Lífið

Beth Ditto giftir sig í Gaultier

Beth Ditto og eiginkonan glaðar í hvítu.
Beth Ditto og eiginkonan glaðar í hvítu.
Söngdívan Beth Ditto gekk í það heilaga í síðasta mánuði með unnustu sinni Kristin Ogata.



Stúlkurnar giftu sig á Hawaii í návist vina og ættingja en Beth þótti sérstaklega glæsileg í hvítum brúðarkjól úr smiðju Jean Paul Gaultier.

Ogata sem er frá Hawaii var í hvítum jakka og stuttbuxum. Það má segja að hvítt hafi verið þema brúðkaupsins en allir gestir brúkaupsins klæddust hvítu sem og að brúðhjónin báru hvít blóm um hálsinn.



Ditto sló í gegn með hljómsveitinni Gossip en hefur einnig látið til sín taka í tískuheiminum. Hún hannaði eigin fatalínu og opnaði tískusýningu Gaultier vorið 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.