Býður einmana fólki heim á aðfangadag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2013 09:30 Pauline er mjög opin og elskar að hafa mikið af fólki í kringum sig. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég flutti hingað 19. desember fyrir 22 árum og það fyrsta sem ég lærði að segja var: Gleðileg jól. Ég giftist Íslendingi og hef búið hér síðan,“ segir Pauline McCarthy, skosk kona sem býður einmana fólki heim til sín á aðfangadag. „Ég hef boðið fólki heim til mín á aðfangadag í nítján ár, nema í fyrra þegar ég þurfti að fara til London. Ég byrjaði á þessu því ég vissi að það væru margir nemar sem væru einir á jólunum. Síðan varð ég formaður Félags nýrra Íslendinga og þá voru flestir þeir sem komu heim til mín á jólunum innflytjendur eða nemar. Ég flutti til Akraness fyrir sjö árum og varð sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Þá gerði ég mér grein fyrir því að það eru margir Íslendingar líka einir á jólunum. Ég hélt að allir ættu fjölskyldu sem þeir gætu leitað til. Núna er hópurinn sem kemur til mín mjög blandaður og það kemur meira að segja einn ferðamaður til mín í ár,“ segir Pauline. Mismunandi er hve margir heimsækja hana á aðfangadag en mest hafa verið sautján manns á heimilinu sem hún deilir með eiginmanni sínum og tveimur sonum, sextán og tuttugu ára. „Ég á tíu systkini og ég er vön því að hafa mikið af fólki í kringum mig. Mér finnst ekki vera jól nema húsið sé fullt af fólki. Eiginmaður minn og synir styðja mig í þessu og ég gæti þetta ekki án þeirra.“ Aðfangadagskvöld er annars frekar hefðbundið á heimilinu og Pauline segir alla velkomna í heimsókn. „Stemningin er yndisleg. Sumir eru pínulítið feimnir en þeir eru það ekki lengi því ég fíla það ekki. Við fáum okkur góðan kvöldmat en maturinn er ekki alltaf kominn á borðið klukkan sex því ég er með ADHD. Eftir matinn setjumst við í stofuna og fáum okkur eftirrétt og svo er alltaf eitthvað undir trénu. Við hjónin eigum ekki mikinn pening en sjáum til þess að allir fái litla gjöf,“ segir Pauline. Hún bendir fólki á að strætó til Akraness gangi snemma á aðfangadagsmorgun og býður fólki að gista hjá sér í svefnpokum. Þá getur hún líka séð til þess að fólk sé sótt og skilað aftur eftir hátíðarhöldin. Pauline er margt til lista lagt og rekur fyrirtækið Ísland Treasures sem framleiðir minjagripasælgæti. Þá tók hún þátt í raunveruleikaþættinum Ísland Got Talent sem fer í loftið eftir áramót. Hún er þögul sem gröfin um þá reynslu og því verða áhorfendur að bíða þangað til í janúar til að sjá hvernig henni gekk. Ísland Got Talent Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
„Ég flutti hingað 19. desember fyrir 22 árum og það fyrsta sem ég lærði að segja var: Gleðileg jól. Ég giftist Íslendingi og hef búið hér síðan,“ segir Pauline McCarthy, skosk kona sem býður einmana fólki heim til sín á aðfangadag. „Ég hef boðið fólki heim til mín á aðfangadag í nítján ár, nema í fyrra þegar ég þurfti að fara til London. Ég byrjaði á þessu því ég vissi að það væru margir nemar sem væru einir á jólunum. Síðan varð ég formaður Félags nýrra Íslendinga og þá voru flestir þeir sem komu heim til mín á jólunum innflytjendur eða nemar. Ég flutti til Akraness fyrir sjö árum og varð sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Þá gerði ég mér grein fyrir því að það eru margir Íslendingar líka einir á jólunum. Ég hélt að allir ættu fjölskyldu sem þeir gætu leitað til. Núna er hópurinn sem kemur til mín mjög blandaður og það kemur meira að segja einn ferðamaður til mín í ár,“ segir Pauline. Mismunandi er hve margir heimsækja hana á aðfangadag en mest hafa verið sautján manns á heimilinu sem hún deilir með eiginmanni sínum og tveimur sonum, sextán og tuttugu ára. „Ég á tíu systkini og ég er vön því að hafa mikið af fólki í kringum mig. Mér finnst ekki vera jól nema húsið sé fullt af fólki. Eiginmaður minn og synir styðja mig í þessu og ég gæti þetta ekki án þeirra.“ Aðfangadagskvöld er annars frekar hefðbundið á heimilinu og Pauline segir alla velkomna í heimsókn. „Stemningin er yndisleg. Sumir eru pínulítið feimnir en þeir eru það ekki lengi því ég fíla það ekki. Við fáum okkur góðan kvöldmat en maturinn er ekki alltaf kominn á borðið klukkan sex því ég er með ADHD. Eftir matinn setjumst við í stofuna og fáum okkur eftirrétt og svo er alltaf eitthvað undir trénu. Við hjónin eigum ekki mikinn pening en sjáum til þess að allir fái litla gjöf,“ segir Pauline. Hún bendir fólki á að strætó til Akraness gangi snemma á aðfangadagsmorgun og býður fólki að gista hjá sér í svefnpokum. Þá getur hún líka séð til þess að fólk sé sótt og skilað aftur eftir hátíðarhöldin. Pauline er margt til lista lagt og rekur fyrirtækið Ísland Treasures sem framleiðir minjagripasælgæti. Þá tók hún þátt í raunveruleikaþættinum Ísland Got Talent sem fer í loftið eftir áramót. Hún er þögul sem gröfin um þá reynslu og því verða áhorfendur að bíða þangað til í janúar til að sjá hvernig henni gekk.
Ísland Got Talent Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira