Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Snæfell 93 -102 | Eftir framlengingu Guðmundur Marinó Ingvarsson í Hellinum skrifar 14. janúar 2013 18:45 Mynd/Stefán Snæfell sigraði ÍR 102-93 í framlengdum leik í Herz hellinum í Breiðholti í kvöld. ÍR vann upp níu stiga forskot í fjórða leikhluta og tryggði sér framlengingu en Snæfell var mun sterkari í framlengingunni og hafði sigur. Leikurinn fór heldur rólega af stað en um miðbik fyrsta leikhluta hitnuðu þriggja stiga skyttur Snæfells sem lögðu grunninn að því að liðið var tíu stigum yfir 26-16 eftir einn leikhluta. Í öðrum leikhluta var komið að ÍR að efna til skot sýningar. Allt fór niður fyrstu fimm mínúturnar er liðið skoraði 22 stig og jafnaði metin í 38-38. Snæfell náði þó að síga fram úr á loka mínútum hálfleiksins á ný og var fjórum stigum yfir í hálfleik 48-44. Hraður sóknarleikur og ótrúleg hitni leikmanna vék fyrir baráttu og hörku í þriðja leikhluta enda leikurinn jafn og spennandi. ÍR náði að minnka muninn í tvö stig fyrir fjórða leikhluta en engar stórar sveiflur voru í þriðja leikhluta. Snæfell náði fljótt níu stiga forystu í fjórða leikhluta þegar liðið refsaði fyrir sofandahátt í fráköstum og tapaða bolta ÍR á miðjum vellinum. Með góðri vörn gríðarlegri baráttu og Eric Palm í miklu stuði náði ÍR að þvinga fram framlengingu en Snæfell klúðraði mörgum vítaskotum seint og leiknum og hefði aldrei átt að missa leikinn í framlengingu. Snæfell skoraði átta fyrstu stig framlengingarinnar og gerði út um leikinn þar. ÍR er enn í næst neðsta sæti deildarinnar. Snæfell lyfti sér upp í 18 stig í fyrsta til fjórða sæti þar sem liðið er ásamt Grindavík, Stjörnunni og Þór. Ólafur Torfason fór á kostum í leiknum fyrir Snæfell. Hann skoraði 25 stig en hann hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum, öllum fjórum tveggja stiga skotum sínum og báðum vítunum sem hann tók. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 18 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði 15 stig auk þess að hirða 17 fráköst. Jay Threatt skoraði einnig 15 stig en hann gaf að auki 10 stoðsendingar. Eric James Palm skoraði 35 stig fyrir ÍR auk þess að taka 5 fráköst. Hreggviður Magnússon skoraði 20 stig auk þess að hirða sex fráköst.ÍR-Snæfell 93-102 (16-26, 28-22, 19-17, 24-22, 6-15)ÍR: Eric James Palm 34/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 20/6 fráköst, D'Andre Jordan Williams 12, Sveinbjörn Claessen 9/6 fráköst, Nemanja Sovic 7, Ellert Arnarson 7, Vilhjálmur Theodór Jónsson 3/5 fráköst, Hjalti Friðriksson 1/8 fráköstSnæfell: Ólafur Torfason 25, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18/4 fráköst, Jay Threatt 15/4 fráköst/10 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 15/17 fráköst, Asim McQueen 14/12 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Sigurður Á. Þorvaldsson 5, Hafþór Ingi Gunnarsson 3/4 fráköst.Leik lokið 93-102: Snæfell hafði sigur í framlengingunni.44. mínúta 89-97: Átta stig og mínúta eftir.43. mínúta 89-95: Stolinn bolti og sniðskot. Kannski á ÍR enn möguleika.42. mínúta 87-95: Snæfell mætir af krafti í framlenginguna en ÍR virðist ekki ráða við spennuna.41. mínúta 87-90: Ólafur Torfason með þriggja stiga körfu í upphafi framlengingarinnar!Fjórða leikhluta lokið: 87-87: Palm er kominn með 34 stig en lang tveggja stiga skot hans vildi ekki niður rétt áður en loka flautið gall. Framlengt!40. mínúta 87-87: Sveinn Arnar Davíðsson klikkar á tveimur vítum. ÍR á síðustu sóknina.40. mínúta 87-87: Palm setur niður skot af stuttu færi. Hálf mínúta eftir!39. mínúta 85-87: Stolinn bolti og Palm setur niður tvö víti. Fimm víti niður á örfáum sekúndum hjá honum og aðeins munar tveimur stigum.39. mínúta 83-87: Asim McQueen fékk sína fimmtu villu en það er í lagi fyrir Snæfell því Ólafur Torfason kemur aftur inn á.37. mínúta 78-85: Ólafur Torfason svell kaldur á línunni. D´Andre Williams með fimmtu villu sínu í brotinu sem kom Ólafi á línuna.37. mínúta 78-83: Hreggviður með þriggja stiga körfu.36. mínúta75-83: Snæfell með gott forskot sem gæti þó verið fljótt að fara ef ÍR hitnar á ný.35. mínúta 73-82: Palm með þrist fyrir ÍR en Ólafur Torfason svarar enn og aftur. Ólafur kominn í 18 stig en Palm 25.34. mínúta 70-79: Magnaður sprettur hjá Snæfelli og munurinn kominn upp í níu stig. Barátta og dugnaður að skila þessu hjá gestunum.33. mínúta 68-73: Höfum þá tíu hjá Snæfelli, Ólafur Torfason er sjóðandi heitur fyrir utan í þessum leik.33. mínúta68-70: Enn og aftur þristur, liðin komin með 9 þrista hvort.31. mínúta 65-70: Pálmi með ljótt þriggja stiga skot beint ofan í. Magnað að sjá.Þriðja leikhluta lokið 63-65: Rafmögnuð spenna í Herz hellinum. Þriðji leikhluti einkenndist af mikilli baráttu og það má eiga von á því sama í þeim fjórða.29. mínúta 61-63: ÍR minnkar þetta í tvö stig.28. mínúta 58-63: Ólafur Torfason með þriðju þriggja stiga körfuna sína í leiknum en Hreggviður svarar að bragði með sniðskoti eftir að hafa tekið sóknarfrákast.27. mínúta56-60: Fjögurra stiga munur, þannig hefur þetta haldist sá sami allan leikhlutann.25. mínúta 52-57: Snæfell er skrefinu á undan en það er þó nokkur harka í leiknum þessa stundina sem dómararnir leyfa.24. mínúta 49-55: Svo Snæfell, Pálmi galopinn.23. mínúta 49-50: Þristarnir byrjaðir að detta í seinni hálfleik, fyrst ÍR.22. mínúta46-50: Menn mistækir í upphafi seinni hálfleiks.Hálfleikur: Asim McQueen skoraði 10 stig fyrir Snæfell auk þess að hirða 5 fráköst. Ólafur Torfason skoraði 7 stig.Hálfleikur: Eric Palm er stigahæstur hjá ÍR með 18 stig. Hreggviður Magnússon skoraði 11 stig.Hálfleikur 44-48: Liðin skiptust á að efna til skot sýningar hér í fyrri hálfleik og ljóst að hvað sem er getur gerst í þessum leik.19. mínúta42-46: Hörkuspennandi og hraður leikur. Frábært á að horfa.18. mínúta 38-42: Boltinn er hættur að vilja ofan í hjá ÍR og Snæfell gengur á lagið.16. mínúta 38-38: Hvað haldið þið, ÍR er búið að vinna tíu stiga forystu Snæfells upp með mögnuðum sóknarleik og afburða hitni. 22 stig á fimm mínútum.15. mínúta 33-36: Hreggviður með tvo rándýra þrista í röð. Game on.14. mínúta 27-36: Um leið og ÍR kemst inn í leikinn hætta þeir að boxa út og sóknarfráköst Snæfells skila stigum.13. mínúta 27-32: Palm að skjóta ÍR inn í leikinn á ný.12. mínúta 24-32: Ingi Þór þjálfari Snæfells er ekki ánægður með varnarleikinn í upphafi annars leikhluta og tekur leikhlé. ÍR skoraði átta stig gegn sex á tveimur mínútum.12. mínúta 21-29: Eric Palm kominn í ellefu stig fyrir ÍR eftir að hafa sett niður körfu og víti að auki.11. mínúta 18-29: Annar leikhluti fer fjörlega af stað.Fyrsta leikhluta lokið 16-26: Eftir stigalausar 2 og hálfa mínútu skoraði Snæfell fimm síðustu stig leikhlutans og eru tíu stigum yfir.8. mínúta 16-21: Jón Arnar tók leikhlé og ÍR svarar með 4-0 spretti á innan við mínútu.7. mínúta12-21: Og þeir halda áfram að detta enda öll skotin galopin. ÍR varðist í andartak en svo tóku sig upp gamlar syndir og þá er ekki að sökum að spyrja.6. mínúta10-15: Þriggja stiga skotin farin að detta hjá Snæfelli.5. mínúta 6-6: Lítið skorað hér í upphafi.3. mínúta 6-2: ÍR er að verjast vel hér í upphafi. Eitthvað sem liðið hefur ekki vanið sig á í vetur en batnandi mönnum er best að lifa.2. mínúta 2-2: Liðin eru ekki mikið í því að brenna net hér í upphafi.1. mínúta 0-2: Tvö sóknarfráköst í fyrstu sókn Snæfells.Fyrir leik: Björn Kristjánsson leikur sinn fyrsta leik með ÍR en hann er ný kominn frá Stjörnunni.Fyrir leik: Snæfell hefur tapað tveimur af fjórum síðustu leikjum sínum en liðið vann Njarðvík með 34 stiga mun í síðustu umferð.Fyrir leik: ÍR hefur tapað þremur leikjum í röð í deildinni en liðið sótti síðast sigur á Ísafirði 29. nóvember.Fyrir leik: Snæfell vann fyrri leik liðanna í Stykkishólmi 96-77.Fyrir leik: Hér mætast lið sem hafa átt ólíku gengi að fagna. Snæfell er í fjórða sæti með 16 stig, tveimur stigum frá toppnum. ÍR er í næst neðsta sæti með 6 stig. Ingi Þór: Ætluðum ekki að henda frá okkur vel unnu verki„Við vorum aldrei undir í þessum leik og vorum oft á tíðum að leika varnarleikinn full kæruleysislega. Við fengum of mikið af stigum á okkur en ég er mjög sáttur við eljuna í mannskapnum," sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells í leikslok. „Lykilmenn voru ekki að spila sinn besta leik og þá kemur Ólafur Halldór (Torfason) og stígur upp, þetta er annað skiptið sem hann gerir það. Við erum með gott lið og við eigum fleiri stráka sem eiga eftir að sýna sig. „Við vorum einbeitingarlausir á línunni og þeir fengu það sem fylgir oft pressunni og við vorum ekki nógu miklir töffarar til að klára þá í venjulegum leiktíma en við vorum því líkir gangsterar þegar framlengingin byrjaði og við ætluðum ekki að henda frá okkur vel unni verki. „Liðið sem nær framlengingunni er oftast beittara en við vorum einu skrefi á undan þeim mest allan leikinn en við tókum þarna fjögur fimm skref fram úr þeim og ég er mjög ánægður með vinnusemina í framlengingunni. „Þetta er gott ÍR lið með flotta leikmenn. Þeir voru að hitta mjög vel hér á heimavelli og ég er mjög ánægður með að koma hingað og vinna. Við töpuðum hér í fyrra. Við vorum staðráðnir í að vinna og baráttan er þannig að þú ert kominn í fimmta sæti með tapi og getur farið í fyrsta sæti með að vinna og við ætlum að taka þátt í þessu," sagði Ingi Þór. Sveinbjörn: Við þurfum að fara að gera eitthvað í þessu„Þeir voru hungraðari í framlengingunni og skoruðu átta fyrstu stigin og settu tóninn. Við náðum ekki að brúa það bil og náðum ekki aftur svona frábærum tveimur mínútum eins og í lok leiksins," sagði Sveinbjörn Claessen leikmaður ÍR eftir leikinn. „Þetta er fúlt, alveg hundfúlt en við tökum það út úr leiknum að við erum að spila betur og lengur. „Snæfell er með lang besta leikmann deildarinnar hingað til og hann reið ekki feitum hesti frá þessum leik, Nonni Mæju. Eitthvað vorum við að gera rétt en aftur á móti stigu aðrir upp hjá þeim á móti eins og Óli Torfa. Það er glórulaust og ekkert annað. „Það er einkenni góðra liða að þegar einn dettur út þá stígur annar upp og það gerði það hjá þeim. Við gerðum það líka en það dugði ekki til. „Þetta er að gerast aftur og aftur hjá okkur að tapa í framlengingu og í lok leikja. Við verðum að fara að klára þessa leiki. Þetta er þriðji eða fjórði leikurinn sem við töpum í framlengingu í vetur. Tíundi leikurinn sem við töpum með innan við tíu stigum. Við þurfum að fara að gera eitthvað í þessu, það þýðir ekki að vera að tala um þetta. Við erum í fallsæti „Taflan lýgur ekki. Við erum ekki að spila betur en þetta en aftur á móti er stígandi í þessu. Við áttum 25 góðar mínútur í síðasta leik og 30 til 35 í dag. Við erum komnir með hörku góðan leikmann í D´Andre og Hreggviður var ótrúlega flottur í kvöld. Hjalti líka, varnarmegin alla vega. Það eru bjartir punktar í þessu og við tökum það út úr þessu," sagði Sveinbjörn fullur af baráttuhug og langt frá því að vera farinn að gefast upp þrátt fyrir erfiða stöðu ÍR. Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Snæfell sigraði ÍR 102-93 í framlengdum leik í Herz hellinum í Breiðholti í kvöld. ÍR vann upp níu stiga forskot í fjórða leikhluta og tryggði sér framlengingu en Snæfell var mun sterkari í framlengingunni og hafði sigur. Leikurinn fór heldur rólega af stað en um miðbik fyrsta leikhluta hitnuðu þriggja stiga skyttur Snæfells sem lögðu grunninn að því að liðið var tíu stigum yfir 26-16 eftir einn leikhluta. Í öðrum leikhluta var komið að ÍR að efna til skot sýningar. Allt fór niður fyrstu fimm mínúturnar er liðið skoraði 22 stig og jafnaði metin í 38-38. Snæfell náði þó að síga fram úr á loka mínútum hálfleiksins á ný og var fjórum stigum yfir í hálfleik 48-44. Hraður sóknarleikur og ótrúleg hitni leikmanna vék fyrir baráttu og hörku í þriðja leikhluta enda leikurinn jafn og spennandi. ÍR náði að minnka muninn í tvö stig fyrir fjórða leikhluta en engar stórar sveiflur voru í þriðja leikhluta. Snæfell náði fljótt níu stiga forystu í fjórða leikhluta þegar liðið refsaði fyrir sofandahátt í fráköstum og tapaða bolta ÍR á miðjum vellinum. Með góðri vörn gríðarlegri baráttu og Eric Palm í miklu stuði náði ÍR að þvinga fram framlengingu en Snæfell klúðraði mörgum vítaskotum seint og leiknum og hefði aldrei átt að missa leikinn í framlengingu. Snæfell skoraði átta fyrstu stig framlengingarinnar og gerði út um leikinn þar. ÍR er enn í næst neðsta sæti deildarinnar. Snæfell lyfti sér upp í 18 stig í fyrsta til fjórða sæti þar sem liðið er ásamt Grindavík, Stjörnunni og Þór. Ólafur Torfason fór á kostum í leiknum fyrir Snæfell. Hann skoraði 25 stig en hann hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum, öllum fjórum tveggja stiga skotum sínum og báðum vítunum sem hann tók. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 18 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði 15 stig auk þess að hirða 17 fráköst. Jay Threatt skoraði einnig 15 stig en hann gaf að auki 10 stoðsendingar. Eric James Palm skoraði 35 stig fyrir ÍR auk þess að taka 5 fráköst. Hreggviður Magnússon skoraði 20 stig auk þess að hirða sex fráköst.ÍR-Snæfell 93-102 (16-26, 28-22, 19-17, 24-22, 6-15)ÍR: Eric James Palm 34/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 20/6 fráköst, D'Andre Jordan Williams 12, Sveinbjörn Claessen 9/6 fráköst, Nemanja Sovic 7, Ellert Arnarson 7, Vilhjálmur Theodór Jónsson 3/5 fráköst, Hjalti Friðriksson 1/8 fráköstSnæfell: Ólafur Torfason 25, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18/4 fráköst, Jay Threatt 15/4 fráköst/10 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 15/17 fráköst, Asim McQueen 14/12 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Sigurður Á. Þorvaldsson 5, Hafþór Ingi Gunnarsson 3/4 fráköst.Leik lokið 93-102: Snæfell hafði sigur í framlengingunni.44. mínúta 89-97: Átta stig og mínúta eftir.43. mínúta 89-95: Stolinn bolti og sniðskot. Kannski á ÍR enn möguleika.42. mínúta 87-95: Snæfell mætir af krafti í framlenginguna en ÍR virðist ekki ráða við spennuna.41. mínúta 87-90: Ólafur Torfason með þriggja stiga körfu í upphafi framlengingarinnar!Fjórða leikhluta lokið: 87-87: Palm er kominn með 34 stig en lang tveggja stiga skot hans vildi ekki niður rétt áður en loka flautið gall. Framlengt!40. mínúta 87-87: Sveinn Arnar Davíðsson klikkar á tveimur vítum. ÍR á síðustu sóknina.40. mínúta 87-87: Palm setur niður skot af stuttu færi. Hálf mínúta eftir!39. mínúta 85-87: Stolinn bolti og Palm setur niður tvö víti. Fimm víti niður á örfáum sekúndum hjá honum og aðeins munar tveimur stigum.39. mínúta 83-87: Asim McQueen fékk sína fimmtu villu en það er í lagi fyrir Snæfell því Ólafur Torfason kemur aftur inn á.37. mínúta 78-85: Ólafur Torfason svell kaldur á línunni. D´Andre Williams með fimmtu villu sínu í brotinu sem kom Ólafi á línuna.37. mínúta 78-83: Hreggviður með þriggja stiga körfu.36. mínúta75-83: Snæfell með gott forskot sem gæti þó verið fljótt að fara ef ÍR hitnar á ný.35. mínúta 73-82: Palm með þrist fyrir ÍR en Ólafur Torfason svarar enn og aftur. Ólafur kominn í 18 stig en Palm 25.34. mínúta 70-79: Magnaður sprettur hjá Snæfelli og munurinn kominn upp í níu stig. Barátta og dugnaður að skila þessu hjá gestunum.33. mínúta 68-73: Höfum þá tíu hjá Snæfelli, Ólafur Torfason er sjóðandi heitur fyrir utan í þessum leik.33. mínúta68-70: Enn og aftur þristur, liðin komin með 9 þrista hvort.31. mínúta 65-70: Pálmi með ljótt þriggja stiga skot beint ofan í. Magnað að sjá.Þriðja leikhluta lokið 63-65: Rafmögnuð spenna í Herz hellinum. Þriðji leikhluti einkenndist af mikilli baráttu og það má eiga von á því sama í þeim fjórða.29. mínúta 61-63: ÍR minnkar þetta í tvö stig.28. mínúta 58-63: Ólafur Torfason með þriðju þriggja stiga körfuna sína í leiknum en Hreggviður svarar að bragði með sniðskoti eftir að hafa tekið sóknarfrákast.27. mínúta56-60: Fjögurra stiga munur, þannig hefur þetta haldist sá sami allan leikhlutann.25. mínúta 52-57: Snæfell er skrefinu á undan en það er þó nokkur harka í leiknum þessa stundina sem dómararnir leyfa.24. mínúta 49-55: Svo Snæfell, Pálmi galopinn.23. mínúta 49-50: Þristarnir byrjaðir að detta í seinni hálfleik, fyrst ÍR.22. mínúta46-50: Menn mistækir í upphafi seinni hálfleiks.Hálfleikur: Asim McQueen skoraði 10 stig fyrir Snæfell auk þess að hirða 5 fráköst. Ólafur Torfason skoraði 7 stig.Hálfleikur: Eric Palm er stigahæstur hjá ÍR með 18 stig. Hreggviður Magnússon skoraði 11 stig.Hálfleikur 44-48: Liðin skiptust á að efna til skot sýningar hér í fyrri hálfleik og ljóst að hvað sem er getur gerst í þessum leik.19. mínúta42-46: Hörkuspennandi og hraður leikur. Frábært á að horfa.18. mínúta 38-42: Boltinn er hættur að vilja ofan í hjá ÍR og Snæfell gengur á lagið.16. mínúta 38-38: Hvað haldið þið, ÍR er búið að vinna tíu stiga forystu Snæfells upp með mögnuðum sóknarleik og afburða hitni. 22 stig á fimm mínútum.15. mínúta 33-36: Hreggviður með tvo rándýra þrista í röð. Game on.14. mínúta 27-36: Um leið og ÍR kemst inn í leikinn hætta þeir að boxa út og sóknarfráköst Snæfells skila stigum.13. mínúta 27-32: Palm að skjóta ÍR inn í leikinn á ný.12. mínúta 24-32: Ingi Þór þjálfari Snæfells er ekki ánægður með varnarleikinn í upphafi annars leikhluta og tekur leikhlé. ÍR skoraði átta stig gegn sex á tveimur mínútum.12. mínúta 21-29: Eric Palm kominn í ellefu stig fyrir ÍR eftir að hafa sett niður körfu og víti að auki.11. mínúta 18-29: Annar leikhluti fer fjörlega af stað.Fyrsta leikhluta lokið 16-26: Eftir stigalausar 2 og hálfa mínútu skoraði Snæfell fimm síðustu stig leikhlutans og eru tíu stigum yfir.8. mínúta 16-21: Jón Arnar tók leikhlé og ÍR svarar með 4-0 spretti á innan við mínútu.7. mínúta12-21: Og þeir halda áfram að detta enda öll skotin galopin. ÍR varðist í andartak en svo tóku sig upp gamlar syndir og þá er ekki að sökum að spyrja.6. mínúta10-15: Þriggja stiga skotin farin að detta hjá Snæfelli.5. mínúta 6-6: Lítið skorað hér í upphafi.3. mínúta 6-2: ÍR er að verjast vel hér í upphafi. Eitthvað sem liðið hefur ekki vanið sig á í vetur en batnandi mönnum er best að lifa.2. mínúta 2-2: Liðin eru ekki mikið í því að brenna net hér í upphafi.1. mínúta 0-2: Tvö sóknarfráköst í fyrstu sókn Snæfells.Fyrir leik: Björn Kristjánsson leikur sinn fyrsta leik með ÍR en hann er ný kominn frá Stjörnunni.Fyrir leik: Snæfell hefur tapað tveimur af fjórum síðustu leikjum sínum en liðið vann Njarðvík með 34 stiga mun í síðustu umferð.Fyrir leik: ÍR hefur tapað þremur leikjum í röð í deildinni en liðið sótti síðast sigur á Ísafirði 29. nóvember.Fyrir leik: Snæfell vann fyrri leik liðanna í Stykkishólmi 96-77.Fyrir leik: Hér mætast lið sem hafa átt ólíku gengi að fagna. Snæfell er í fjórða sæti með 16 stig, tveimur stigum frá toppnum. ÍR er í næst neðsta sæti með 6 stig. Ingi Þór: Ætluðum ekki að henda frá okkur vel unnu verki„Við vorum aldrei undir í þessum leik og vorum oft á tíðum að leika varnarleikinn full kæruleysislega. Við fengum of mikið af stigum á okkur en ég er mjög sáttur við eljuna í mannskapnum," sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells í leikslok. „Lykilmenn voru ekki að spila sinn besta leik og þá kemur Ólafur Halldór (Torfason) og stígur upp, þetta er annað skiptið sem hann gerir það. Við erum með gott lið og við eigum fleiri stráka sem eiga eftir að sýna sig. „Við vorum einbeitingarlausir á línunni og þeir fengu það sem fylgir oft pressunni og við vorum ekki nógu miklir töffarar til að klára þá í venjulegum leiktíma en við vorum því líkir gangsterar þegar framlengingin byrjaði og við ætluðum ekki að henda frá okkur vel unni verki. „Liðið sem nær framlengingunni er oftast beittara en við vorum einu skrefi á undan þeim mest allan leikinn en við tókum þarna fjögur fimm skref fram úr þeim og ég er mjög ánægður með vinnusemina í framlengingunni. „Þetta er gott ÍR lið með flotta leikmenn. Þeir voru að hitta mjög vel hér á heimavelli og ég er mjög ánægður með að koma hingað og vinna. Við töpuðum hér í fyrra. Við vorum staðráðnir í að vinna og baráttan er þannig að þú ert kominn í fimmta sæti með tapi og getur farið í fyrsta sæti með að vinna og við ætlum að taka þátt í þessu," sagði Ingi Þór. Sveinbjörn: Við þurfum að fara að gera eitthvað í þessu„Þeir voru hungraðari í framlengingunni og skoruðu átta fyrstu stigin og settu tóninn. Við náðum ekki að brúa það bil og náðum ekki aftur svona frábærum tveimur mínútum eins og í lok leiksins," sagði Sveinbjörn Claessen leikmaður ÍR eftir leikinn. „Þetta er fúlt, alveg hundfúlt en við tökum það út úr leiknum að við erum að spila betur og lengur. „Snæfell er með lang besta leikmann deildarinnar hingað til og hann reið ekki feitum hesti frá þessum leik, Nonni Mæju. Eitthvað vorum við að gera rétt en aftur á móti stigu aðrir upp hjá þeim á móti eins og Óli Torfa. Það er glórulaust og ekkert annað. „Það er einkenni góðra liða að þegar einn dettur út þá stígur annar upp og það gerði það hjá þeim. Við gerðum það líka en það dugði ekki til. „Þetta er að gerast aftur og aftur hjá okkur að tapa í framlengingu og í lok leikja. Við verðum að fara að klára þessa leiki. Þetta er þriðji eða fjórði leikurinn sem við töpum í framlengingu í vetur. Tíundi leikurinn sem við töpum með innan við tíu stigum. Við þurfum að fara að gera eitthvað í þessu, það þýðir ekki að vera að tala um þetta. Við erum í fallsæti „Taflan lýgur ekki. Við erum ekki að spila betur en þetta en aftur á móti er stígandi í þessu. Við áttum 25 góðar mínútur í síðasta leik og 30 til 35 í dag. Við erum komnir með hörku góðan leikmann í D´Andre og Hreggviður var ótrúlega flottur í kvöld. Hjalti líka, varnarmegin alla vega. Það eru bjartir punktar í þessu og við tökum það út úr þessu," sagði Sveinbjörn fullur af baráttuhug og langt frá því að vera farinn að gefast upp þrátt fyrir erfiða stöðu ÍR.
Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum