Lífið

Bruce Willis ókurteis við útvarpsmann

Bruce Willis og Mary Louise Parker voru gestir í breskum útvarpsþætti þar sem þau áttu meðal annars að kynna kvikmyndina Red 2. Willis þótti sérlega ósamvinnuþýður og ókurteis við þáttastjórnandann Jamie Edwards.

„Hefur nokkur leikari sagt þér þetta áður, Jamie? Nú er ég ekki að leika, þú ert ef til vill að leika, en ég er bara að kynna myndina. Selja hana. Skemmtilegi hlutinn var að leika í henni,“ sagði Willis í viðtalinu. Þegar hann var svo spurður út ökuleikni sína í kvikmyndinni sagði hann: „Ég er að hugsa um akstur einmitt þessa stundina. Ég á erfitt með að einbeita mér að þessu viðtali. Þú ert með alveg frábærar spurningar, Jamie. Skemmtilegt spjall,“ sagði hinn geðþekki leikari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.