Lífið

Kryddpíur vilja endurkomu

Þær Geri Halliwell og Emma Bunton eru klárar í tónleikaferðalag með Spice Girls.
Þær Geri Halliwell og Emma Bunton eru klárar í tónleikaferðalag með Spice Girls. getty/nordicphotos
Kryddpíurnar Geri Halliwell og Emma Bunton eru klárar í annað Spice Girls „kombakk“.

Kryddpíurnar komu saman á lokahátíð Ólympíuleikanna í London í fyrra og slógu rækilega í gegn.

Aðdáandi stúlknasveitarinnar skrifaði á Twitter að hann vildi ólmur að Spice Girls héldu kveðjutónleikaröð og tóku Geri og Emma undir með aðdáandanum.

Slúðurmiðlarnir ytra töldu nokkuð líklegt að Kryddpíurnar hefðu í hyggju að halda fleiri tónleika eftir Ólympíuleikana en um leið og Victoria Beckham neitaði að taka þátt urðu þær hugmyndir að engu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.