Ók með krafttöng í stað stýris Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2013 08:45 Krafttöng í stað stýris Þeim brá aðeins lögreglumönnunum í Ástralíu sem stöðvuðu ökumann á bíl með sprungið á tveimur dekkjum. Bíllinn var ekki skráður, ekki tryggður og hafði að auki lent í árekstri þar sem ökumaðurinn stakk af frá slysstað. Ekki var það nóg, því þá fyrst brá þeim er þeir sáu hvað var notað í stað stýris í bílnum, sem einhverra hluta vegna tilheyrði honum ekki lengur. Það var krafttöng, eða "Wisegrip-töng" eins og margir þekkja þær. Það hlýtur að vera nokkrum vandkvæðum bundið að aka bíl á þennan hátt og eflaust snúið að bragðast við erfiðum aðstæðum sem kunna að skapast. Til að toppa vitleysuna sem í gangi var þarna var ökumaðurinn ekki með ökuskírteini og var samstundis færður í eiturlyfjapróf, sem reyndist að sjálfsögðu jákvætt. Ökumaðurinn verður líklega ákærður um margt, nema helst frumleika og hugkvæmni. Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent
Þeim brá aðeins lögreglumönnunum í Ástralíu sem stöðvuðu ökumann á bíl með sprungið á tveimur dekkjum. Bíllinn var ekki skráður, ekki tryggður og hafði að auki lent í árekstri þar sem ökumaðurinn stakk af frá slysstað. Ekki var það nóg, því þá fyrst brá þeim er þeir sáu hvað var notað í stað stýris í bílnum, sem einhverra hluta vegna tilheyrði honum ekki lengur. Það var krafttöng, eða "Wisegrip-töng" eins og margir þekkja þær. Það hlýtur að vera nokkrum vandkvæðum bundið að aka bíl á þennan hátt og eflaust snúið að bragðast við erfiðum aðstæðum sem kunna að skapast. Til að toppa vitleysuna sem í gangi var þarna var ökumaðurinn ekki með ökuskírteini og var samstundis færður í eiturlyfjapróf, sem reyndist að sjálfsögðu jákvætt. Ökumaðurinn verður líklega ákærður um margt, nema helst frumleika og hugkvæmni.
Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent