Einkennilegt atvik átti sér stað á hjólreiðamótinu Tour de France í dag þegar Englendingurinn Mark Cavendish fékk þvag yfir sig frá áhorfenda mótsins.
Atvikið gerðist á 11. degi mótsins frá Avranches að Mont Saint Michel í Frakklandi sem eru um 33 kílómetrar.
Í fyrstu hélt Cavendish að um vatn væri að ræða en komst fljótlega að því að svo var ekki. Áhorfandi keppninnar henti flösku fullri af þvagi í áttina að Cavendish.
Hjólreiðakappinn vildi alls ekki ræða atvikið þegar BBC spurði hann út í það þegar Cavendish kom í mark.
Bretinn Christopher Froome leiðir mótið eftir 11 keppnisdaga.

