Almenningur getur þessa dagana greitt atkvæði vegna Norrænu tónlistarverðlaunanna sem verða afhent á hátíðinni by:Larm í Noregi um miðjan febrúar.
Hægt er að kjósa í gegnum síðuna Nordicmusicprize.com í flokknum Uppáhald aðdáenda.
Tvær íslenskar plötur eru á meðal þeirra tólf sem eru tilnefndar sem besta norræna platan, Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta og Retro Stefson með Retro Stefson.
Á meðal annarra tilnefndra eru Neneh Cherry & The Thing, Anna von Hausswolff og First Aid Kit.
