Framleiðslufyrirtækið Fourgrounds Media birti á dögunum myndband þar sem þeir ímynda sér hvernig nokkrir frægir kvikmyndaleikstjórar myndu gera morgni jóladags skil í kvikmynd.
Leikstjórarnir sem teknir eru fyrir eru meðal annars Stanley Kubrick, Steven Spielberg, Wes Anderson, Woody Allen og Michael Moore.
Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
