Körfubolti

KR síðasta liðið inn í undanúrslitin - öll úrslit kvöldsins | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
KR-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í körfubolta eftir fjögurra sigur á KFÍ, 84-80, í spennuleik í DHL-höllinni í kvöld. KR mætir Grindavík í undanúrslitunum á föstudaginn en í hinum leiknum mætast Keflavík og Snæfell.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leikjunum í DHL-höllinni og Ásgarði í kvöld, og náði þessum skemmtilegum myndum hér fyrir ofan.

KFÍ stóð vel í KR-liðinu í kvöld og var lengi með forystuna í leiknum. KFÍ var sem dæmi 64-60 yfir fyrir lokaleikhlutann.

KR-ingar voru sterkari í lokaleikhlutanum en þeir kláruðu þó ekki leikinn fyrr en á vítalínunni á lokasekúndunum.

KFÍ-liðið er greinilega öflugra en margir bjuggust við ef marka má flotta úrslit hjá  liðinu í Lengjubikarnum.  

Brynjar Þór Björnsson skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar hjá KR og Darri Hilmarsson var með 16 stig. Pavel Ermolinkskij og Helgi Már Magnýsson fóru báðir útaf með fimm villur.

Jason Smith skoraði 23 stig fyrir KFÍ og Mirko Virijevic var með 21 stig og 11 fráköst.

Keflavík spilar við Snæfell í hinum undanúrslitaleiknum en þeir fara báðir fram í Njarðvík á föstudaginn.

Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:

Keflavík-Þór Þ. 98-77 (24-10, 28-29, 21-22, 25-16)

Keflavík: Darrel Keith Lewis 23, Michael Craion 21/10 fráköst, Valur Orri Valsson 17/8 stoðsendingar, Andri Daníelsson 10/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 7, Magnús Þór Gunnarsson 5, Guðmundur Jónsson 5/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 4, Arnar Freyr Jónsson 3, Hafliði Már Brynjarsson 3.

Þór Þ.: Mike Cook Jr. 32/10 fráköst, Nemanja Sovic 17/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 9, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 7/8 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 5/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 4/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3.



Njarðvík-Grindavík 83-84 (27-20, 19-22, 23-19, 14-23)

Njarðvík: Logi Gunnarsson 26/5 fráköst, Nigel  Moore 15/14 fráköst/5 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 14, Elvar Már Friðriksson 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 7/4 fráköst, Ágúst Orrason 6/5 fráköst, Egill Jónasson 2/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 2.

Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 19/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 15/12 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 11, Ómar Örn Sævarsson 9/7 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 7, Jón Axel Guðmundsson 5, Hilmir Kristjánsson 4.



Stjarnan-Snæfell 85-97 (15-21, 30-21, 24-27, 16-28)

Stjarnan: Marvin Valdimarsson 22/5 fráköst, Justin Shouse 16/12 stoðsendingar, Sigurður Dagur Sturluson 10, Fannar Freyr Helgason 10/11 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 10, Sæmundur Valdimarsson 2/6 fráköst.

Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 18/4 fráköst/7 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 17/4 fráköst, Zachary Jamarco Warren 15/8 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Kristján Pétur Andrésson 11, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Stefán Karel Torfason 2/5 fráköst.



KR-KFÍ 84-80 (23-22, 22-21, 15-21, 24-16)

KR: Brynjar Þór Björnsson 19/5 fráköst/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 16/7 fráköst, Ólafur Már Ægisson 15, Helgi Már Magnússon 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 5/4 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 3, Kormákur Arthursson 2.

KFÍ: Jason Smith 23/5 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 21/11 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 12, Jón Hrafn Baldvinsson 12/9 fráköst, Ágúst Angantýsson 7/6 fráköst, Pavle Veljkovic 4, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×