Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 25-17 | Níundi sigur Fram í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 16. mars 2013 00:01 Mynd/Vilhelm Fram vann öruggan sigur á deildarmeisturum Hauka x þegar liðin mættust í síðasta leik 19. umferðar N1 deildar karla í handbolta í dag. Sigur Fram var sanngjarn en Haukar voru aðeins yfir í stöðunni 1-0. Haukar urðu deildarmeistarar í vikunni, þegar FH mistókst að vinna HK, og virtist leikmenn liðsins vera saddir. Sóknarleikurinn var hægur og vörnin oft verið betri. Fram hafði, ólíkt Haukum, að nokkru að keppa því liðið leikur úrslitaleik við FH í næstu umferð um annað sæti deildarinnar. Haukar skoruðu fyrsta markið en Fram náði strax frumkvæðinu og komst í 3-1 og 5-2. Fram náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik 9-4 og 12-7 en slök nýting liðsins úr dauðafærum á loka mínútum fyrri hálfleiks gerði það að verkum að aðeins munaði þremur mörkum í hálfleik 12-9. Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks og munaði tveimur til þremur mörkum allt þar til í stöðunni 19-16 og fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þó munurinn væri ekki meiri virtust Haukar aldrei líklegir til að jafna leikinn. Haukar skoruðu eitt mark síðustu fimmtán mínútur leiksins og hefði Fram í raun getað unnið enn stærri sigur. Fram hefur nú unnið níu leiki í röð í deildinni og virðist til alls líklegt en Haukar þurfa að leika mikið betur þegar í úrslitakeppnina er komið ef liðið ætlar sér einhverja hluti. Einar: Vorum sannfærandi„Frábær sigur og frábær frammistaða. Það er stórkostlegt að vinna Haukana hérna í dag. við spiluðum mjög vel í 60 mínútur," sagði verulega sáttur Einar Jónsson þjálfari Fram að leiknum loknum. „Við náðum að rótera mannskapnum og eiginlega allt sem við lögðum upp með gekk upp. Það er ekki hægt annað en að vera mjög sáttur. „Við vorum sannfærandi og töluðum um það í hálfleik að það væri ekki mikið sem við þyrftum að laga. Það var helst að við klúðruðum svolítið af dauðafærum. Að öðru leyti spiluðum við mjög vel og vorum ótrúlegt en satt ekkert allt of hressir með að vera bara þremur mörkum yfir. Mér fannst við spila töluvert betur en tölurnar gáfu til kynna. „Við klárum leikinn mjög sannfærandi og ég er mjög ánægður með það," sagði Einar sem hefur stýrt Fram í níu sigurleikjum í röð. „Það er frábær stígandi í þessu hjá okkur og frábært að fá toppleik á móti FH í næstu umferð. Þetta er í okkar höndum ef við viljum þetta annað sæti en við hljótum að horfa líka til þess að reyna að byggja ofan á þessu frammistöðu í dag, a.m.k. gera jafn vel," sagði Einar. Aron: Vil sjá faglegt stolt„Þetta var mjög lélegur leikur af okkar hálfu. Við komum ekki nógu vel inn í þennan leik og forvinnan í vörninni var lítil. Við vorum að flýta okkur í sókninni og þvinga fram færin. Við tókum of mikla áhættu í hraðaupphlaupum og vorum hvað eftir annað að missa boltann klaufalega,“ sagði ósáttur Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. „Við gerum 7 tæknifeila í fyrri hálfleik og klúðrum ótrúlega mörgum góðum færum á vel spilandi markvörð Fram. Þetta verður eltingaleikur allan leikinn þó þetta sé alltaf leikur. Við erum tveim mörkum undir lengi vel og það vantaði herslumuninn upp á á þeim tíma í byrjun seinni hálfleiks. „Síðustu tíu mínúturnar dettur botninn alveg úr þessu og það er ekki boðlegt. Við missum þetta niður í fimm og þá ætla menn að taka ennþá meiri áhættu og þá missa menn algjörlega hausinn síðustu mínúturnar,“ sagði Aron sem sagði að sú staðreyna að Haukar séu orðnir deildarmeistarar hafi haft mikið að segja með hvernig liðið lék í dag. „Það er augljóst. Maður finnur það á spennustiginu fyrir leikinn. Það er sérstök tilfinning að vera búinn að vinna deildina og það eru einhverjir leikir eftir. Það hefur gerst áður hjá okkur. Hitt liðið hefur að einhverju að spila en ég vil að sjá þetta faglega stolt að menn hafi gaman að því að koma og spila handbolta. „Við mætum tilbúnir í úrslitakeppnina. Það er nægur tími frá síðasta leik í deild fram að úrslitakeppninni og þá byrjar glæný keppni. Við vinnum þessa deild þegar þrjár umferðir eru eftir og það segir til um eitthvað. Við sýndum mestan stöðugleika fram eftir vetri og erum búnir að vinna okkur inn að mega að tapa einhverjum leikjum. „Svoleiðis vil ég ekki fara inn í úrslitakeppnina. Ég vil að menn njóti þess að spila og leggi sig alla fram og vinni þessa leiki áður en við förum í úrslitakeppnina,“ sagði Aron. Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira
Fram vann öruggan sigur á deildarmeisturum Hauka x þegar liðin mættust í síðasta leik 19. umferðar N1 deildar karla í handbolta í dag. Sigur Fram var sanngjarn en Haukar voru aðeins yfir í stöðunni 1-0. Haukar urðu deildarmeistarar í vikunni, þegar FH mistókst að vinna HK, og virtist leikmenn liðsins vera saddir. Sóknarleikurinn var hægur og vörnin oft verið betri. Fram hafði, ólíkt Haukum, að nokkru að keppa því liðið leikur úrslitaleik við FH í næstu umferð um annað sæti deildarinnar. Haukar skoruðu fyrsta markið en Fram náði strax frumkvæðinu og komst í 3-1 og 5-2. Fram náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik 9-4 og 12-7 en slök nýting liðsins úr dauðafærum á loka mínútum fyrri hálfleiks gerði það að verkum að aðeins munaði þremur mörkum í hálfleik 12-9. Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks og munaði tveimur til þremur mörkum allt þar til í stöðunni 19-16 og fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þó munurinn væri ekki meiri virtust Haukar aldrei líklegir til að jafna leikinn. Haukar skoruðu eitt mark síðustu fimmtán mínútur leiksins og hefði Fram í raun getað unnið enn stærri sigur. Fram hefur nú unnið níu leiki í röð í deildinni og virðist til alls líklegt en Haukar þurfa að leika mikið betur þegar í úrslitakeppnina er komið ef liðið ætlar sér einhverja hluti. Einar: Vorum sannfærandi„Frábær sigur og frábær frammistaða. Það er stórkostlegt að vinna Haukana hérna í dag. við spiluðum mjög vel í 60 mínútur," sagði verulega sáttur Einar Jónsson þjálfari Fram að leiknum loknum. „Við náðum að rótera mannskapnum og eiginlega allt sem við lögðum upp með gekk upp. Það er ekki hægt annað en að vera mjög sáttur. „Við vorum sannfærandi og töluðum um það í hálfleik að það væri ekki mikið sem við þyrftum að laga. Það var helst að við klúðruðum svolítið af dauðafærum. Að öðru leyti spiluðum við mjög vel og vorum ótrúlegt en satt ekkert allt of hressir með að vera bara þremur mörkum yfir. Mér fannst við spila töluvert betur en tölurnar gáfu til kynna. „Við klárum leikinn mjög sannfærandi og ég er mjög ánægður með það," sagði Einar sem hefur stýrt Fram í níu sigurleikjum í röð. „Það er frábær stígandi í þessu hjá okkur og frábært að fá toppleik á móti FH í næstu umferð. Þetta er í okkar höndum ef við viljum þetta annað sæti en við hljótum að horfa líka til þess að reyna að byggja ofan á þessu frammistöðu í dag, a.m.k. gera jafn vel," sagði Einar. Aron: Vil sjá faglegt stolt„Þetta var mjög lélegur leikur af okkar hálfu. Við komum ekki nógu vel inn í þennan leik og forvinnan í vörninni var lítil. Við vorum að flýta okkur í sókninni og þvinga fram færin. Við tókum of mikla áhættu í hraðaupphlaupum og vorum hvað eftir annað að missa boltann klaufalega,“ sagði ósáttur Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. „Við gerum 7 tæknifeila í fyrri hálfleik og klúðrum ótrúlega mörgum góðum færum á vel spilandi markvörð Fram. Þetta verður eltingaleikur allan leikinn þó þetta sé alltaf leikur. Við erum tveim mörkum undir lengi vel og það vantaði herslumuninn upp á á þeim tíma í byrjun seinni hálfleiks. „Síðustu tíu mínúturnar dettur botninn alveg úr þessu og það er ekki boðlegt. Við missum þetta niður í fimm og þá ætla menn að taka ennþá meiri áhættu og þá missa menn algjörlega hausinn síðustu mínúturnar,“ sagði Aron sem sagði að sú staðreyna að Haukar séu orðnir deildarmeistarar hafi haft mikið að segja með hvernig liðið lék í dag. „Það er augljóst. Maður finnur það á spennustiginu fyrir leikinn. Það er sérstök tilfinning að vera búinn að vinna deildina og það eru einhverjir leikir eftir. Það hefur gerst áður hjá okkur. Hitt liðið hefur að einhverju að spila en ég vil að sjá þetta faglega stolt að menn hafi gaman að því að koma og spila handbolta. „Við mætum tilbúnir í úrslitakeppnina. Það er nægur tími frá síðasta leik í deild fram að úrslitakeppninni og þá byrjar glæný keppni. Við vinnum þessa deild þegar þrjár umferðir eru eftir og það segir til um eitthvað. Við sýndum mestan stöðugleika fram eftir vetri og erum búnir að vinna okkur inn að mega að tapa einhverjum leikjum. „Svoleiðis vil ég ekki fara inn í úrslitakeppnina. Ég vil að menn njóti þess að spila og leggi sig alla fram og vinni þessa leiki áður en við förum í úrslitakeppnina,“ sagði Aron.
Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira