódýrari mat en gefst hér í landi einokunarrisanna sem mata mig daglega á rangsannindum.Rangsannindi 2 IPA-málið hans Gunnars Braga er af svipuðum toga. Þar er allt svo öfugsnúið að það hvarflar að manni að lesa skammstöfunina afturábak. Þetta eru styrkir Evrópusambandsins til ríkja sem eru í aðildarviðræðum við sambandið, til að hjálpa ríkjunum við að innleiða kostnaðarsamar umbætur á þjóðþrifasviðum á borð við matvælaeftirlit, náttúrufarsrannsóknir, menntamál og fleira, þar sem ESB heldur uppi merkinu og er til marks um margvíslegan ávinning sem myndi verða af aðild. Þeir sem andvígir eru fullri aðild að ESB, en vilja hornrekur vera, í svokölluðu EES-samstarfi, hafa nú fengið því framgengt, að aðildarviðræðum sem stóðu í tíð síðustu ríkisstjórnar hefur verið hætt. Samninganefndin íslenska hefur verið leyst upp, og þeim samningamönnum evrópskum sem haft hafa fyrir því að setja sig inn í íslensk sérmál gert ljóst að Íslendingar líti til annarra átta. Sjálfur notaði Gunnar Bragi margsinnis þau orð um IPA-styrkina, að þeir væri glerperlur og eldvatn, og sótti þá líkingu til Ögmundar Jónassonar, þar sem hann reis lægst í sínum málflutningi; með öðrum orðum, einskis nýtt glingur til þess að slá ryki í augun á ölóðum náttúrubörnum. Þegar ný ríkisstjórn Íslands hefur margítrekað að þessum aðildarviðræðum sé hætt og að ekki sé ætlunin að standa við kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna, eru eðlileg viðbrögð hjá ESB að draga til baka þessa IPA-styrki svo að hægt sé að nota féð þar sem þess er þörf, í samræmi við góða stjórnsýslu. Þá bregður svo við að glerperlurnar og eldvatnið er orðið að brýnum nauðsynjum og Gunnar Bragi lætur eins og hafið sé nýtt Icesave-mál þar sem Íslendingar séu enn sviknir, forsmáðir og sniðgengnir af óvinaríkjum. Hann heldur því fram að þó að aðildarviðræðum hafi verið hætt og samninganefndin leyst upp þá séu Íslendingar enn í formlegu umsóknarferli og þeim beri því að fá péééninginn. Rangsannindi.Rangsannindi 3 Fjárlaganefnd barst á dögunum minnisblað frá Fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þar segir í byrjun að fjármála- og efnahagsráðherra fari þess á leit „fyrir hönd ríkisstjórnarinnar“ að við 2. umræðu fjárlaga verði gerðar tilteknar breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Þar segir í lið 09: „Hámarksbarnabætur lækki um 3% vegna forgangsröðunar fjármuna til heilbrigðismála“ og í næsta lið fyrir neðan eru sambærileg tilmæli frá ráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar um 7% lækkun vaxtabóta. Í kjölfarið talaði téð Vigdís Hauksdóttir í fjölmiðlum um yfirvofandi lækkun barnabóta, sagði að vinstri menn vildu gera fólk háð bótum og vitnaði í Margréti Thatcher um að sósíalismi væri að eyða peningum annarra. Þessi áform vöktu mikinn úlfaþyt, svo sem vænta má. En þegar Helgi Hjörvar spurði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra út í þetta brást hann ókvæða við – sagði þetta tilhæfulausar getgátur og ekki stæði til að lækka barnabæturnar. Af bréfi fjármálaráðuneytisins má hins vegar ráða að ríkisstjórnin hugðist lækka barnabætur og Sigmundur Davíð sagði ósatt þegar hann neitaði því í svari sínu til Alþingis að það hefði staðið til. Eða fór að minnsta kosti með rangsannindi.