Körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir verður fánaberi Íslands á setningarathöfn 15. Smáþjóðaleikanna sem fram fer í Lúxemborg í kvöld.
Keppni á leikunum hefst í fyrramálið en 125 íslenskir íþróttamenn munu keppa fyrir hönd lands og þjóðar næstu daga. Leikunum verður slitið á laugardaginn þegar lokaathöfnin fer fram.
Sýnt verður beint frá setningarhátíðinni á heimasíðu keppninnar en athöfnin á Josy Barthel vellinum hefst klukkan 18.
Smellið hér til að fara á heimasíðu leikanna.
