Asim McQueen lék í kvöld sinn síðasta leik fyrir karlalið Snæfells í körfubolta er liðið lagði Stjörnuna í Garðabæ. Ryan Amoroso mun fylla skarð McQueen undir körfunni.
Amoroso er 27 ára miðherji sem lék með Snæfell leiktímabilið 2010-2011. Hann skoraði 18,8 stig og tók 9,6 fráköst að meðaltali í leik. Hann er Bandaríkjamaður með ítalskt ríkisfang og engin smásmíði, 206 cm á hæð og 115 kg.
Þá hafa Tindastólsmenn fengið keppnisleyfi fyrir tvo erlenda leikmenn. Roburt Sallie er 27 ára bakvörður, 196 cm á hæð og spilaði síðast á Spáni. Hinn heitir Tarick Johnson og verður 32 ára á árinu. Johnson er framherji og á að baki leiki með enska landsliðinu.
Amoroso aftur í Snæfell

Mest lesið


Fram einum sigri frá úrslitum
Handbolti

„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta”
Íslenski boltinn


Selfoss jafnaði metin
Handbolti

„Bara einn leikur og áfram með smjörið“
Körfubolti



„Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik”
Íslenski boltinn
