Falsað fólk Pawel Bartozek skrifar 25. janúar 2013 06:00 Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherja- og menntamálefndar Alþingis er ekki ánægður með Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar vegna ummæla hennar um hælisleitendur. Fleiri eru honum sammála. Það er gott. Nú seinast líkti forstjórinn flóttamönnum við ferðamenn í leit að fríu uppihaldi. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem forstjórinn hjólar á hálu svelli án nagladekkja. Fyrir 18 mánuðum þegar nauðsynlega þurfti að reka 17 ára og 9 mánaða gamlan Kanadamann úr landi lét forstjórinn eins og engin lagaheimild væri til að leyfa honum að vera kyrrum. Það var ekki satt. Í nóvember var forstjórinn svo í viðtali þar sem hún taldi upp mögulegar ástæður fyrir því að nokkrar erlendar mæður með ung börn hefðu látið sjá sig hér á landi. Líklegu ástæðurnar voru: þær væru fórnarlömb mansals, þær væru burðardýr eða þær vildu ríkisborgararétt fyrir ung og ófædd börn sín. Hugsum nú í smá stund hvernig það væri ef öll OKKAR ferðalög væru skoðuð með sömu gleraugum. Til dæmis ef einhver í Noregi segði: „Íslendingarnir eru ólíkir, sumir eru fórnarlömb, aðrir glæpamenn." Það var líka í nóvember sem umræða spannst í kjölfar orða forstjórans um að menn væru hér að fá ríkisborgararétt á grundvelli falsaðra gagna. Og þá væri bara „ekkert hægt að gera" nema að dæma fólk fyrir skjalafals. Ekki kom fram hvort raunverulega hefði tekist að kæra og dæma marga fyrir skjalafals. Kannski þótti það aukaatriði. Augljóslega er þetta aðeins „vandamál" í tilfelli barna, og ef til vill maka. Annars þarf nefnilega að búa á Íslandi í góð sjö ár til að eiga rétt á íslensku ríkisfangi. Ef einhver býr á Íslandi í sjö ár þá er hann líklegast nokkuð ekta manneskja, sama hvað fæðingarvottorðinu líður. Og varðandi börnin: Hvað með það þótt barn fái ríkisborgararétt án þess að „verðskulda það"? Íslendingar með fyrirvara Það er til lítils að reiðast orðum embættismanna ef menn gera svo nákvæmlega ekkert til að breyta þeim lögum sem þeir vinna eftir og ætla jafnvel að festa ýtrustu lagabreytingarkröfur þeirra í stjórnarskrá. Nú hefur allsherjar- og menntamálanefnd, þar sem Björgvin G. er formaður, afgreitt frumvarpið til stjórnskipunarlaga og lagt til þá breytingu (bæði á gildandi stjórnarskrá og frumvarpi stjórnlagaráðs) að heimilt verði að svipta „útlendinga" íslenskum ríkisborgararétti ef hans hefur verið aflað með ólögmætum hætti. Þar með verða Íslendingar orðnir tvenns konar. Sumir alvöru, aðrir „með fyrirvara". Ef breyta á stjórnarskrá þarf að hugsa það vel. Ekkert hefur komið fram sem kallar á að ríkinu sé gert auðveldara að svipta fólki ríkisfangi. Munum líka eitt: Jafnvel þótt lög eru sett með algjör undantekningartilfelli í huga er ekki vitað hvernig stjórnvöld framtíðarinnar muni túlka þau. Mun fólk verða svipt ríkisfangi fyrir að ljúga til um ökuréttindi og menntun? Maður veit aldrei hvað dyravörðunum dettur í hug. Frjálslyndari stefnu, takk. Það er hægt að reka ýmsar innflytjendastefnur. Bandaríkin ráku til dæmis mjög frjálslynda innflytjendastefnu til ársins 1875. Þá þurfti varla annað en farmiðann. Svo fóru menn að herða tökin. Fyrst bönnuðu menn kínverskar vændiskonur. Svo alla Kínverja. Svo alla sem litu út fyrir að vera Kínverjar. Nú fara flest Vesturlönd eins að. Því miður. Við ættum að taka upp frjálslyndari innflytjendastefnu. En embættismennirnir gera það ekki fyrir okkur. Segjum að einhver meðalmenntaður íbúi Malí vilji flytja til Íslands því hann fílar Björk og jökla. Hann á nánast enga löglega leið að því. Eina löglega leiðin fælist í því að fá dvalarleyfi á „vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar" því ekkert annað dvalarleyfi veitir mönnum rétt til að setjast að á Íslandi til lengri tíma. Hvað á hann að gera? Það er ekki víst að allir þeir sem sæki um hæli á Íslandi séu sannarlega ofsóttir af dauðasveitum heima fyrir, en það er alveg sama. Þótt fólk sé „bara" að leita að betra lífi ætti það ekki að vera nóg til að neita að taka við því. Það er ekki eins og við séum að drepast út af því hvað við erum mörg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun V. Sköpunarsaga þjóðsögu –Guðmundarmálið skyndilega skellt á borð Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun
Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherja- og menntamálefndar Alþingis er ekki ánægður með Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar vegna ummæla hennar um hælisleitendur. Fleiri eru honum sammála. Það er gott. Nú seinast líkti forstjórinn flóttamönnum við ferðamenn í leit að fríu uppihaldi. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem forstjórinn hjólar á hálu svelli án nagladekkja. Fyrir 18 mánuðum þegar nauðsynlega þurfti að reka 17 ára og 9 mánaða gamlan Kanadamann úr landi lét forstjórinn eins og engin lagaheimild væri til að leyfa honum að vera kyrrum. Það var ekki satt. Í nóvember var forstjórinn svo í viðtali þar sem hún taldi upp mögulegar ástæður fyrir því að nokkrar erlendar mæður með ung börn hefðu látið sjá sig hér á landi. Líklegu ástæðurnar voru: þær væru fórnarlömb mansals, þær væru burðardýr eða þær vildu ríkisborgararétt fyrir ung og ófædd börn sín. Hugsum nú í smá stund hvernig það væri ef öll OKKAR ferðalög væru skoðuð með sömu gleraugum. Til dæmis ef einhver í Noregi segði: „Íslendingarnir eru ólíkir, sumir eru fórnarlömb, aðrir glæpamenn." Það var líka í nóvember sem umræða spannst í kjölfar orða forstjórans um að menn væru hér að fá ríkisborgararétt á grundvelli falsaðra gagna. Og þá væri bara „ekkert hægt að gera" nema að dæma fólk fyrir skjalafals. Ekki kom fram hvort raunverulega hefði tekist að kæra og dæma marga fyrir skjalafals. Kannski þótti það aukaatriði. Augljóslega er þetta aðeins „vandamál" í tilfelli barna, og ef til vill maka. Annars þarf nefnilega að búa á Íslandi í góð sjö ár til að eiga rétt á íslensku ríkisfangi. Ef einhver býr á Íslandi í sjö ár þá er hann líklegast nokkuð ekta manneskja, sama hvað fæðingarvottorðinu líður. Og varðandi börnin: Hvað með það þótt barn fái ríkisborgararétt án þess að „verðskulda það"? Íslendingar með fyrirvara Það er til lítils að reiðast orðum embættismanna ef menn gera svo nákvæmlega ekkert til að breyta þeim lögum sem þeir vinna eftir og ætla jafnvel að festa ýtrustu lagabreytingarkröfur þeirra í stjórnarskrá. Nú hefur allsherjar- og menntamálanefnd, þar sem Björgvin G. er formaður, afgreitt frumvarpið til stjórnskipunarlaga og lagt til þá breytingu (bæði á gildandi stjórnarskrá og frumvarpi stjórnlagaráðs) að heimilt verði að svipta „útlendinga" íslenskum ríkisborgararétti ef hans hefur verið aflað með ólögmætum hætti. Þar með verða Íslendingar orðnir tvenns konar. Sumir alvöru, aðrir „með fyrirvara". Ef breyta á stjórnarskrá þarf að hugsa það vel. Ekkert hefur komið fram sem kallar á að ríkinu sé gert auðveldara að svipta fólki ríkisfangi. Munum líka eitt: Jafnvel þótt lög eru sett með algjör undantekningartilfelli í huga er ekki vitað hvernig stjórnvöld framtíðarinnar muni túlka þau. Mun fólk verða svipt ríkisfangi fyrir að ljúga til um ökuréttindi og menntun? Maður veit aldrei hvað dyravörðunum dettur í hug. Frjálslyndari stefnu, takk. Það er hægt að reka ýmsar innflytjendastefnur. Bandaríkin ráku til dæmis mjög frjálslynda innflytjendastefnu til ársins 1875. Þá þurfti varla annað en farmiðann. Svo fóru menn að herða tökin. Fyrst bönnuðu menn kínverskar vændiskonur. Svo alla Kínverja. Svo alla sem litu út fyrir að vera Kínverjar. Nú fara flest Vesturlönd eins að. Því miður. Við ættum að taka upp frjálslyndari innflytjendastefnu. En embættismennirnir gera það ekki fyrir okkur. Segjum að einhver meðalmenntaður íbúi Malí vilji flytja til Íslands því hann fílar Björk og jökla. Hann á nánast enga löglega leið að því. Eina löglega leiðin fælist í því að fá dvalarleyfi á „vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar" því ekkert annað dvalarleyfi veitir mönnum rétt til að setjast að á Íslandi til lengri tíma. Hvað á hann að gera? Það er ekki víst að allir þeir sem sæki um hæli á Íslandi séu sannarlega ofsóttir af dauðasveitum heima fyrir, en það er alveg sama. Þótt fólk sé „bara" að leita að betra lífi ætti það ekki að vera nóg til að neita að taka við því. Það er ekki eins og við séum að drepast út af því hvað við erum mörg.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun