Toyota og BMW smíða saman rafmagnssportbíl 25. janúar 2013 15:45 Mun víðtækara samstarf en áður hefur verið kynnt. Fyrirtækin tvö hafa nú bundist fastari böndum og hyggjast vinna saman að smíði sportbíls sem knúinn verður rafmagni. Í samningi þeirra á milli kveður á um samvinnu í þróun rafhlaða fyrir rafmagnsbíla sem unnið verður að til ársins 2020, þróun næstu kynslóðar vetnisbíla, samvinnu í smíði léttra undirvagna og smíði þessa rafmagnssportbíls. Samningnum fylgir ekki krosseignarhald á milli þessara stóru bílaframleiðanda. Fyrst fréttist af þessu samstarfi BMW og Toyota í desember 2011 en nú virðist samstarfið ætla að verða nokkuð víðtækt. Toyota og BMW hafa einnig bundist með kaupum Toyota á BMW dísilvélum. Munu 1,6 og 2,0 lítra dísilvélar frá BMW sjást í bílum Toyota á næsta ári. Samstarf fyrirtækjanna tveggja tekur einnig til fyrstu rafmagnsbíla BMW sem þýski framleiðandinn ætlar að kynna til leiks síðar á þessu ári í formi i3 borgarbílsins og ári seinna með i8 tvinnbílnum. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent
Mun víðtækara samstarf en áður hefur verið kynnt. Fyrirtækin tvö hafa nú bundist fastari böndum og hyggjast vinna saman að smíði sportbíls sem knúinn verður rafmagni. Í samningi þeirra á milli kveður á um samvinnu í þróun rafhlaða fyrir rafmagnsbíla sem unnið verður að til ársins 2020, þróun næstu kynslóðar vetnisbíla, samvinnu í smíði léttra undirvagna og smíði þessa rafmagnssportbíls. Samningnum fylgir ekki krosseignarhald á milli þessara stóru bílaframleiðanda. Fyrst fréttist af þessu samstarfi BMW og Toyota í desember 2011 en nú virðist samstarfið ætla að verða nokkuð víðtækt. Toyota og BMW hafa einnig bundist með kaupum Toyota á BMW dísilvélum. Munu 1,6 og 2,0 lítra dísilvélar frá BMW sjást í bílum Toyota á næsta ári. Samstarf fyrirtækjanna tveggja tekur einnig til fyrstu rafmagnsbíla BMW sem þýski framleiðandinn ætlar að kynna til leiks síðar á þessu ári í formi i3 borgarbílsins og ári seinna með i8 tvinnbílnum.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent