Lífið

Vala Grand sótti um draumastarfið

Vala Grand. Mynd/Stefán
Vala Grand. Mynd/Stefán
Hópur fólks mætti í Bíó Paradís í gær í starfsviðtal hjá fyrirtækinu Hópkaup.is. Meðal þeirra var Vala Grand sem fyllti samviskusamlega út umsóknina líkt og aðrir.

Auglýst var eftir fólki sem þurfti að vera 20 ára og eldra og koma vel fyrir. Í þessu starfi, sem Hópkaup gaf í skyn að væri draumastarf, felst að prófa þau fríðindi sem fyrirtækið auglýsir á síðu sinni. Þannig fær starfsmaðurinn borgað fyrir að gista á flottum hótelum, borða góðan mat á veitingastöðum, fara í nudd, snyrtingu og fleira.

Er þetta ekki algjört draumastarf?

„Ég tel að það séu ekki mörg svona spennandi og fríðindamikil störf í boði. Starfið verður örugglega mjög mikil skemmtun fyrir þá einstaklinga sem fá það, sérstaklega þegar aðeins fer að vora og fólk getur farið í afþreyingu eins og Gokart eða annað slíkt," segir Stefán Jökull Stefánsson, netmarkaðsstjóri Hópkaupa.

Spurður hversu margir verða ráðnir segir Stefán að það komi í ljós. „Vonandi verður erfitt að ráða. Hugsanlega verða þetta tvö störf, hugsanlega þrjú eða kannski eitt. Það fer eftir þeim hæfileikum sem verða til staðar."

Á bilinu tíu til tólf starfsmenn eru fyrir hjá Hópkaupum, sem var stofnað í mars 2011. „Það gengur vel. Við sjáum ekkert nema bjarta tíma fram undan."

Hópkaup auglýsti starfið sem bestu vinnu á Íslandi og hélt áheyrnarprufur í gær. Mynd/Stefán





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.