Einar Daði hætti við þátttöku á sterku móti í Tallinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2013 06:15 mynd/anton Ekkert verður af því að Einar Daði Lárusson taki þátt í fjölþrautarmóti í Tallinn um helgina en ÍR-ingurinn hafði fengið boð um að taka þátt í sjöþrautakeppni mótsins. „Við vorum búnir að plana það að fara að keppa í Tallinn en ég er það tæpur í hásininni að við ákváðum að hætta við það því við vildum ekki taka neina áhættu. Hásinarmeiðsli eru slæm en þetta er ekki svo alvarlegt eins og er. Við nennum ekki að lenda í því að þetta verði eitthvað alvarlegt því þá tekur það svo langan tíma," sagði Einar Daði. Einar Daði stimplaði sig inn í tugþrautarheiminn á síðasta ári þar sem hann bætti sig mikið og náði meðal annars bestu þraut allra Norðurlandabúa. International Combined Events Meeting er árlegt boðsmót og það er mikill heiður fyrir Einar Daða að vera boðið á svo sterkt mót. „Það þýðir ekki að hugsa til skamms tíma. Ég gæti kýlt á einhverja þraut en myndi kannski rústa á mér löppinni í leiðinni," segir Einar Daði og bætir við: „Það hefði verið hrikalega gaman að fara á þetta mót. Bæði er þetta ótrúlega sterkt mót og svo hef ég heyrt að það sé gaman að koma til Eistlands. Eistarnir kunna bæði að meta Íslendinga og fjölþrautarmenn," segir Einar Daði. Hann sér jafnframt með þessu möguleikann á því að komast á EM í Gautaborg renna frá sér en þeir sextán með besta árangurinn á innanhússtímabilinu komast þangað. „Ég hugsa að það verði ekkert núna. Ég hefði þurft að ná sjöþraut inn," segir Einar Daði. Innlendar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Ekkert verður af því að Einar Daði Lárusson taki þátt í fjölþrautarmóti í Tallinn um helgina en ÍR-ingurinn hafði fengið boð um að taka þátt í sjöþrautakeppni mótsins. „Við vorum búnir að plana það að fara að keppa í Tallinn en ég er það tæpur í hásininni að við ákváðum að hætta við það því við vildum ekki taka neina áhættu. Hásinarmeiðsli eru slæm en þetta er ekki svo alvarlegt eins og er. Við nennum ekki að lenda í því að þetta verði eitthvað alvarlegt því þá tekur það svo langan tíma," sagði Einar Daði. Einar Daði stimplaði sig inn í tugþrautarheiminn á síðasta ári þar sem hann bætti sig mikið og náði meðal annars bestu þraut allra Norðurlandabúa. International Combined Events Meeting er árlegt boðsmót og það er mikill heiður fyrir Einar Daða að vera boðið á svo sterkt mót. „Það þýðir ekki að hugsa til skamms tíma. Ég gæti kýlt á einhverja þraut en myndi kannski rústa á mér löppinni í leiðinni," segir Einar Daði og bætir við: „Það hefði verið hrikalega gaman að fara á þetta mót. Bæði er þetta ótrúlega sterkt mót og svo hef ég heyrt að það sé gaman að koma til Eistlands. Eistarnir kunna bæði að meta Íslendinga og fjölþrautarmenn," segir Einar Daði. Hann sér jafnframt með þessu möguleikann á því að komast á EM í Gautaborg renna frá sér en þeir sextán með besta árangurinn á innanhússtímabilinu komast þangað. „Ég hugsa að það verði ekkert núna. Ég hefði þurft að ná sjöþraut inn," segir Einar Daði.
Innlendar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira