Lífið

Selena mætti þunn í viðtal hjá Leno

Selena Gomez mætti í viðtal til Jay Leno daginn eftir 21 árs afmæli sitt.
Selena Gomez mætti í viðtal til Jay Leno daginn eftir 21 árs afmæli sitt. getty/nordicphotos
Selena Gomez mætti þunn í viðtal til þáttastjórnandans Jay Leno á dögunum. Stúlkan fagnaði 21 árs afmæli sínu á mánudagskvöldið og sletti ærlega úr klaufunum af því tilefni.

Leno spurði stúlkuna hversu marga drykki hún hefði fengið sér og hún svaraði um hæl: „Ég man það ekki.“ Þá spurði hann hana hvort hún væri að berjast við þynnkuna og svaraði hún því játandi.

Stúlkan ætlar þó ekki að láta mánudagsdjammið duga en hún ætlar að halda þemapartí um helgina. „Það verður afmælisveisla um helgina með sígaunaþema. Ég hlakka mikið til,“ sagði söngkonan við Jay Leno.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.