Matur

Japanskur kjúklingaréttur að hætti Önnu Eiríksdóttur

Anna Eiríksdóttir, líkamsræktarþjálfari með meiru, vinnur langa daga í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu. Hún leggur að sjálfsögðu mikið upp úr góðum og hollum mat og hér má sjá einn af hennar uppáhaldsréttum.

Japanskur kjúklingaréttur

4 bringur, skinnlausar, skornar í ræmur og snöggsteiktar í olíu. Sweet hot chili-sósu hellt yfir og látið malla í smá stund.

½ bolli olía

¼ bolli balsamikedik

2 msk. sykur

2 msk. sojasósa

Þetta er soðið saman í u.þ.b. 1 mínútu, kælt og hrært í annað slagið á meðan kólnar, annars skilur sósan sig.



1 poki núðlur (instant súpunúðlur) – ekki krydd.

Möndluflögur (3-4 matskeiðar) eða eftir smekk.

Sesamfræ (1-2 matskeiðar) eða eftir smekk.

Þetta er ristað á þurri pönnu, núðlurnar brotnar í smáa bita og þær ristaðar fyrst því þær taka lengstan tíma, síðan möndlurnar og fræin. Kælt (ath. núðlurnar eiga að vera stökkar).



Salatpoki (þinn uppáhalds)

Tómatar (helst kirsuberjatómatar)

1 mangó

1 lítill rauðlaukur

Allt sett í fat eða stóra skál. Fyrst salatið, tómatarnir, mangóið og rauðlaukurinn, núðlublandan ofan á og þvínæst balsamikblandan yfir. Að síðustu er heitum kjúklingaræmunum dreift yfir.

Mér finnst þessi réttur jafn góður heitur og kaldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.