Handknattleikssamband Íslands hefur sett af stað nýtt Markmannsátak HSÍ og hefur að því tilefni sett saman nýtt markmannsþjálfarateymi sem á að vinna markvisst með öllum markmönnum allra landsliða Íslands.
Markmannsþjálfarateymið á að búa til kennsluefni fyrir þjálfara og markmenn og hjálpa félögunum að gera markmannsþjálfun eins góða og hægt er.
Markmannsþjálfarateymi HSÍ skipa Gísli Guðmundsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Bergsveinn Bergsveinsson og Roland Eradze en þrír þeir síðastnefndu hafa allir farið á stórmót með íslenska landsliðinu og það oftar en einu sinni.
Þetta markmannsþjálfarateymi mun verða með markmannsæfingar fyrir alla markmenn í A-landsliðum og yngri landsliðum karla og kvenna, á tveggja vikna fresti fram á vor ásamt því að búa til efni sem nýtist markmönnum og markmannsþjálfurum.
Fjórir kunnir kappar skipa nýtt Markmannsþjálfarateymi HSÍ
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti


Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti


Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti



