Santiago mun þyngri í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. febrúar 2013 07:00 Vígalegir Gunnar Nelson og Jorge Santiago við vigtunina í Lundúnum í gær. nordicphotos/getty Gunnar Nelson mætir í kvöld Brasilíumanninum Jorge Santiago á UFC-bardagakvöldi sem haldið verður með pompi og prakt í Wembley Arena í Lundúnum. Bardaginn er einn af aðalbardögum kvöldsins og hefur hans verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Kapparnir voru vigtaðir í gær og voru báðir í leyfilegri þyngd. Gunnar vó 169 pund (76,7 kg) og Santiago 170 pund (77,1 kg) sem er hámarksþyngd í veltivigt. Fyrir fram var talið að Santiago myndi eiga erfitt með að ná keppnisþyngdinni en hann hefur einnig keppt í næsta þyngdarflokki fyrir ofan. „Santiago hefur verið vel undirbúinn þar sem hann var hvort eð er að undirbúa sig fyrir bardaga í veltivigt," sagði Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, við Fréttablaðið í gær. Santiago var fenginn til að berjast við Gunnar með skömmum fyrirvara þar sem upphaflegur andstæðingur hans dró sig úr keppni vegna meiðsla. „En hann verður mun þyngri en Gunnar þegar þeir labba inn í hringinn," segir Haraldur. „Þessir kappar geta bætt á sig gríðarlegri þyngd á einum sólarhringi."Gunnar léttir sig lítið Gunnar léttir sig yfirleitt um 3-4 kg fyrir vigtun sem þykir lítið í þessum heimi. „Gunnar er yfirleitt að berjast í kringum 79-80 kg en það er ekki óþekkt að veltivigtarkappar séu allt að 90 kg þegar þeir stíga í hringinn. En því miður verða þeir ekki vigtaðir í kvöld og því ekki hægt að segja með vissu hver munurinn verður á þeim," segir Haraldur. Gunnar vakti gríðarlega athygli í frumraun sinni í UFC en þá vann hann sannfærandi sigur á DaMarques Johnson. Nú þegar er hann vel þekktur í þessum heimi Een Chael Sonnen, sem er þekktur UFC-bardagakappi, sagði í sjónvarpsútsendingu frá vigtuninni í gær að frumraun Gunnars væri ein sú allra glæsilegasta sem hann hefði séð nokkru sinni. „Gunnar á talsvert af aðdáendum hér úti og fær fullt af jákvæðum straumum. Það eru margir sérstaklega hrifnir af honum sem bardagamanni og hans bardagastíl. Það er ekki síður horft til þess en úrslita bardaganna og keppnisstíll Gunnar þykir einn og sér mjög áhugaverður," segir Haraldur. Gunnar með eindæmum rólegur Alls fara tólf bardagar fram í kvöld, þar af sex sem eru á aðaldagskránni. Við vigtunina í gær voru flestir kapparnir ófeimnir við að vekja á sér athygli með ýmsum tilburðum en Gunnar var með eindæmum rólegur og yfirvegaður. „Það er misjafnt hvernig menn eru í þessu en Gunnar er vissulega mjög rólegur. Það hefur vakið athygli bæði heima og hér úti. En þannig er hann bara að eðlisfari, bæði í kringum bardaga og dagsdaglega." Og pabbinn er ekki í nokkrum vafa um hvernig bardaginn í kvöld muni fara. „Gunnar mun vinna þennan bardaga. Ég hef gríðarlega trú á honum," segir hann án þess að hika. Íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira
Gunnar Nelson mætir í kvöld Brasilíumanninum Jorge Santiago á UFC-bardagakvöldi sem haldið verður með pompi og prakt í Wembley Arena í Lundúnum. Bardaginn er einn af aðalbardögum kvöldsins og hefur hans verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Kapparnir voru vigtaðir í gær og voru báðir í leyfilegri þyngd. Gunnar vó 169 pund (76,7 kg) og Santiago 170 pund (77,1 kg) sem er hámarksþyngd í veltivigt. Fyrir fram var talið að Santiago myndi eiga erfitt með að ná keppnisþyngdinni en hann hefur einnig keppt í næsta þyngdarflokki fyrir ofan. „Santiago hefur verið vel undirbúinn þar sem hann var hvort eð er að undirbúa sig fyrir bardaga í veltivigt," sagði Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, við Fréttablaðið í gær. Santiago var fenginn til að berjast við Gunnar með skömmum fyrirvara þar sem upphaflegur andstæðingur hans dró sig úr keppni vegna meiðsla. „En hann verður mun þyngri en Gunnar þegar þeir labba inn í hringinn," segir Haraldur. „Þessir kappar geta bætt á sig gríðarlegri þyngd á einum sólarhringi."Gunnar léttir sig lítið Gunnar léttir sig yfirleitt um 3-4 kg fyrir vigtun sem þykir lítið í þessum heimi. „Gunnar er yfirleitt að berjast í kringum 79-80 kg en það er ekki óþekkt að veltivigtarkappar séu allt að 90 kg þegar þeir stíga í hringinn. En því miður verða þeir ekki vigtaðir í kvöld og því ekki hægt að segja með vissu hver munurinn verður á þeim," segir Haraldur. Gunnar vakti gríðarlega athygli í frumraun sinni í UFC en þá vann hann sannfærandi sigur á DaMarques Johnson. Nú þegar er hann vel þekktur í þessum heimi Een Chael Sonnen, sem er þekktur UFC-bardagakappi, sagði í sjónvarpsútsendingu frá vigtuninni í gær að frumraun Gunnars væri ein sú allra glæsilegasta sem hann hefði séð nokkru sinni. „Gunnar á talsvert af aðdáendum hér úti og fær fullt af jákvæðum straumum. Það eru margir sérstaklega hrifnir af honum sem bardagamanni og hans bardagastíl. Það er ekki síður horft til þess en úrslita bardaganna og keppnisstíll Gunnar þykir einn og sér mjög áhugaverður," segir Haraldur. Gunnar með eindæmum rólegur Alls fara tólf bardagar fram í kvöld, þar af sex sem eru á aðaldagskránni. Við vigtunina í gær voru flestir kapparnir ófeimnir við að vekja á sér athygli með ýmsum tilburðum en Gunnar var með eindæmum rólegur og yfirvegaður. „Það er misjafnt hvernig menn eru í þessu en Gunnar er vissulega mjög rólegur. Það hefur vakið athygli bæði heima og hér úti. En þannig er hann bara að eðlisfari, bæði í kringum bardaga og dagsdaglega." Og pabbinn er ekki í nokkrum vafa um hvernig bardaginn í kvöld muni fara. „Gunnar mun vinna þennan bardaga. Ég hef gríðarlega trú á honum," segir hann án þess að hika.
Íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Sjá meira