Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi Dagný Gísla skrifar 21. desember 2013 12:00 Lyktin af greni, kanil og mandarínum segir nefinu að jólin séu fram undan. Skemmtileg og ódýr leið til þess að heimilið ilmi hátíðlega er að búa til jólablöndu í pott sem þú hitar upp aftur og aftur og jólalegur ilmur dreifist um heimilið og vekur góðar minningar og stemningu. Einnig er hægt að setja það sem til þarf í krukku eða fallegan poka ásamt leiðbeiningum og gefa sem gjöf. Blandaðu öllu saman í lítinn pott og helltu vatni yfir svo að það fljóti yfir. Stilltu helluna á lágan hita og leyfðu blöndunni að malla og þá mun ilmurinn dreifast um heimilið. Svona blanda dugar í viku og er hægt að hita upp aftur og aftur, en muna þarf að bæta vatni í blönduna í hvert skipti.Appelsínu- og trönuberjailmur 1 appelsína, skorin í þunnar sneiðar ½ bolli af ferskum trönuberjum 3 kanilstangir 1 matskeið af heilum negulKryddaður eplailmur 1 epli, skorin í sneiðar 5 kanilstangir 2 matskeiðar af heilum negul 2 matskeiðar af nýmöluðu múskati appelsínubörkur eftir smekk Jólafréttir Mest lesið Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Lestur, hefðir, hangikjöt, rjúpur og sem minnst af jólastressi Jól Lét eins og jólin væru ekki til Jól Jólin eru drengjakórar Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól
Lyktin af greni, kanil og mandarínum segir nefinu að jólin séu fram undan. Skemmtileg og ódýr leið til þess að heimilið ilmi hátíðlega er að búa til jólablöndu í pott sem þú hitar upp aftur og aftur og jólalegur ilmur dreifist um heimilið og vekur góðar minningar og stemningu. Einnig er hægt að setja það sem til þarf í krukku eða fallegan poka ásamt leiðbeiningum og gefa sem gjöf. Blandaðu öllu saman í lítinn pott og helltu vatni yfir svo að það fljóti yfir. Stilltu helluna á lágan hita og leyfðu blöndunni að malla og þá mun ilmurinn dreifast um heimilið. Svona blanda dugar í viku og er hægt að hita upp aftur og aftur, en muna þarf að bæta vatni í blönduna í hvert skipti.Appelsínu- og trönuberjailmur 1 appelsína, skorin í þunnar sneiðar ½ bolli af ferskum trönuberjum 3 kanilstangir 1 matskeið af heilum negulKryddaður eplailmur 1 epli, skorin í sneiðar 5 kanilstangir 2 matskeiðar af heilum negul 2 matskeiðar af nýmöluðu múskati appelsínubörkur eftir smekk
Jólafréttir Mest lesið Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Engin jól án dönsku eplakökunnar Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Lestur, hefðir, hangikjöt, rjúpur og sem minnst af jólastressi Jól Lét eins og jólin væru ekki til Jól Jólin eru drengjakórar Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól