Tökum á Interstellar er lokið Freyr Bjarnason skrifar 24. september 2013 08:30 Stjörnurnar úr Interstellar, þar á meðal Matt Damon, skemmtu sér á Lebowski-bar eftir að tökum lauk á myndinni. nordicphotos/Getty Tökum er lokið hér á landi á kvikmyndinni Interstellar í leikstjórn Christophers Nolan. Þær stóðu yfir í um það bil tvær vikur og fóru fram á Kirkjubæjarklaustri. Matt Damon, Matthew McConaughey, Anne Hathaway og fleiri stjörnur myndarinnar eru því farnar af landi brott. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skemmtu leikararnir og aðrir úr tökuliði myndarinnar sér á skemmtistaðnum Lebowski-bar við Laugaveg síðastliðið föstudagskvöld, skömmu áður en þeir kvöddu Ísland og flugu heim. Áætlað er að Interstellar verði frumsýnd í nóvember á næsta ári. Hún er byggð á handriti Nolans og bróður hans Jonathans og fjallar um ormagöng og tímaferðalanga. Mikil eftirvænting ríkir eftir þessu næsta verkefni Christophers Nolan, sem er þekktastur fyrir Batman-þríleik sinn. Á meðal fleiri mynda hans eru Inception, The Prestige og Memento. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Tökum er lokið hér á landi á kvikmyndinni Interstellar í leikstjórn Christophers Nolan. Þær stóðu yfir í um það bil tvær vikur og fóru fram á Kirkjubæjarklaustri. Matt Damon, Matthew McConaughey, Anne Hathaway og fleiri stjörnur myndarinnar eru því farnar af landi brott. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skemmtu leikararnir og aðrir úr tökuliði myndarinnar sér á skemmtistaðnum Lebowski-bar við Laugaveg síðastliðið föstudagskvöld, skömmu áður en þeir kvöddu Ísland og flugu heim. Áætlað er að Interstellar verði frumsýnd í nóvember á næsta ári. Hún er byggð á handriti Nolans og bróður hans Jonathans og fjallar um ormagöng og tímaferðalanga. Mikil eftirvænting ríkir eftir þessu næsta verkefni Christophers Nolan, sem er þekktastur fyrir Batman-þríleik sinn. Á meðal fleiri mynda hans eru Inception, The Prestige og Memento.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein