Þýskir auka bílaframleiðsluna um 14% Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2013 15:30 Þýskir smíða og smíða bíla og flestir þeirra eru seldir utan heimalandsins. Þó svo að sala bíla í Þýskalandi hafi heldur gefið eftir í ár framleiða þýskir bílasmiðir sem aldrei fyrr. Framleiðsluaukningin í nýliðnum septembermánuði nam 14% og taldi alls 515.200 bíla. Þar af voru fluttir út 389.000 bílar, eða 75,5% framleiðslunnar. Þýsku framleiðendurnir hafa alls flutt út 4,1 milljónir bíla það sem af er árinu og seljast þeir eins og heitar lummur um allan heim. Sala bíla í heimalandinu Þýskalandi féll um 1% milli ára, en í ágúst hafði hún fallið um 5%. Heildarsamdrátturinn í sölu bíla í Þýskalandi er um 6% í ár og því virðist sem samdrátturinn sé nú heldur á undanhaldi. Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent
Þó svo að sala bíla í Þýskalandi hafi heldur gefið eftir í ár framleiða þýskir bílasmiðir sem aldrei fyrr. Framleiðsluaukningin í nýliðnum septembermánuði nam 14% og taldi alls 515.200 bíla. Þar af voru fluttir út 389.000 bílar, eða 75,5% framleiðslunnar. Þýsku framleiðendurnir hafa alls flutt út 4,1 milljónir bíla það sem af er árinu og seljast þeir eins og heitar lummur um allan heim. Sala bíla í heimalandinu Þýskalandi féll um 1% milli ára, en í ágúst hafði hún fallið um 5%. Heildarsamdrátturinn í sölu bíla í Þýskalandi er um 6% í ár og því virðist sem samdrátturinn sé nú heldur á undanhaldi.
Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent