Innlendir vendipunktar 2013 - Millifærslufjárlögin Pawel Bartoszek skrifar 30. desember 2013 07:00 Nýsamþykkt fjárlög eru hallalaus. Það er gott, þótt afgangurinn hefði reyndar mátt vera meiri og uppgreiðsla skulda hraðari. Margt í fjárlögunum er óvinsælt en skynsamlegt. En allt of margt er óskynsamlegt en þó vinsælt.Desemberuppbótin Flest launafólk fær desemberuppbót. Reyndar fá menn ekki meira borgað fyrir að vinna í desember. Menn fá bara meira borgað í desember. Desemberuppbótin er vegna vinnu allt árið. Þeir sem byrja að vinna á nýjum stað um mitt ár fá hálfa desemberuppbót. Hætti menn í vinnu á miðju ári er desemberuppbótin gerð upp og greidd út. Desemberuppbót er í raun eins konar skyldusparnaður vegna jólahalds. Er sniðugt að fá laun greidd með þessum ójafna hætti? Kannski. Flestir launþegar eyða meiri peningum í desember en í öðrum mánuðum og hreyfingar þeirra hafa sérstaklega beðið um að launum yrði skipt svona yfir árið. Þeirra mál. Aðeins um desemberuppbót atvinnulausra. Atvinnuleysisbætur eru tryggingarbætur vegna tekjumissis. Þær eru tekjutengdar fyrstu mánuði eftir atvinnumissinn og eru desemberuppbætur fyrri ára teknar með þegar sú tekjutenging er reiknuð. Það er auðvitað spurning hvernig haga eigi greiðslum þessara mánaðarlegu tryggingarbóta. Ein leiðin, sú rökréttasta, væri að greiða þær út jafnt í hverjum mánuði eins og var gert til 2010. Hin leiðin væri að greiða út hærri atvinnuleysisbætur út desember og þá á móti að greiða út lægri atvinnuleysisbætur hina mánuði ársins, líkt og gerist á hinum almenna vinnumarkaði. Fyrirkomulagið sem seinasta ríkisstjórn kom á var vont. Því öfugt við desemberuppbótina á almenna vinnumarkaðnum þá missa menn þessa desemberuppbót að fullu ef þeir eru ekki atvinnulausir á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember. Er markmiðið að hvetja fólk sérstaklega til að vera atvinnulaust á þessu tímabili? Þetta getur haft þýðingu. Ef einhver fær vinnu við að bera út bæklinga frá 15. nóvember missir hann þessar 51 þúsund krónur í desemberuppbót frá Vinnumálastofnum en fær enga desemberuppbót á nýja staðnum. Ef launin þar eru nálægt lágmarkslaunum mun þessi manneskja lækka í tekjum í desember við það að finna sér vinnu. Er það sanngjarnt? Það er leitt að ríkisstjórnin hafi beygt sig undir þessa vitleysu. Ef það ætti að gera þetta rétt ætti í það minnsta að greiða mönnum út desemberuppbótina ef þeir finna vinnu á miðju árinu. Það væri þá einhvers konar bónus til þeirra atvinnuleitenda sem finna vinnu. Ekki algalið. En núverandi kerfi er það.Ungviðið viðrað Sumt af því sem betur má fara hjá Fæðingarorlofssjóði má kannski laga með peningum, segir Pawel Bartoszek í grein sinni. Hins vegar sé það ekki skref í jafnréttisátt að dæla hugsunarlaust fjármagni í kerfi sem mismuni körlum.fréttablaðið/valliMömmur fá Önnur rándýr og vanhugsuð vinsældaaðgerð seinustu stjórnar fólst í hægfara lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði. Þrátt fyrir að hugmyndir um að snúa við þessum breytingum hafi verið nefndar standa lögin enn. Mér finnst rétt að hvetja ríkisstjórnina til dáða í þessum efnum. Þessum fjármunum er ekki vel varið. „Af hverju viltu ekki að fólk sé lengur með nýfæddum börnum sínum?“ gæti einhver spurt. Í fyrsta lagi kostar að borga vinnufæru fólki fyrir að vinna ekki og mér finnst ekki sérstök ástæða til að gera meira af því en gert er nú þegar. En í öðru lagi, segjum að við ætlum að setja meiri peninga í þetta, eigum við ekki að nýta þá til að hvetja fólk til að vera heima með börnum sínum og gera fólki það kleift, óháð kyni og efnahag? Eða eigum við að nota þá til að hvetja fátækar konur til að vera lengur heima og aðra til að taka fæðingarorlof síður? Fæðingarorlofssjóður hefur ekki birt neina tölfræði um töku fæðingarorlofs í nokkur ár. En samkvæmt tölum Hagstofunnar renna tvær af hverjum þremur krónum sem sjóðurinn greiðir út til kvenna. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi fær hvort foreldrið um sig þrjá mánuði og þremur má skipta á milli. Að jafnaði þýðir þetta að mamman tekur fulla sex mánuði en pabbinn að hámarki þrjá. Margir þeirra karlmanna sem ég þekki nýta sér ekki einu sinni þá þrjá mánuði sem þeim eru eyrnamerktir. Þeir taka kannski tvær vikur þegar barnið fæðist og mánuð til viðbótar í tengslum við sumarfrí. Það er óþarfi að kveða upp einhverja dóma um þessar ákvarðanir. Ef menn hafa 500-600 þúsund í mánaðartekjur er rökrétt að vilja ekki lækka sig niður í 300 þúsund í marga mánuði. Og þetta er raunin. Sú tölfræði sem til er sýnir að færri feður taka nú orlof en fyrir hrun. Að auki er vandinn svo sá að þeir karlmenn sem þó taka fæðingarorlof eru margfalt líklegri til að lenda í veseni út af því. Fæðingarorlofssjóður neitar að upplýsa um kynjahlutfall meðal þeirra sem lenda í rannsókn en ef hlutfall þeirra mála sem lenda fyrir opinberum kærunefndum er lýsandi má áætla að næstum því annar hver pabbinn geri það. Klárlega mætti eitthvað betur fara hjá Fæðingarorlofssjóði. Sumt mætti kannski laga með peningum. En það að dæla hugsunarlaust fjármagni í kerfi sem mismunar körlum er ekki skref í jafnréttisátt.Vanhugsuð LÍN-gjöf Seinasta stjórn fékk þá hugmynd að menn fengju hluta námslána felldan niður ef þeir kláruðu nám sitt á réttum tíma. (Þessar tillögur urðu reyndar ekki að lögum.) Það verður að viðurkennast að hér var í það minnsta ekki verið að setja upp beinlínis neikvæða hvata með því að gefa fólki pening fyrir að útskrifast á réttum tíma. En hins vegar er alltaf ástæða til að hafa áhyggjur af svona „af eða á“ skilyrðum. Hvað ef einhver verður ólétt? Eða veikist? Fáum við ekki endalausan lista af undantekningum? Og væri þessum peningum vel varið? Fyrir eru mjög sterkir hvatar til að klára nám á réttum tíma. Ef menn falla á önn sitja þeir uppi með stórfelldan yfirdrátt. Því fyrr sem menn klára, því fyrr komast þeir svo í betur launaða vinnu. Það þarf ekki endilega að gera þessa hvata enn sterkari. Nær væri að hækka grunnframfærsluna og slaka á kröfum um ábyrgðarmenn.Skuldarar fá Aðeins um dómsmál og réttlæti: Maður fer í búð og kaupir jarðarberjasultu. Hann veikist svakalega eftir að hafa borðað sultuna. Hann þarf að leggjast inn á spítala og er óvinnufær í nokkrar vikur. Í ljós kemur að veikindin eru rakin til saurgerla í sultunni. Hann fer í mál við sultufyrirtækið og fær umtalsverðar