Handbolti

Toppsætið undir í Safamýri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ekkert gefið eftir. Valur og Fram eru með jafnmörg stig á toppi N1-deildar kvenna. Fréttablaðið/HAG
Ekkert gefið eftir. Valur og Fram eru með jafnmörg stig á toppi N1-deildar kvenna. Fréttablaðið/HAG
Fram og Valur mætast klukkan 19.30 í kvöld í Framhúsinu í toppslag N1-deildar kvenna í handbolta. Í huga margra er leikur kvöldsins í Safamýrinni óopinber úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn.

Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Valskonur eru með betri innbyrðis stöðu eftir 33-28 sigur í fyrri leik liðanna á dögunum. Fram kemst á toppinn með sigri en þarf hins vegar sex marka sigur til þess að standa betur í innbyrðis leikjum liðanna.

Liðin hafa mæst tvisvar sinnum á einum mánuði. Fram vann 29-24 sigur í úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins í Laugardalshöllinni í lok desember en Valskonur hefndu með fimm marka sigri í deildinni fimmtán dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×