Verður þetta eina sýningin óklipptu útgáfunnar en meðal leikara eru Charlotte Gainsbourg, Stellan Skarsgard, Shia LaBeouf, Christian Slater, Jamie Bell, Uma Thurman, Willem Dafoe og Udo Kier.
Vettvangur frumsýningarinnar er í fyrrum höfuðborg þriðja ríkis Nasista og stutt frá minnisvarða um Helförina. Það gæti valdið usla ef Lars mætir því hann var bannaður á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2011 eftir að hann grínaðist með að hann væri Nasisti og að hann skildi Adolf Hitler.