Smábílarnir liggja ansi neðarlega á götunni og þykir mörgum þeir sjást illa og bjóða hættunni heim. Engin slys hafa þó þegar orðið á þessum bílum. Hætt er þó við því að þeir sjáist ansi illa úr bílum þar sem ökumenn sitja hátt, svo sem úr jepplingum og jeppum, hvað þá flutningabílum.
Síðasta æðið hjá ferðamönnum í Berlín var að kaupa sér far í Trabant bílum um borgina og sjá hana með augum íbúa hennar á tímum kommúnismans. Nú þykir það ekki eins töff eins og að leigja sér einn af þessum litlu bílum sem eru reyndar ári smart.