skaðabætur. Annar maður fer í aðra búð og kaupir annars konar sultu frá öðru fyrirtæki. Hann borðar líka sultuna en verður ekkert veikur, bara aðeins feitari. Nú fréttir hann af raunum fyrri mannsins og spyr sig: Hvers vegna á ég ekki að fá neinar bætur? Á ekki jafnt að ganga yfir alla? Þeir sem töldu gengislánin vera rangt reiknuð fóru í mál til að fá þau „leiðrétt“. Þeir náðu sínu fram. Ég get alveg haft skoðun á þeim dómum en hún breytir engu. Það er svo yndislegt með dóma í réttarríkjum að það skiptir ekki máli hvað álitsgjöfunum finnst um þá. Það er rangt að tala um leiðréttingar þegar ekkert hefur verið rangt reiknað. Verðtryggðu lánin sem tekin voru fyrir hrun hafa vissulega hækkað. En laun hafa líka hækkað. Verð hefur hækkað um 27% á fimm árum. Laun hafa hækkað um 32%. Menn eiga því að ráða betur við afborganir lána en þeir gerðu fyrir hrun. Ef menn eru ósáttir geta þeir farið í mál. Að ríkið ótilneytt ráðstafi milljörðum af skattfé til að fella niður skuldir sumra er galið.Útgerðir fá Þegar nýr fiskistofn birtist við strendur Íslands veiða menn eins og þeir geta, vitandi að það verður einhvern tímann úthlutað á grundvelli veiðireynslu. Þetta hefur nú orðið raunin með makrílinn. Það hefur verið metið að ef makrílkvótinn hefði verið boðinn upp í einu lagi gæti verðmæti hans orðið allt að 100 milljarðar króna. Norðmenn hafa olíusjóð. Við höfum engan fiskisjóð. Bara skuldugan ríkissjóð. Ég tek það fram að ég hef ekkert á móti því að útgerðarmenn eigi kvóta eða leigi hann til mjög langs tíma. Ég hef ekkert á móti því að hann gangi kaupum og sölum, sé veðsettur, færist á milli bæjarfélaga og jafnvel að vondir útlendingar geti eignast hann. Flest bendir til að fiskveiðistjórnunarkerfið okkar sé með því besta sem þekkist. En þegar ríkið ákveður að takmarka veiðar verður kvóti að verðmætri eign. Og þá eign ætti ríkið að losa sig við eftir lögmálum markaðarins, til dæmis með uppboði. Til þess þyrfti lög, lög sem seinasta stjórn hefði gjarnan mátt samþykkja, en gerði því miður ekki. Gaman væri að fá í það minnsta hluta eðlilegs markaðsverðs fyrir makrílkvótann. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar benda því miður ekki til að það muni gerast. Hagsmunaaðilarnir munu gera það sem þeir kunna best, bulla með munninum og sannfæra allt of marga um að ómögulegt sé að stunda matvælaframleiðslu á Íslandi nema hráefnið til hennar fáist niðurgreitt.Að lokum Við hægrimenn svörum gjarnan tillögum um aukin útgjöld með orðunum „peningarnir eru einfaldlega ekki til staðar“. Það er auðvitað ekki alveg rétt. Við getum alltaf sótt aðeins meiri peninga í vasa annars fólks með hærri sköttum eða, ef við aukum stöðugt fjárlagahallann, í vasa annars fólks í framtíðinni. Ég vil gera hvorugt. Af hugmyndafræðilegum ástæðum. Mér líkar við margt af hinu smáa sem ríkisstjórnin er að hugsa í ríkisfjármálum. En því miður blikna þau jákvæðu smáskref í samanburði við annað sem hún er að fara að gera. Það er oft nauðsynlegt að skera niður. Jafnvel hjá „þeim sem minnst mega sín“. Fyrir því má bera virðingu. Verra er ef gefa á öðrum, sem vel mega sín, margfalt meiri pening. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir ársins 2013 Pawel Bartoszek Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun
Nýsamþykkt fjárlög eru hallalaus. Það er gott, þótt afgangurinn hefði reyndar mátt vera meiri og uppgreiðsla skulda hraðari. Margt í fjárlögunum er óvinsælt en skynsamlegt. En allt of margt er óskynsamlegt en þó vinsælt.Desemberuppbótin Flest launafólk fær desemberuppbót. Reyndar fá menn ekki meira borgað fyrir að vinna í desember. Menn fá bara meira borgað í desember. Desemberuppbótin er vegna vinnu allt árið. Þeir sem byrja að vinna á nýjum stað um mitt ár fá hálfa desemberuppbót. Hætti menn í vinnu á miðju ári er desemberuppbótin gerð upp og greidd út. Desemberuppbót er í raun eins konar skyldusparnaður vegna jólahalds. Er sniðugt að fá laun greidd með þessum ójafna hætti? Kannski. Flestir launþegar eyða meiri peningum í desember en í öðrum mánuðum og hreyfingar þeirra hafa sérstaklega beðið um að launum yrði skipt svona yfir árið. Þeirra mál. Aðeins um desemberuppbót atvinnulausra. Atvinnuleysisbætur eru tryggingarbætur vegna tekjumissis. Þær eru tekjutengdar fyrstu mánuði eftir atvinnumissinn og eru desemberuppbætur fyrri ára teknar með þegar sú tekjutenging er reiknuð. Það er auðvitað spurning hvernig haga eigi greiðslum þessara mánaðarlegu tryggingarbóta. Ein leiðin, sú rökréttasta, væri að greiða þær út jafnt í hverjum mánuði eins og var gert til 2010. Hin leiðin væri að greiða út hærri atvinnuleysisbætur út desember og þá á móti að greiða út lægri atvinnuleysisbætur hina mánuði ársins, líkt og gerist á hinum almenna vinnumarkaði. Fyrirkomulagið sem seinasta ríkisstjórn kom á var vont. Því öfugt við desemberuppbótina á almenna vinnumarkaðnum þá missa menn þessa desemberuppbót að fullu ef þeir eru ekki atvinnulausir á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember. Er markmiðið að hvetja fólk sérstaklega til að vera atvinnulaust á þessu tímabili? Þetta getur haft þýðingu. Ef einhver fær vinnu við að bera út bæklinga frá 15. nóvember missir hann þessar 51 þúsund krónur í desemberuppbót frá Vinnumálastofnum en fær enga desemberuppbót á nýja staðnum. Ef launin þar eru nálægt lágmarkslaunum mun þessi manneskja lækka í tekjum í desember við það að finna sér vinnu. Er það sanngjarnt? Það er leitt að ríkisstjórnin hafi beygt sig undir þessa vitleysu. Ef það ætti að gera þetta rétt ætti í það minnsta að greiða mönnum út desemberuppbótina ef þeir finna vinnu á miðju árinu. Það væri þá einhvers konar bónus til þeirra atvinnuleitenda sem finna vinnu. Ekki algalið. En núverandi kerfi er það.Ungviðið viðrað Sumt af því sem betur má fara hjá Fæðingarorlofssjóði má kannski laga með peningum, segir Pawel Bartoszek í grein sinni. Hins vegar sé það ekki skref í jafnréttisátt að dæla hugsunarlaust fjármagni í kerfi sem mismuni körlum.fréttablaðið/valliMömmur fá Önnur rándýr og vanhugsuð vinsældaaðgerð seinustu stjórnar fólst í hægfara lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði. Þrátt fyrir að hugmyndir um að snúa við þessum breytingum hafi verið nefndar standa lögin enn. Mér finnst rétt að hvetja ríkisstjórnina til dáða í þessum efnum. Þessum fjármunum er ekki vel varið. „Af hverju viltu ekki að fólk sé lengur með nýfæddum börnum sínum?“ gæti einhver spurt. Í fyrsta lagi kostar að borga vinnufæru fólki fyrir að vinna ekki og mér finnst ekki sérstök ástæða til að gera meira af því en gert er nú þegar. En í öðru lagi, segjum að við ætlum að setja meiri peninga í þetta, eigum við ekki að nýta þá til að hvetja fólk til að vera heima með börnum sínum og gera fólki það kleift, óháð kyni og efnahag? Eða eigum við að nota þá til að hvetja fátækar konur til að vera lengur heima og aðra til að taka fæðingarorlof síður? Fæðingarorlofssjóður hefur ekki birt neina tölfræði um töku fæðingarorlofs í nokkur ár. En samkvæmt tölum Hagstofunnar renna tvær af hverjum þremur krónum sem sjóðurinn greiðir út til kvenna. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi fær hvort foreldrið um sig þrjá mánuði og þremur má skipta á milli. Að jafnaði þýðir þetta að mamman tekur fulla sex mánuði en pabbinn að hámarki þrjá. Margir þeirra karlmanna sem ég þekki nýta sér ekki einu sinni þá þrjá mánuði sem þeim eru eyrnamerktir. Þeir taka kannski tvær vikur þegar barnið fæðist og mánuð til viðbótar í tengslum við sumarfrí. Það er óþarfi að kveða upp einhverja dóma um þessar ákvarðanir. Ef menn hafa 500-600 þúsund í mánaðartekjur er rökrétt að vilja ekki lækka sig niður í 300 þúsund í marga mánuði. Og þetta er raunin. Sú tölfræði sem til er sýnir að færri feður taka nú orlof en fyrir hrun. Að auki er vandinn svo sá að þeir karlmenn sem þó taka fæðingarorlof eru margfalt líklegri til að lenda í veseni út af því. Fæðingarorlofssjóður neitar að upplýsa um kynjahlutfall meðal þeirra sem lenda í rannsókn en ef hlutfall þeirra mála sem lenda fyrir opinberum kærunefndum er lýsandi má áætla að næstum því annar hver pabbinn geri það. Klárlega mætti eitthvað betur fara hjá Fæðingarorlofssjóði. Sumt mætti kannski laga með peningum. En það að dæla hugsunarlaust fjármagni í kerfi sem mismunar körlum er ekki skref í jafnréttisátt.Vanhugsuð LÍN-gjöf Seinasta stjórn fékk þá hugmynd að menn fengju hluta námslána felldan niður ef þeir kláruðu nám sitt á réttum tíma. (Þessar tillögur urðu reyndar ekki að lögum.) Það verður að viðurkennast að hér var í það minnsta ekki verið að setja upp beinlínis neikvæða hvata með því að gefa fólki pening fyrir að útskrifast á réttum tíma. En hins vegar er alltaf ástæða til að hafa áhyggjur af svona „af eða á“ skilyrðum. Hvað ef einhver verður ólétt? Eða veikist? Fáum við ekki endalausan lista af undantekningum? Og væri þessum peningum vel varið? Fyrir eru mjög sterkir hvatar til að klára nám á réttum tíma. Ef menn falla á önn sitja þeir uppi með stórfelldan yfirdrátt. Því fyrr sem menn klára, því fyrr komast þeir svo í betur launaða vinnu. Það þarf ekki endilega að gera þessa hvata enn sterkari. Nær væri að hækka grunnframfærsluna og slaka á kröfum um ábyrgðarmenn.Skuldarar fá Aðeins um dómsmál og réttlæti: Maður fer í búð og kaupir jarðarberjasultu. Hann veikist svakalega eftir að hafa borðað sultuna. Hann þarf að leggjast inn á spítala og er óvinnufær í nokkrar vikur. Í ljós kemur að veikindin eru rakin til saurgerla í sultunni. Hann fer í mál við sultufyrirtækið og fær umtalsverðar skaðabætur. Annar maður fer í aðra búð og kaupir annars konar sultu frá öðru fyrirtæki. Hann borðar líka sultuna en verður ekkert veikur, bara aðeins feitari. Nú fréttir hann af raunum fyrri mannsins og spyr sig: Hvers vegna á ég ekki að fá neinar bætur? Á ekki jafnt að ganga yfir alla? Þeir sem töldu gengislánin vera rangt reiknuð fóru í mál til að fá þau „leiðrétt“. Þeir náðu sínu fram. Ég get alveg haft skoðun á þeim dómum en hún breytir engu. Það er svo yndislegt með dóma í réttarríkjum að það skiptir ekki máli hvað álitsgjöfunum finnst um þá. Það er rangt að tala um leiðréttingar þegar ekkert hefur verið rangt reiknað. Verðtryggðu lánin sem tekin voru fyrir hrun hafa vissulega hækkað. En laun hafa líka hækkað. Verð hefur hækkað um 27% á fimm árum. Laun hafa hækkað um 32%. Menn eiga því að ráða betur við afborganir lána en þeir gerðu fyrir hrun. Ef menn eru ósáttir geta þeir farið í mál. Að ríkið ótilneytt ráðstafi milljörðum af skattfé til að fella niður skuldir sumra er galið.Útgerðir fá Þegar nýr fiskistofn birtist við strendur Íslands veiða menn eins og þeir geta, vitandi að það verður einhvern tímann úthlutað á grundvelli veiðireynslu. Þetta hefur nú orðið raunin með makrílinn. Það hefur verið metið að ef makrílkvótinn hefði verið boðinn upp í einu lagi gæti verðmæti hans orðið allt að 100 milljarðar króna. Norðmenn hafa olíusjóð. Við höfum engan fiskisjóð. Bara skuldugan ríkissjóð. Ég tek það fram að ég hef ekkert á móti því að útgerðarmenn eigi kvóta eða leigi hann til mjög langs tíma. Ég hef ekkert á móti því að hann gangi kaupum og sölum, sé veðsettur, færist á milli bæjarfélaga og jafnvel að vondir útlendingar geti eignast hann. Flest bendir til að fiskveiðistjórnunarkerfið okkar sé með því besta sem þekkist. En þegar ríkið ákveður að takmarka veiðar verður kvóti að verðmætri eign. Og þá eign ætti ríkið að losa sig við eftir lögmálum markaðarins, til dæmis með uppboði. Til þess þyrfti lög, lög sem seinasta stjórn hefði gjarnan mátt samþykkja, en gerði því miður ekki. Gaman væri að fá í það minnsta hluta eðlilegs markaðsverðs fyrir makrílkvótann. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar benda því miður ekki til að það muni gerast. Hagsmunaaðilarnir munu gera það sem þeir kunna best, bulla með munninum og sannfæra allt of marga um að ómögulegt sé að stunda matvælaframleiðslu á Íslandi nema hráefnið til hennar fáist niðurgreitt.Að lokum Við hægrimenn svörum gjarnan tillögum um aukin útgjöld með orðunum „peningarnir eru einfaldlega ekki til staðar“. Það er auðvitað ekki alveg rétt. Við getum alltaf sótt aðeins meiri peninga í vasa annars fólks með hærri sköttum eða, ef við aukum stöðugt fjárlagahallann, í vasa annars fólks í framtíðinni. Ég vil gera hvorugt. Af hugmyndafræðilegum ástæðum. Mér líkar við margt af hinu smáa sem ríkisstjórnin er að hugsa í ríkisfjármálum. En því miður blikna þau jákvæðu smáskref í samanburði við annað sem hún er að fara að gera. Það er oft nauðsynlegt að skera niður. Jafnvel hjá „þeim sem minnst mega sín“. Fyrir því má bera virðingu. Verra er ef gefa á öðrum, sem vel mega sín, margfalt meiri pening.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun